Námsmenn taka séns með ofvirknilyfjum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Einhverjir háskólanemar sækja í metýlfenídat í von um að bæta námsárangur. VÍSIR/STEFÁN „Það eru einhverjar hugmyndir hjá fólki um að þetta bæti námsárangur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um misnotkun námsmanna á lyfseðilsskyldum metýlfenídat-lyfjum sem jafnan eru notuð til að meðhöndla ADHD og tengdar raskanir. Varasamt sé fyrir fólk að taka lyfin án samráðs við lækni. Ný BS-rannsókn við Háskóla Íslands sýnir að tæp sjö prósent framhaldsnema við skólann hafa misnotað örvandi lyfseðilsskyld lyf í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Höfundar ritgerðarinnar eru Hildur Hörn Orradóttir og Berglind Birna Pétursdóttir sem útskrifast í febrúar úr sálfræði við Háskóla íslands. Leiðbeinandi í umræddu verkefni var Bergljót Gyða Guðmundsdóttir en í doktorsverkefni hennar við University of Rhode Island árið 2016 kom fram að um 13 prósent íslenskra háskólanema í grunnnámi hafi misnotað örvandi lyf sem þessi. Ólafur er einn höfunda greinar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins þar sem birt er ný tölfræði yfir ávísun metýlfenídat-lyfja í fyrra. Heildarfjöldi þeirra sem fengu lyfinu ávísað jókst um 13 prósent milli ára, nýir notendur voru nærri 3.200 og hefur fjöldi nýrra notenda aukist um 78 prósent frá 2012 til 2017. Íslendingar eru sér á parti meðal Evrópuþjóða varðandi fjölda notenda og það magn sem ávísað er. Misnotkun lyfja sé hins vegar síst minna heilbrigðisvandamál en misnotkun ólöglegra efna.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti Landlæknis.Í greininni segir að landlæknisembættið fái reglulega vísbendingar um að lyfin gangi kaupum og sölum, meðal annars hjá námsmönnum. „Ótvírætt er að lyfin geta hjálpað fólki að vaka og halda einbeitingu og að þau hjálpi fólki með ADHD en varasamt getur verið að fólk sé að taka lyfin án samráðs við lækni.“ Talsverður fjöldi þeirra sem fá ávísað þessum lyfjum eru á þeim í afmarkaðan tíma en embættið hefur áhyggjur af langtímanotkun fólks á þeim í mjög stórum skömmtum.Embættið leitað skýringa Þannig hafi 74 einstaklingar fengið ávísað að meðaltali 120 mg af metýlfenídati á dag í fyrra og 20 einstaklingar 40 mg af amfetamíni. Fram kemur í greininni þessar ávísanir séu bundnar við fámennan hóp lækna og að embættið hafi leitað skýringa. Ólafur segir að í sumum tilfellum hafi engar fengist. „Skýringarnar voru mismunandi. Það er misjafnt hvað einstaklingar þurfa mikið af lyfjum almennt. Það eru alltaf einhver frávik. En í sumum tilfellum eru engar skýringar á þessum skömmtum. Það er eins og sumum læknum sé frjálsara að ávísa stærri skömmtum.“ Aðspurður um amfetamínið segir Ólafur að ávísanir á það séu ekki algengar. Það sé meðal annars notað við ADHD og drómasýki (e. narcolepsy) og í tilfellum þar sem metýlfenídat hefur ekki virkað. „En það er eins með amfetamín og metýlfenídat að það vantar oft skýringar á hvers vegna fólk er á himinháum skömmtum af þessum lyfjum. Það er líka umhugsunarvert að talsverður hluti þessara lyfja ratar á svartan markað.“Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Það eru einhverjar hugmyndir hjá fólki um að þetta bæti námsárangur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um misnotkun námsmanna á lyfseðilsskyldum metýlfenídat-lyfjum sem jafnan eru notuð til að meðhöndla ADHD og tengdar raskanir. Varasamt sé fyrir fólk að taka lyfin án samráðs við lækni. Ný BS-rannsókn við Háskóla Íslands sýnir að tæp sjö prósent framhaldsnema við skólann hafa misnotað örvandi lyfseðilsskyld lyf í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Höfundar ritgerðarinnar eru Hildur Hörn Orradóttir og Berglind Birna Pétursdóttir sem útskrifast í febrúar úr sálfræði við Háskóla íslands. Leiðbeinandi í umræddu verkefni var Bergljót Gyða Guðmundsdóttir en í doktorsverkefni hennar við University of Rhode Island árið 2016 kom fram að um 13 prósent íslenskra háskólanema í grunnnámi hafi misnotað örvandi lyf sem þessi. Ólafur er einn höfunda greinar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins þar sem birt er ný tölfræði yfir ávísun metýlfenídat-lyfja í fyrra. Heildarfjöldi þeirra sem fengu lyfinu ávísað jókst um 13 prósent milli ára, nýir notendur voru nærri 3.200 og hefur fjöldi nýrra notenda aukist um 78 prósent frá 2012 til 2017. Íslendingar eru sér á parti meðal Evrópuþjóða varðandi fjölda notenda og það magn sem ávísað er. Misnotkun lyfja sé hins vegar síst minna heilbrigðisvandamál en misnotkun ólöglegra efna.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti Landlæknis.Í greininni segir að landlæknisembættið fái reglulega vísbendingar um að lyfin gangi kaupum og sölum, meðal annars hjá námsmönnum. „Ótvírætt er að lyfin geta hjálpað fólki að vaka og halda einbeitingu og að þau hjálpi fólki með ADHD en varasamt getur verið að fólk sé að taka lyfin án samráðs við lækni.“ Talsverður fjöldi þeirra sem fá ávísað þessum lyfjum eru á þeim í afmarkaðan tíma en embættið hefur áhyggjur af langtímanotkun fólks á þeim í mjög stórum skömmtum.Embættið leitað skýringa Þannig hafi 74 einstaklingar fengið ávísað að meðaltali 120 mg af metýlfenídati á dag í fyrra og 20 einstaklingar 40 mg af amfetamíni. Fram kemur í greininni þessar ávísanir séu bundnar við fámennan hóp lækna og að embættið hafi leitað skýringa. Ólafur segir að í sumum tilfellum hafi engar fengist. „Skýringarnar voru mismunandi. Það er misjafnt hvað einstaklingar þurfa mikið af lyfjum almennt. Það eru alltaf einhver frávik. En í sumum tilfellum eru engar skýringar á þessum skömmtum. Það er eins og sumum læknum sé frjálsara að ávísa stærri skömmtum.“ Aðspurður um amfetamínið segir Ólafur að ávísanir á það séu ekki algengar. Það sé meðal annars notað við ADHD og drómasýki (e. narcolepsy) og í tilfellum þar sem metýlfenídat hefur ekki virkað. „En það er eins með amfetamín og metýlfenídat að það vantar oft skýringar á hvers vegna fólk er á himinháum skömmtum af þessum lyfjum. Það er líka umhugsunarvert að talsverður hluti þessara lyfja ratar á svartan markað.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent