Flugvél með einni þekktustu íþróttakonu heims á leið á ÓL fékk ekki að fara á loft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 12:30 Lindsey Vonn. Vísir/Getty Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari og ein þekktasta íþróttakona heims. Hún er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika en það hefur ekki gengið snuðrulaust að komast til Suður-Kóreu. Vonn sagði frá því á Twitter að flugvélin sem átti að fara með hana til Seoul í Suður-Kóreu hafi ekki fengið leyfi til að fara á loft. Farþegarnir, sumir líka að fara að keppa á Ólympíuleikunum, þurftu því að hanga út í vél í tvo klukkutíma áður en þeir fóru aftur frá borði.Well hopefully we get to Korea....apparently we don’t have the right documents to fly??? About 2 hours on the plane so far and just siting at the gate. Some Germans and Italians on the plane too. @lufthansa#canweflynowplease — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Lufthansa flugfélagið fór síðan í það verkefni að finna aðra flugvél til að flytja alla farþegana rétta leið til Suður-Kóreu. Það var örugglega ekki auðvelt enda eru margir að fljúga þangað þessa dagana. Vonn kom aftur inn á Twitter og spurði hversu lengi fólk héldi að það myndi taka hana að komast á Ólympíusvæðið í Pyeongchang. Hún vonaðist nú til að ná setningarhátíðinni sem verður á föstudaginn. Flugið er rúmlega tíu tímar, það er þegar flugvélin kemst loksins í loftið. Það tókst ekki fyrr en eftir sex tíma.Well we are now off the plane... they are trying to find a new plane and hope to take off in an hour... how many hours, door to door, will it take me to get to Seoul? — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 After over 6 hours of hanging out at the gate, we’re off!! See you in another 10 hours Korea! — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Lindsey Vonn vann Ólympíugull á leikunum í Vancouver fyrir átta árum en hún missti af síðustu leikum í Sotsjí vegna meiðsla. Vonna hefur verið í frábæru formi að undanförnu og er búin að vinna fimm af síðustu átta keppnum sínum þar af þeim tveimur síðustu fyrir Ólympíuleikanna í Pyeongchang. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir McGregor þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Sjá meira
Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari og ein þekktasta íþróttakona heims. Hún er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika en það hefur ekki gengið snuðrulaust að komast til Suður-Kóreu. Vonn sagði frá því á Twitter að flugvélin sem átti að fara með hana til Seoul í Suður-Kóreu hafi ekki fengið leyfi til að fara á loft. Farþegarnir, sumir líka að fara að keppa á Ólympíuleikunum, þurftu því að hanga út í vél í tvo klukkutíma áður en þeir fóru aftur frá borði.Well hopefully we get to Korea....apparently we don’t have the right documents to fly??? About 2 hours on the plane so far and just siting at the gate. Some Germans and Italians on the plane too. @lufthansa#canweflynowplease — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Lufthansa flugfélagið fór síðan í það verkefni að finna aðra flugvél til að flytja alla farþegana rétta leið til Suður-Kóreu. Það var örugglega ekki auðvelt enda eru margir að fljúga þangað þessa dagana. Vonn kom aftur inn á Twitter og spurði hversu lengi fólk héldi að það myndi taka hana að komast á Ólympíusvæðið í Pyeongchang. Hún vonaðist nú til að ná setningarhátíðinni sem verður á föstudaginn. Flugið er rúmlega tíu tímar, það er þegar flugvélin kemst loksins í loftið. Það tókst ekki fyrr en eftir sex tíma.Well we are now off the plane... they are trying to find a new plane and hope to take off in an hour... how many hours, door to door, will it take me to get to Seoul? — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 After over 6 hours of hanging out at the gate, we’re off!! See you in another 10 hours Korea! — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Lindsey Vonn vann Ólympíugull á leikunum í Vancouver fyrir átta árum en hún missti af síðustu leikum í Sotsjí vegna meiðsla. Vonna hefur verið í frábæru formi að undanförnu og er búin að vinna fimm af síðustu átta keppnum sínum þar af þeim tveimur síðustu fyrir Ólympíuleikanna í Pyeongchang.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir McGregor þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Sjá meira