Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2018 10:00 Martin Schulz, leiðtogi SDP, Horst Seehofer, leiðtogi CSU og Angela Merkel, leiðtogi CDU. Vísir/afp Angela Merkel Þýskalandskanslari mun í dag gera tilraun til að ganga frá lausum endum til að hægt verði að tryggja myndun nýrrar stjórnar Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu sem fram fóru 24. september síðastliðinn. Þýskir fjölmiðlar segja að flokkarnir hafi gefið eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að eiga möguleika á að endurnýja stjórnarsamstarfið. Flokkar Kristilegra demókrata (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2013. Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, þykir taka nokkra áhættu með því að láta reyna á framhaldslíf stjórnarinnar þar sem stuðningur við bæði hann og flokk hans hefur aldrei mælst minni. Áður en möguleg stjórn yrði kynnt þurfa nærri hálf milljón meðlima Jafnaðarmannaflokksins að greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann sem verður væntanlega kynntur á næstu dögum.Vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu Ungliðahreyfing flokksins, Jusos, undir forystu hins 28 ára Kevin Kühnert, fer fyrir þeim armi flokksins sem berst gegn áframhaldandi stjórnarsetu með Kristilegum demókrötum og vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu eftir að hafa beðið afhroð í kosningunum. Í viðræðunum hefur helst verið deilt um innflytjendamál, breytingar á vinnumarkaðslöggjöf og sjúkratryggingakerfi landsins. Eftir því sem stjórnarmyndun hefur dregist á langinn hefur stuðningur við AfD, hægriflokks sem berst gegn straumi innflytjenda til Þýskalands, aukist og mælist hann nú í kringum 14 prósent. Flokkurinn náði í fyrsta skipti mönnum á þýska þingið í haust. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50 Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari mun í dag gera tilraun til að ganga frá lausum endum til að hægt verði að tryggja myndun nýrrar stjórnar Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu sem fram fóru 24. september síðastliðinn. Þýskir fjölmiðlar segja að flokkarnir hafi gefið eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að eiga möguleika á að endurnýja stjórnarsamstarfið. Flokkar Kristilegra demókrata (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2013. Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, þykir taka nokkra áhættu með því að láta reyna á framhaldslíf stjórnarinnar þar sem stuðningur við bæði hann og flokk hans hefur aldrei mælst minni. Áður en möguleg stjórn yrði kynnt þurfa nærri hálf milljón meðlima Jafnaðarmannaflokksins að greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann sem verður væntanlega kynntur á næstu dögum.Vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu Ungliðahreyfing flokksins, Jusos, undir forystu hins 28 ára Kevin Kühnert, fer fyrir þeim armi flokksins sem berst gegn áframhaldandi stjórnarsetu með Kristilegum demókrötum og vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu eftir að hafa beðið afhroð í kosningunum. Í viðræðunum hefur helst verið deilt um innflytjendamál, breytingar á vinnumarkaðslöggjöf og sjúkratryggingakerfi landsins. Eftir því sem stjórnarmyndun hefur dregist á langinn hefur stuðningur við AfD, hægriflokks sem berst gegn straumi innflytjenda til Þýskalands, aukist og mælist hann nú í kringum 14 prósent. Flokkurinn náði í fyrsta skipti mönnum á þýska þingið í haust.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50 Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50
Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00