Námsmenn taka séns með ofvirknilyfjum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Einhverjir háskólanemar sækja í metýlfenídat í von um að bæta námsárangur. VÍSIR/STEFÁN „Það eru einhverjar hugmyndir hjá fólki um að þetta bæti námsárangur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um misnotkun námsmanna á lyfseðilsskyldum metýlfenídat-lyfjum sem jafnan eru notuð til að meðhöndla ADHD og tengdar raskanir. Varasamt sé fyrir fólk að taka lyfin án samráðs við lækni. Ný BS-rannsókn við Háskóla Íslands sýnir að tæp sjö prósent framhaldsnema við skólann hafa misnotað örvandi lyfseðilsskyld lyf í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Höfundar ritgerðarinnar eru Hildur Hörn Orradóttir og Berglind Birna Pétursdóttir sem útskrifast í febrúar úr sálfræði við Háskóla íslands. Leiðbeinandi í umræddu verkefni var Bergljót Gyða Guðmundsdóttir en í doktorsverkefni hennar við University of Rhode Island árið 2016 kom fram að um 13 prósent íslenskra háskólanema í grunnnámi hafi misnotað örvandi lyf sem þessi. Ólafur er einn höfunda greinar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins þar sem birt er ný tölfræði yfir ávísun metýlfenídat-lyfja í fyrra. Heildarfjöldi þeirra sem fengu lyfinu ávísað jókst um 13 prósent milli ára, nýir notendur voru nærri 3.200 og hefur fjöldi nýrra notenda aukist um 78 prósent frá 2012 til 2017. Íslendingar eru sér á parti meðal Evrópuþjóða varðandi fjölda notenda og það magn sem ávísað er. Misnotkun lyfja sé hins vegar síst minna heilbrigðisvandamál en misnotkun ólöglegra efna.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti Landlæknis.Í greininni segir að landlæknisembættið fái reglulega vísbendingar um að lyfin gangi kaupum og sölum, meðal annars hjá námsmönnum. „Ótvírætt er að lyfin geta hjálpað fólki að vaka og halda einbeitingu og að þau hjálpi fólki með ADHD en varasamt getur verið að fólk sé að taka lyfin án samráðs við lækni.“ Talsverður fjöldi þeirra sem fá ávísað þessum lyfjum eru á þeim í afmarkaðan tíma en embættið hefur áhyggjur af langtímanotkun fólks á þeim í mjög stórum skömmtum.Embættið leitað skýringa Þannig hafi 74 einstaklingar fengið ávísað að meðaltali 120 mg af metýlfenídati á dag í fyrra og 20 einstaklingar 40 mg af amfetamíni. Fram kemur í greininni þessar ávísanir séu bundnar við fámennan hóp lækna og að embættið hafi leitað skýringa. Ólafur segir að í sumum tilfellum hafi engar fengist. „Skýringarnar voru mismunandi. Það er misjafnt hvað einstaklingar þurfa mikið af lyfjum almennt. Það eru alltaf einhver frávik. En í sumum tilfellum eru engar skýringar á þessum skömmtum. Það er eins og sumum læknum sé frjálsara að ávísa stærri skömmtum.“ Aðspurður um amfetamínið segir Ólafur að ávísanir á það séu ekki algengar. Það sé meðal annars notað við ADHD og drómasýki (e. narcolepsy) og í tilfellum þar sem metýlfenídat hefur ekki virkað. „En það er eins með amfetamín og metýlfenídat að það vantar oft skýringar á hvers vegna fólk er á himinháum skömmtum af þessum lyfjum. Það er líka umhugsunarvert að talsverður hluti þessara lyfja ratar á svartan markað.“Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
„Það eru einhverjar hugmyndir hjá fólki um að þetta bæti námsárangur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um misnotkun námsmanna á lyfseðilsskyldum metýlfenídat-lyfjum sem jafnan eru notuð til að meðhöndla ADHD og tengdar raskanir. Varasamt sé fyrir fólk að taka lyfin án samráðs við lækni. Ný BS-rannsókn við Háskóla Íslands sýnir að tæp sjö prósent framhaldsnema við skólann hafa misnotað örvandi lyfseðilsskyld lyf í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Höfundar ritgerðarinnar eru Hildur Hörn Orradóttir og Berglind Birna Pétursdóttir sem útskrifast í febrúar úr sálfræði við Háskóla íslands. Leiðbeinandi í umræddu verkefni var Bergljót Gyða Guðmundsdóttir en í doktorsverkefni hennar við University of Rhode Island árið 2016 kom fram að um 13 prósent íslenskra háskólanema í grunnnámi hafi misnotað örvandi lyf sem þessi. Ólafur er einn höfunda greinar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins þar sem birt er ný tölfræði yfir ávísun metýlfenídat-lyfja í fyrra. Heildarfjöldi þeirra sem fengu lyfinu ávísað jókst um 13 prósent milli ára, nýir notendur voru nærri 3.200 og hefur fjöldi nýrra notenda aukist um 78 prósent frá 2012 til 2017. Íslendingar eru sér á parti meðal Evrópuþjóða varðandi fjölda notenda og það magn sem ávísað er. Misnotkun lyfja sé hins vegar síst minna heilbrigðisvandamál en misnotkun ólöglegra efna.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti Landlæknis.Í greininni segir að landlæknisembættið fái reglulega vísbendingar um að lyfin gangi kaupum og sölum, meðal annars hjá námsmönnum. „Ótvírætt er að lyfin geta hjálpað fólki að vaka og halda einbeitingu og að þau hjálpi fólki með ADHD en varasamt getur verið að fólk sé að taka lyfin án samráðs við lækni.“ Talsverður fjöldi þeirra sem fá ávísað þessum lyfjum eru á þeim í afmarkaðan tíma en embættið hefur áhyggjur af langtímanotkun fólks á þeim í mjög stórum skömmtum.Embættið leitað skýringa Þannig hafi 74 einstaklingar fengið ávísað að meðaltali 120 mg af metýlfenídati á dag í fyrra og 20 einstaklingar 40 mg af amfetamíni. Fram kemur í greininni þessar ávísanir séu bundnar við fámennan hóp lækna og að embættið hafi leitað skýringa. Ólafur segir að í sumum tilfellum hafi engar fengist. „Skýringarnar voru mismunandi. Það er misjafnt hvað einstaklingar þurfa mikið af lyfjum almennt. Það eru alltaf einhver frávik. En í sumum tilfellum eru engar skýringar á þessum skömmtum. Það er eins og sumum læknum sé frjálsara að ávísa stærri skömmtum.“ Aðspurður um amfetamínið segir Ólafur að ávísanir á það séu ekki algengar. Það sé meðal annars notað við ADHD og drómasýki (e. narcolepsy) og í tilfellum þar sem metýlfenídat hefur ekki virkað. „En það er eins með amfetamín og metýlfenídat að það vantar oft skýringar á hvers vegna fólk er á himinháum skömmtum af þessum lyfjum. Það er líka umhugsunarvert að talsverður hluti þessara lyfja ratar á svartan markað.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira