Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Nú liggur fyrir Alþingi fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar. Lykilforsenda hennar er áframhaldandi óslitinn hagvöxtur fram til ársins 2022 og að núverandi hagvaxtarskeið nái hið minnsta ellefta aldursári. Að meðaltali hafa hagvaxtarskeið á Íslandi enst í sex til sjö ár. Þrátt fyrir þessa bjartsýnu forsendu er gert ráð fyrir því að afgangur af rekstri hins opinbera verði að jafnaði rétt ríflega 1% af landsframleiðslu á tímabilinu, sem seint telst ábyrg stefna. Uppsveiflur taka nefnilega enda. Endir þeirra er sjaldnast fyrirséður og því er ábyrgðarleysi að sýna ekki aga á uppgangstímum vitandi að slíkt margborgar sig þegar harðnar á dalnum. Fjármálastefnan er nú sett fram í kjölfar mikils uppgangs, tekjustofnarnir eru þandir og hafa aldrei verið meiri. Fyrirhugaður afgangur er aftur á móti agnarsmár, 1% af landsframleiðslu er aðeins um 26 milljarðar en til samanburðar hafa fjárheimildir ríkissjóðs fyrir árið 2017 þegar vaxið um svipaða upphæð frá upphaflegum áætlunum. Enn eigum við þó eftir að sjá endanlegan ríkisreikning fyrir 2017 en þar má gera ráð fyrir nokkurri aukningu útgjalda til viðbótar. Í aðdraganda bankahrunsins 2008, árin 2004-2007, nam afgangur hins opinbera 5% af landsframleiðslu og varð það ein af lífsbjörgum okkar Íslendinga hversu lítið skuldsettur ríkissjóður var. Þrátt fyrir áform um niðurgreiðslu skulda verða skuldir enn talsvert meiri 2022 en þær voru við lok síðustu uppsveiflu. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn.Fjármálareglur stöðva ekki umframkeyrslu Vonir hafa verið bundnar við að ný lög um opinber fjármál, sem setja hallarekstur og skuldsetningu hins opinbera ákveðnar skorður, muni stuðla að auknum aga í fjármálastefnu hins opinbera. Með lögunum er lögð áhersla á langtímahugsun og bætt vinnubrögð. Slík lagasetning er skref í rétta átt og skynsamleg nálgun en því miður eru lögin ekki nægilega vel útfærð. Þau ná hvorki að hemja útgjaldavöxt á góðæristímum né kerfislega aukningu fjárheimilda frá framlagningu frumvarps til endanlegs ríkisreiknings. Ekki er komin endanleg niðurstaða fyrir útgjöld ársins 2017 en þó er ljóst að þau verða umfram fjárheimildir á sama tíma og fjármálastefnan er þensluhvetjandi. Flest þróuð ríki sem styðjast við afkomureglu leiðrétta fyrir hagsveiflunni, enda er auðveldara að fylgja einfaldri afkomureglu þegar tekjustofnar þenjast út. Þannig er tryggt að aðhalds sé gætt á uppgangstímum en að slakinn sé meiri í niðursveiflu.Lítill áhugi á að minnka álögur Á meðan lítil áhersla hefur verið á aðhald eða mikilvægi þess að draga úr opinberum umsvifum, sem eru ein þau mestu meðal OECD-ríkja, skapast ekki rými til skattalækkana. Það er einnig óábyrg stefna að festa Ísland í sessi sem háskattaríki. Á Eftir 2008 voru skattar hækkaðir, þær skattahækkanir standa flestar óhreyfðar nú næstum áratug síðar. Í fjárlagafrumvarpi 2018 eru frekari skattahækkanir boðaðar en engar skattalækkanir, sem er miður.Tekjurnar eru ekki vandamálið Síðustu ár hefur verið forgangsraðað til heilbrigðis- og menntamála og hafa útgjöld til málaflokkanna aukist verulega umfram önnur útgjöld ríkisins. Enn er þó krafist aukinna framlaga til þessara málaflokka og er það skiljanlegt enda viljum við öll hafa slíka grunnþjónustu sem besta. Það blasir þó við að vandamálið er ekki skortur á fjármagni. Tækifærin hljóta að vera fólgin í því að auka skilvirkni og forgangsraða betur innan núverandi útgjaldaramma. Slíkt myndi um leið skila betri nýtingu á skattfé landsmhanna. Standi vilji stjórnvalda til að minnka álögur á almenning þarf að halda aftur af útgjöldum en lítið fer fyrir slíkum sjónarmiðum. Það virðist hins vegar vera samstaða um það á Alþingi að halda skattprósentum í botni í gegnum alla uppsveifluna. Einhverjir stjórnmálamenn ætla síðan að lækka skatta í næstu niðursveiflu. Af fenginni reynslu vitum við að það er útópísk hugmynd. Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar. Lykilforsenda hennar er áframhaldandi óslitinn hagvöxtur fram til ársins 2022 og að núverandi hagvaxtarskeið nái hið minnsta ellefta aldursári. Að meðaltali hafa hagvaxtarskeið á Íslandi enst í sex til sjö ár. Þrátt fyrir þessa bjartsýnu forsendu er gert ráð fyrir því að afgangur af rekstri hins opinbera verði að jafnaði rétt ríflega 1% af landsframleiðslu á tímabilinu, sem seint telst ábyrg stefna. Uppsveiflur taka nefnilega enda. Endir þeirra er sjaldnast fyrirséður og því er ábyrgðarleysi að sýna ekki aga á uppgangstímum vitandi að slíkt margborgar sig þegar harðnar á dalnum. Fjármálastefnan er nú sett fram í kjölfar mikils uppgangs, tekjustofnarnir eru þandir og hafa aldrei verið meiri. Fyrirhugaður afgangur er aftur á móti agnarsmár, 1% af landsframleiðslu er aðeins um 26 milljarðar en til samanburðar hafa fjárheimildir ríkissjóðs fyrir árið 2017 þegar vaxið um svipaða upphæð frá upphaflegum áætlunum. Enn eigum við þó eftir að sjá endanlegan ríkisreikning fyrir 2017 en þar má gera ráð fyrir nokkurri aukningu útgjalda til viðbótar. Í aðdraganda bankahrunsins 2008, árin 2004-2007, nam afgangur hins opinbera 5% af landsframleiðslu og varð það ein af lífsbjörgum okkar Íslendinga hversu lítið skuldsettur ríkissjóður var. Þrátt fyrir áform um niðurgreiðslu skulda verða skuldir enn talsvert meiri 2022 en þær voru við lok síðustu uppsveiflu. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn.Fjármálareglur stöðva ekki umframkeyrslu Vonir hafa verið bundnar við að ný lög um opinber fjármál, sem setja hallarekstur og skuldsetningu hins opinbera ákveðnar skorður, muni stuðla að auknum aga í fjármálastefnu hins opinbera. Með lögunum er lögð áhersla á langtímahugsun og bætt vinnubrögð. Slík lagasetning er skref í rétta átt og skynsamleg nálgun en því miður eru lögin ekki nægilega vel útfærð. Þau ná hvorki að hemja útgjaldavöxt á góðæristímum né kerfislega aukningu fjárheimilda frá framlagningu frumvarps til endanlegs ríkisreiknings. Ekki er komin endanleg niðurstaða fyrir útgjöld ársins 2017 en þó er ljóst að þau verða umfram fjárheimildir á sama tíma og fjármálastefnan er þensluhvetjandi. Flest þróuð ríki sem styðjast við afkomureglu leiðrétta fyrir hagsveiflunni, enda er auðveldara að fylgja einfaldri afkomureglu þegar tekjustofnar þenjast út. Þannig er tryggt að aðhalds sé gætt á uppgangstímum en að slakinn sé meiri í niðursveiflu.Lítill áhugi á að minnka álögur Á meðan lítil áhersla hefur verið á aðhald eða mikilvægi þess að draga úr opinberum umsvifum, sem eru ein þau mestu meðal OECD-ríkja, skapast ekki rými til skattalækkana. Það er einnig óábyrg stefna að festa Ísland í sessi sem háskattaríki. Á Eftir 2008 voru skattar hækkaðir, þær skattahækkanir standa flestar óhreyfðar nú næstum áratug síðar. Í fjárlagafrumvarpi 2018 eru frekari skattahækkanir boðaðar en engar skattalækkanir, sem er miður.Tekjurnar eru ekki vandamálið Síðustu ár hefur verið forgangsraðað til heilbrigðis- og menntamála og hafa útgjöld til málaflokkanna aukist verulega umfram önnur útgjöld ríkisins. Enn er þó krafist aukinna framlaga til þessara málaflokka og er það skiljanlegt enda viljum við öll hafa slíka grunnþjónustu sem besta. Það blasir þó við að vandamálið er ekki skortur á fjármagni. Tækifærin hljóta að vera fólgin í því að auka skilvirkni og forgangsraða betur innan núverandi útgjaldaramma. Slíkt myndi um leið skila betri nýtingu á skattfé landsmhanna. Standi vilji stjórnvalda til að minnka álögur á almenning þarf að halda aftur af útgjöldum en lítið fer fyrir slíkum sjónarmiðum. Það virðist hins vegar vera samstaða um það á Alþingi að halda skattprósentum í botni í gegnum alla uppsveifluna. Einhverjir stjórnmálamenn ætla síðan að lækka skatta í næstu niðursveiflu. Af fenginni reynslu vitum við að það er útópísk hugmynd. Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun