Tarantino svarar fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2018 11:15 Tarantino og Thurman í Cannes árið 2014. Vísir/AFP Quentin Tarantino segist fullur eftirsjár vegna bílslyss sem Uma Thurman lenti í við tökur á Kill Bill myndunum og að hann hafi fengið hana til þess að keyra bílinn þegar slysið varð. Thurman birti myndband af slysinu í gær og sagði framleiðendur myndarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir að fregnir af slysinu bærust út af ótta við að hún gæti höfðað mál gegn þeim. Fimmtán árum seinna segir hún leikstjórann Quentin Tarantino iðrast mjög og að hann hafi útvegað henni myndbandið svo hún gæti opinberað það, þrátt fyrir að það gæti skaðað hann. Thurman segist stolt af honum og hugrekki hans. Sjá einnig: Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Deadline hefur nú birt viðtal við Tarantino þar sem hann fer ítarlega í samskipti sín og Thurman og hvað gengið hefur á milli þeirra. Þá fer hann einnig yfir samband sitt við Harvey Weinstein og ásakanir um að hann hafi tekið Thurman hálstaki við tökur myndanna og hrækt framan í hana. „Ég sagði henni að vegurinn væri beinn. Ég sagði henni að þetta væri öruggt og þetta var það ekki. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér,“ sagði Tarantino við Deadline. Hann sagðist ekki sjá eftir neinu öðru eins og þessu bílslysi á ferli sínum. Sjá einnig: Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Thurman segir framleiðendur myndanna hafa reynt að fela slysið en Tarantino segist ekki hafa vitað af því. Hann hafi verið leikstjóri og talið að málið mynfi fara í eðlilegt ferli.Tarantino hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að viðtal New York Times við Thurman var birt um helgina en hann segir að í viðtalinu líti út eins og Thurman kenni honum um bílslysið. Það sé ekki rétt. Hann sagði einnig að áður en tökurnar á Kill Bill hófust hefði Harvey Weinstein reynt að þvinga sér á Thurman og hún sagði honum frá því. Sömuleiðis hafði hann einnig reynt það við þáverandi kærustu Tarantino, Miru Sorvino. „Það var þá sem ég áttaði mig á mynstrinu á árásum Harvey. Ég lét hann biðja Uma afsökunar.“ Það væri eina leiðin og hann segir Weinstein hafa reynt að halda því fram að hann hefði ekki reynt að þvinga sig á Thurman. Tarantino trúði honum hins vegar ekki. Varðandi ásakanir um að Tarantino hefði tekið Thurman hálstaki og hrækt á hana sagði leikstjórinn að þær kæmu ekki frá Thurman. Hann sagði þetta vera satt en það hefði verið gert við tökur og með samþykki Thurman. Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Quentin Tarantino segist fullur eftirsjár vegna bílslyss sem Uma Thurman lenti í við tökur á Kill Bill myndunum og að hann hafi fengið hana til þess að keyra bílinn þegar slysið varð. Thurman birti myndband af slysinu í gær og sagði framleiðendur myndarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir að fregnir af slysinu bærust út af ótta við að hún gæti höfðað mál gegn þeim. Fimmtán árum seinna segir hún leikstjórann Quentin Tarantino iðrast mjög og að hann hafi útvegað henni myndbandið svo hún gæti opinberað það, þrátt fyrir að það gæti skaðað hann. Thurman segist stolt af honum og hugrekki hans. Sjá einnig: Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Deadline hefur nú birt viðtal við Tarantino þar sem hann fer ítarlega í samskipti sín og Thurman og hvað gengið hefur á milli þeirra. Þá fer hann einnig yfir samband sitt við Harvey Weinstein og ásakanir um að hann hafi tekið Thurman hálstaki við tökur myndanna og hrækt framan í hana. „Ég sagði henni að vegurinn væri beinn. Ég sagði henni að þetta væri öruggt og þetta var það ekki. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér,“ sagði Tarantino við Deadline. Hann sagðist ekki sjá eftir neinu öðru eins og þessu bílslysi á ferli sínum. Sjá einnig: Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Thurman segir framleiðendur myndanna hafa reynt að fela slysið en Tarantino segist ekki hafa vitað af því. Hann hafi verið leikstjóri og talið að málið mynfi fara í eðlilegt ferli.Tarantino hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að viðtal New York Times við Thurman var birt um helgina en hann segir að í viðtalinu líti út eins og Thurman kenni honum um bílslysið. Það sé ekki rétt. Hann sagði einnig að áður en tökurnar á Kill Bill hófust hefði Harvey Weinstein reynt að þvinga sér á Thurman og hún sagði honum frá því. Sömuleiðis hafði hann einnig reynt það við þáverandi kærustu Tarantino, Miru Sorvino. „Það var þá sem ég áttaði mig á mynstrinu á árásum Harvey. Ég lét hann biðja Uma afsökunar.“ Það væri eina leiðin og hann segir Weinstein hafa reynt að halda því fram að hann hefði ekki reynt að þvinga sig á Thurman. Tarantino trúði honum hins vegar ekki. Varðandi ásakanir um að Tarantino hefði tekið Thurman hálstaki og hrækt á hana sagði leikstjórinn að þær kæmu ekki frá Thurman. Hann sagði þetta vera satt en það hefði verið gert við tökur og með samþykki Thurman.
Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira