Aron Can semur við Sony Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Það er ekki leiðinlegt hjá Aroni Can þessa dagana. Vinsælasti tónlistarmaður landsins á síðasta ári og núna samningur við plöturisann Sony. Fréttablaðið/Eyþór Rapparinn Aron Can hefur skrifað undir samning við eitt stærsta plötufyrirtæki heimsins, Sony Music. Eftir samningaviðræður við fyrirtækið voru tveir útsendarar frá skrifstofu þess í Danmörku sendir til landsins með plögg fyrir rapparann unga að skrifa undir, sem hann og gerði. Sony mun annast dreifingu á efni hans um heiminn og er það vel fyrir Aron enda þrautreynt fólk við stjórnvölinn hjá Sony, fyrirtækið hefur enda starfað í ein 89 ár. Listamenn sem Sony hefur gefið út eru til að mynda sjálf Beyoncé, Bob Dylan, Justin Timberlake og fjöldinn allur af öðrum gríðarlega frægum tónlistarmönnum. Það er ekki beint leiðinlegur félagsskapur sem Aron er kominn í.Hvernig er tilfinningin, Aron? „Geggjuð. Þetta er alveg geðveikt skref og klárlega eitthvað sem er mjög gott fyrir okkur. Það er ekki spurning að þetta opnar fyrir okkur margar dyr. Okkur langar að fara að leita aðeins meira út fyrir landsteinana – þetta er klárt tækifæri til þess.“Föstudagurinn var góður hjá Aroni og Sony-liðar mættu með kampavín.Þú hefur kannski verið að plana að fara út alveg frá byrjun? „Kannski ekki alveg frá byrjun, en maður sá hvernig hlutirnir þróuðust hjá okkur og hvað allt gekk hratt. Við kláruðum í raun allt á ári – það er ekkert það mikið eftir. Ég fór bara að pæla í hvort við vildum ekki eitthvað meira, því að við erum hungraðir.“Hefurðu fundið fyrir miklum áhuga að utan? „Já, ég hef fengið tilboð um að spila á Norðurlöndunum. Ég fæ líka sturlað mikið af skilaboðum á Facebook sem eru bara „ég og konan mín vorum í brúðkaupsferðalagi á Íslandi og heyrðum lagið þitt og höfum verið að hlusta á þig á hverjum degi síðan þá“. Fólk alls staðar að. Eitthvert fólk sem skilur ekkert hvað ég er að segja en nær samt að „væba“.“ Aðspurður hvort ný útgáfa sé á leiðinni segir hann dularfullur: „Já?… bráðum.“ Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Rapparinn Aron Can hefur skrifað undir samning við eitt stærsta plötufyrirtæki heimsins, Sony Music. Eftir samningaviðræður við fyrirtækið voru tveir útsendarar frá skrifstofu þess í Danmörku sendir til landsins með plögg fyrir rapparann unga að skrifa undir, sem hann og gerði. Sony mun annast dreifingu á efni hans um heiminn og er það vel fyrir Aron enda þrautreynt fólk við stjórnvölinn hjá Sony, fyrirtækið hefur enda starfað í ein 89 ár. Listamenn sem Sony hefur gefið út eru til að mynda sjálf Beyoncé, Bob Dylan, Justin Timberlake og fjöldinn allur af öðrum gríðarlega frægum tónlistarmönnum. Það er ekki beint leiðinlegur félagsskapur sem Aron er kominn í.Hvernig er tilfinningin, Aron? „Geggjuð. Þetta er alveg geðveikt skref og klárlega eitthvað sem er mjög gott fyrir okkur. Það er ekki spurning að þetta opnar fyrir okkur margar dyr. Okkur langar að fara að leita aðeins meira út fyrir landsteinana – þetta er klárt tækifæri til þess.“Föstudagurinn var góður hjá Aroni og Sony-liðar mættu með kampavín.Þú hefur kannski verið að plana að fara út alveg frá byrjun? „Kannski ekki alveg frá byrjun, en maður sá hvernig hlutirnir þróuðust hjá okkur og hvað allt gekk hratt. Við kláruðum í raun allt á ári – það er ekkert það mikið eftir. Ég fór bara að pæla í hvort við vildum ekki eitthvað meira, því að við erum hungraðir.“Hefurðu fundið fyrir miklum áhuga að utan? „Já, ég hef fengið tilboð um að spila á Norðurlöndunum. Ég fæ líka sturlað mikið af skilaboðum á Facebook sem eru bara „ég og konan mín vorum í brúðkaupsferðalagi á Íslandi og heyrðum lagið þitt og höfum verið að hlusta á þig á hverjum degi síðan þá“. Fólk alls staðar að. Eitthvert fólk sem skilur ekkert hvað ég er að segja en nær samt að „væba“.“ Aðspurður hvort ný útgáfa sé á leiðinni segir hann dularfullur: „Já?… bráðum.“
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira