Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir landsliði Gana í vináttulandsleik í mars ef marka má fréttamiðla í Gana.
Strákarnir okkar eru á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramóti í Rússlandi í sumar þar sem þeir eru meðal annars í riðli með Nígeríu. Það var því alltaf planið að undirbúa sig með leik á móti annarri Afríkuþjóð.
Gana komst ekki á sitt fjórða heimsmeistaramót í röð en eru að undirbúa sig fyrir undankeppni Afríkukeppninnar sem fer fram árið 2019 í Kamerún.
Landslið Gana mun spila við Ísland og Fílabeinsströndina í tveimur leikjum í næsta mánuði samkvæmt fréttum í sjónvarpi og á veðmiðlum í Afríkulandinu. Líka hér.
Leikurinn á milli Íslands og Gana á að fara fram í landsleikjahlénu 19. til 27. mars en íslenska landsliðið hefur þegar skipulagt tvo leiki í þessu landsleikjahléi.
Íslenska landsliðið mætir Mexíkó 23. mars og Perú 27. mars en báðir þessir leikir fara fram í Bandaríkjunum.
Það er orðið því frekar þröngt á þingi bætist þriðji landsleikurinn við. Það er því líklegra að leikurinn fari fram á Íslandi í júní eða skömmu áður en íslenska landsliðið fer til Rússlands.
Íslenska landsliðið mætir Noregi í júní en ætlaði einnig að spila leik við Afríkuþjóð á lokaspretti sínum fyrir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi.
Leikurinn við Norðmenn fer fram 2. júní á Laugardalsvellinum en liðið flýgur síðan út til Rússlands 9. júní. Fyrsti leikurinn á HM er síðan á móti Argentínu 16. júní.
Íslenska landsliðið mun því mæta Gana í síðasta leik sínum fyrir brottför, líklega 7. eða 8. júní á Laugardalsvellinum. KSÍ á hinsvegar eftir að staðfesta þann leik.
