Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2018 10:52 Kaupþing á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka. Vísir/Stefán Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til Kauphallarinnar. Þar er boðað til hluthafafundar bankans sem haldinn verður 12. febrúar næstkomandi. Gerir stjórnin tvær tillögur til fundarins, annars vegar að stjórn bankans fái tímabundna heimild til kaupa á eigin bréfum bankans fyrir allt að tæpa 19 milljarða króna. Er lagt til að stjórn bankans fái heimild til þess að kaupa allt að tíu prósent eigin bréfa bankans. Er lagt til að þessi heimild verði í gildi til 15. apríl og að það fé sem nýtt verði til kaupanna dragist frá væntanlegri arðgreiðslu. Hins vegar er lagt til að bankinn greiði, eins og fyrr segir, 25 milljarða, í arð til hluthafa bankans. Arðgreiðslan verði þó háð fyrrgreindum skilyrðum. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings, stærsta eiganda bankans, en greint var frá því í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að íslenskum lífeyrissjóðum standi til boða kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut félagsins í Arion banka. Kaupþing á í gegnum Kaupskil 57 prósent í bankanum. Goldman Sachs og þrír vogunarsjóðir eiga um 30 prósenta hlut og íslenska ríkið um þrettán prósent. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í vikunni. Sjóðirnir verða að taka afstöðu til tilboðsins fyrir birtingu ársreiknings þann 14. febrúar. 24. janúar 2018 07:30 Sigmundur sótti að forsætisráðherra vegna Arion banka og vogunarsjóðanna Engin ákvörðun hefur verið tekin um sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 5. febrúar 2018 16:30 Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Ef Kaupþing nýtir sér kauprétt að 13% hlut ríkisins þarf félagið að greiða um 23 milljarða. Það jafngildir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans. Bréfin yrðu seld á sama gengi til lífeyrissjóða. Kaupþing vill svar frá sjóðunum fyrir helgi. 31. janúar 2018 07:30 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Sjá meira
Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til Kauphallarinnar. Þar er boðað til hluthafafundar bankans sem haldinn verður 12. febrúar næstkomandi. Gerir stjórnin tvær tillögur til fundarins, annars vegar að stjórn bankans fái tímabundna heimild til kaupa á eigin bréfum bankans fyrir allt að tæpa 19 milljarða króna. Er lagt til að stjórn bankans fái heimild til þess að kaupa allt að tíu prósent eigin bréfa bankans. Er lagt til að þessi heimild verði í gildi til 15. apríl og að það fé sem nýtt verði til kaupanna dragist frá væntanlegri arðgreiðslu. Hins vegar er lagt til að bankinn greiði, eins og fyrr segir, 25 milljarða, í arð til hluthafa bankans. Arðgreiðslan verði þó háð fyrrgreindum skilyrðum. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings, stærsta eiganda bankans, en greint var frá því í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að íslenskum lífeyrissjóðum standi til boða kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut félagsins í Arion banka. Kaupþing á í gegnum Kaupskil 57 prósent í bankanum. Goldman Sachs og þrír vogunarsjóðir eiga um 30 prósenta hlut og íslenska ríkið um þrettán prósent.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í vikunni. Sjóðirnir verða að taka afstöðu til tilboðsins fyrir birtingu ársreiknings þann 14. febrúar. 24. janúar 2018 07:30 Sigmundur sótti að forsætisráðherra vegna Arion banka og vogunarsjóðanna Engin ákvörðun hefur verið tekin um sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 5. febrúar 2018 16:30 Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Ef Kaupþing nýtir sér kauprétt að 13% hlut ríkisins þarf félagið að greiða um 23 milljarða. Það jafngildir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans. Bréfin yrðu seld á sama gengi til lífeyrissjóða. Kaupþing vill svar frá sjóðunum fyrir helgi. 31. janúar 2018 07:30 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Sjá meira
Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í vikunni. Sjóðirnir verða að taka afstöðu til tilboðsins fyrir birtingu ársreiknings þann 14. febrúar. 24. janúar 2018 07:30
Sigmundur sótti að forsætisráðherra vegna Arion banka og vogunarsjóðanna Engin ákvörðun hefur verið tekin um sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 5. febrúar 2018 16:30
Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Ef Kaupþing nýtir sér kauprétt að 13% hlut ríkisins þarf félagið að greiða um 23 milljarða. Það jafngildir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans. Bréfin yrðu seld á sama gengi til lífeyrissjóða. Kaupþing vill svar frá sjóðunum fyrir helgi. 31. janúar 2018 07:30