Perla Björk Egilsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri 3Z. Hún hefur leitt viðskiptaþróun félagsins og tekur við stöðunni af Karli Ægi Karlssyni sem tekur við nýju hlutverki og leiðir rannsóknar- og þróunarstarf félagsins.
Frá þessu segir í tilkynningu frá 3Z. Perla Björk er lífefnafræðingur og hefur um árabil gegnt stjórnunarstörfum innan lyfja- og heilbrigðisiðnaðarins. „Ég tel að 3Z hafi alla burði til að verða leiðandi rannsóknar- og þjónustufyrirtæki á ört vaxandi lyfjaleitarmarkaði. Framundan er aukin markaðssókn,” er haft eftir Perlu Björk í tilkynningunni.
Karl Ægir segir að sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá stofnun hafi hann sinnt stjórnunarhlutverki ásamt því að leiða rannsóknar- og þróunarstarf félagsins. „Með þessum breytingum get ég einbeitt mér að rannsóknar- og þróunarhlutverkinu, sem er mitt sérsvið, meðan Perla tekur yfir þau verkefni sem fylgja daglegri stjórnun félagsins og stefnumörkun.”
Í tilkynningunni kemur fram að 3Z starfi á lyfjamarkaði og hafi þróað skilvirka aðferð við lyfjaleit. „Aðferðin gefur mynd af virkni lyfjasameinda í heilli lifandi lífveru og er um leið mun hraðvirkari og hagkvæmari en hefðbundnar aðferðir. Aðferðir 3Z byggjast á því að nota sebrafiska sem dýralíkan en fyrirtækið hefur hannað erfðabreytt líkön af mennskum taugasjúkdómum í fiskinum, þar á meðal Parkinson´s, flogaveiki, ADHD, sársauka og svefnleysi,“ segir í tilkynningunni.
Perla Björk nýr framkvæmdastjóri 3Z
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira
Viðskipti innlent

Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs
Viðskipti innlent


