Ráðgjafi Trump hættir eftir frásagnir fyrrverandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 05:23 Rob Porter sést hér ræða við forsetann á göngum Hvíta hússins. Vísir/Getty Einn af helstu ráðgjöfum Bandaríkjaforsetans Donald Trump hefur verið gert að segja upp störfum eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur ráðgjafans sökuðu hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Ráðgjafinn, Rob Porter, þvertekur fyrir frásagnir kvennanna og segir þær „svívirðilegar og einfaldlega uppspuni,“ eins og hann orðaði það þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Ásakanirnar komu fyrst fram í Daily Mail og birtust þar meðal annars myndir af áverkum kvennanna. Myndirnar hér að neðan eru af fyrri eiginkonu Porter, Colbie Holderness, sem segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa veitt sér glóðaraugað sem sjá má á vinstri myndinni.Colbie Holderness segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa ítrekað ráðist á sig.Colbie HoldernessHann hafi jafnframt beitt hann miklu andlegu ofbeldi og reglulega hreytt í hana margvíslegum fúkyrðum. Þá segir hún hann einnig hafa sparkað í sig í brúðkaupsferðinni þeirra um Kanaríeyjar árið 2003. Tveimur árum síðar kýldi hann svo Holderness í andlitið í Flórens á Ítalíu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ljóst er að starf Porters verður ekki auðfyllt. Greinandi breska ríkisútvarpsins segir hann hafa verið einn af nánustu samstarfsmönnum forsetans og haldið röð og reglu á pappírsflóðinu sem fer um skrifborð Trumps á hverjum degi. Þá aðstoðaði hann jafnframt forsetann við að fylgja þeim fjölmörgu siða- og samskiptareglum sem um embættið gilda. Þannig er hann til að mynda sagður hafa staðið í augnsýn forsetans við fjölda viðburða og bent honum á hvert hann ætti að ganga og hvenær væri komið að því að taka í hendur og skrifa undir. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Einn af helstu ráðgjöfum Bandaríkjaforsetans Donald Trump hefur verið gert að segja upp störfum eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur ráðgjafans sökuðu hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Ráðgjafinn, Rob Porter, þvertekur fyrir frásagnir kvennanna og segir þær „svívirðilegar og einfaldlega uppspuni,“ eins og hann orðaði það þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Ásakanirnar komu fyrst fram í Daily Mail og birtust þar meðal annars myndir af áverkum kvennanna. Myndirnar hér að neðan eru af fyrri eiginkonu Porter, Colbie Holderness, sem segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa veitt sér glóðaraugað sem sjá má á vinstri myndinni.Colbie Holderness segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa ítrekað ráðist á sig.Colbie HoldernessHann hafi jafnframt beitt hann miklu andlegu ofbeldi og reglulega hreytt í hana margvíslegum fúkyrðum. Þá segir hún hann einnig hafa sparkað í sig í brúðkaupsferðinni þeirra um Kanaríeyjar árið 2003. Tveimur árum síðar kýldi hann svo Holderness í andlitið í Flórens á Ítalíu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ljóst er að starf Porters verður ekki auðfyllt. Greinandi breska ríkisútvarpsins segir hann hafa verið einn af nánustu samstarfsmönnum forsetans og haldið röð og reglu á pappírsflóðinu sem fer um skrifborð Trumps á hverjum degi. Þá aðstoðaði hann jafnframt forsetann við að fylgja þeim fjölmörgu siða- og samskiptareglum sem um embættið gilda. Þannig er hann til að mynda sagður hafa staðið í augnsýn forsetans við fjölda viðburða og bent honum á hvert hann ætti að ganga og hvenær væri komið að því að taka í hendur og skrifa undir.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira