Ríkishræsnin 6. febrúar 2018 11:00 Vínbúð ríkisins hlaut nýverið enn eitt árið hæstu einkunn í sínum flokki í Íslensku ánægjuvoginni. Könnunin sýnir glöggt fram á trygglyndi viðskiptavina verslunarinnar sem ætti þó vart að koma á óvart í ljósi einokunarstöðu hennar á áfengismarkaði. Það er því einkar hjákátlegt að horfa upp á stjórnendur Vínbúðarinnar stæra sig af árangrinum með viðamikilli auglýsingaherferð í blöðum. Ég kann að hljóma eins og hinn versti nöldurseggur en mér finnst með öllu fráleitt að fjármunum mínum sem skattborgara sé eytt í slíkar montauglýsingar. Og mér þykir raunar enn fráleitara að einokunarversluninni sé yfir höfuð heimilt að auglýsa á sama tíma og aðrir eiga yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að gera nákvæmlega það sama. Það er nefnilega refsivert samkvæmt áfengislögum að auglýsa áfengi hér á landi. Engu að síður auglýsir vínbúð ríkisins af miklum móð verslanir sínar og vörur og stendur fyrir umsvifamikilli útgáfustarfsemi eins og ekkert sé eðlilegra. Það sama gildir um ríkisverslunina í Leifsstöð sem auglýsir áfengi kyrfilega um alla flugstöðina þannig að eftir er tekið. Tvískinnungurinn er æpandi. En hann sýnir okkur einnig hve meingallað bannið við áfengisauglýsingum er. Alls staðar flæða slíkar auglýsingar í gegnum miðla sem úrelt löggjöfin nær ekki til. Auglýsingar um áfenga drykki birtast í erlendum blöðum sem Íslendingar lesa, á íþróttaleikvöngum sem sjónvarpað er frá hér á landi, erlendum vefsíðum, samfélagsmiðlum og svo mætti áfram telja. Í stað þess að reyna að stoppa í götin á gölluðu banni, eins og mörgum er tíðrætt um, væri stjórnvöldum nær að hætta þessum tvískinnungi og heimila í eitt skipti fyrir öll áfengisauglýsingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Vínbúð ríkisins hlaut nýverið enn eitt árið hæstu einkunn í sínum flokki í Íslensku ánægjuvoginni. Könnunin sýnir glöggt fram á trygglyndi viðskiptavina verslunarinnar sem ætti þó vart að koma á óvart í ljósi einokunarstöðu hennar á áfengismarkaði. Það er því einkar hjákátlegt að horfa upp á stjórnendur Vínbúðarinnar stæra sig af árangrinum með viðamikilli auglýsingaherferð í blöðum. Ég kann að hljóma eins og hinn versti nöldurseggur en mér finnst með öllu fráleitt að fjármunum mínum sem skattborgara sé eytt í slíkar montauglýsingar. Og mér þykir raunar enn fráleitara að einokunarversluninni sé yfir höfuð heimilt að auglýsa á sama tíma og aðrir eiga yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að gera nákvæmlega það sama. Það er nefnilega refsivert samkvæmt áfengislögum að auglýsa áfengi hér á landi. Engu að síður auglýsir vínbúð ríkisins af miklum móð verslanir sínar og vörur og stendur fyrir umsvifamikilli útgáfustarfsemi eins og ekkert sé eðlilegra. Það sama gildir um ríkisverslunina í Leifsstöð sem auglýsir áfengi kyrfilega um alla flugstöðina þannig að eftir er tekið. Tvískinnungurinn er æpandi. En hann sýnir okkur einnig hve meingallað bannið við áfengisauglýsingum er. Alls staðar flæða slíkar auglýsingar í gegnum miðla sem úrelt löggjöfin nær ekki til. Auglýsingar um áfenga drykki birtast í erlendum blöðum sem Íslendingar lesa, á íþróttaleikvöngum sem sjónvarpað er frá hér á landi, erlendum vefsíðum, samfélagsmiðlum og svo mætti áfram telja. Í stað þess að reyna að stoppa í götin á gölluðu banni, eins og mörgum er tíðrætt um, væri stjórnvöldum nær að hætta þessum tvískinnungi og heimila í eitt skipti fyrir öll áfengisauglýsingar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun