Cavaliers leikur þessa dagana án Kevin Love en það var sama hvaða leikmann var um að ræða í nótt, enginn náði sér á strik í kvöld í treyju heimamanna.
LeBron James gældi við þrefalda tvennu með ellefu stig, níu fráköst og níu stoðsendingar en hitti aðeins úr 3/10 skotum sínum í leiknum en Isaiah Thomas og JR Smith voru stigahæstir í liði Cavs með tólf stig.
Fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Rockets og einn af bekknum skoruðu meira en tólf stig í leiknum í kvöld sem var algjörlega í eign gestanna sem eru áfram að eltast við Golden State Warriors um efsta sæti Vesturdeildarinnar.
Á sama tíma þurftu Warriors-menn að sætta sig við naumt tap í Denver 108-115 en eftir að hafa verið sex stigum undir fyrir lokaleikhlutann náðu heimamenn að nýta meðbyrinn og vinna síðasta leikhlutann með þrettán stigum.
Þá skoraði Tobias Harris 24 stig í frumraun sinni með Los Angeles Clippers í 113-103 sigri gegn Chicago Bulls og San Antonio Spurs töpuðu gegn Utah Jazz 111-120 en öll úrslit gærkvöldsins ásamt helstu tilþrifum má sjá hér fyrir neðan.
Úrslit:
Los Angeles Clippers 113-103 Chicago Bulls
Detroit Pistons 111-107 Miami Heat
Indiana Pacers 100-92 Philadelphia 76ers
Orlando Magic 98-115 Washington Wizards
Cleveland Cavaliers 88-120 Houston Rockets
Minnesota Timberwolves 118-107 New Orleans Pelicans
San Antonio Spurs 111-120 Utah Jazz
Sacramento Kings 99-106 Dallas Mavericks