Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 14:43 Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Vísir/GVA Sigurður Kristinsson, sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en fimm daga gæsluvarðhald sem Sigurður var úrskurðaður í síðastliðinn föstudag rann út í dag. Margeir segist ekki vera kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Aðspurður segir Margeir að rannsókn málsins miði ágætlega en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið. Þannig vill hann ekki svara því hversu mikið magn af efnum né hvaða efni málið snýst um né hvaðan fíkniefnin komu með póstsendingu til landsins. Annar maður er einnig í haldi á grundvelli almannahagsmuna vegna málsins. Alls hafa fjórir menn setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fjórum vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Sigurður var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands. Eiginkona hans liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða á heimili þeirra þar.Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að grunur leiki á stórfelldum undanskotum eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. en það var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. janúar. Sigurður, sem átti félagið ásamt syni sínum og stjúpföður, hefur stýrt því undanfarið. Samkvæmt heimildum blaðsins eiga undanskot eigna sem og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins að hlaupa á hundruðum milljóna. Þá mun félagið einnig vera til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun þó ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Tengdar fréttir Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00 Tveir til viðbótar í gæsluvarðhald grunaðir um meiriháttar fíkniefnainnflutning Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. 29. janúar 2018 11:47 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Sigurður Kristinsson, sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en fimm daga gæsluvarðhald sem Sigurður var úrskurðaður í síðastliðinn föstudag rann út í dag. Margeir segist ekki vera kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Aðspurður segir Margeir að rannsókn málsins miði ágætlega en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið. Þannig vill hann ekki svara því hversu mikið magn af efnum né hvaða efni málið snýst um né hvaðan fíkniefnin komu með póstsendingu til landsins. Annar maður er einnig í haldi á grundvelli almannahagsmuna vegna málsins. Alls hafa fjórir menn setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fjórum vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Sigurður var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands. Eiginkona hans liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða á heimili þeirra þar.Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að grunur leiki á stórfelldum undanskotum eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. en það var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. janúar. Sigurður, sem átti félagið ásamt syni sínum og stjúpföður, hefur stýrt því undanfarið. Samkvæmt heimildum blaðsins eiga undanskot eigna sem og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins að hlaupa á hundruðum milljóna. Þá mun félagið einnig vera til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun þó ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Tengdar fréttir Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00 Tveir til viðbótar í gæsluvarðhald grunaðir um meiriháttar fíkniefnainnflutning Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. 29. janúar 2018 11:47 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00
Tveir til viðbótar í gæsluvarðhald grunaðir um meiriháttar fíkniefnainnflutning Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. 29. janúar 2018 11:47
Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03