Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 2. febrúar 2018 14:30 Glitnir HoldCo gæti tafið fyrir að lögbanni á fréttaflutning Stundarinnar verði aflétt í allt að ár með því að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði blaðið af kröfum félagsins í dag. Annar ritstjóra Stundarinnar segir erfitt að fagna aðstæðum sem séu óeðlilegar í sjálfu sér. Þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi sýknað Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo verður lögbannið áfram í gildi í að minnsta kosti þrjár vikur þar til áfrýjunarfrestur rennur út. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, segir að Glitnir geti tafið það í allt að ár með því að áfrýja til næsta dómstigs. Henni kæmi ekki á óvart að Glitnir áfrýi. „Við vonum auðvitað ekki. Það er náttúrulega búið að úrskurða að þetta var ólögmæt aðgerð. Vonandi láta þeir þar við sitja,“ segir Ingibjörg Dögg.Ekki hægt að þagga niður í umfjöllun fjölmiðla Lögbannið var lagt á í október í fyrra, aðeins rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar. Stundin hafði þá fjallað mikið um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, og vennslamanna hans skömmu fyrir hrunið 2008. Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri blaðsins, segir erfitt að fagna niðurstöðunni því aðstæðurnar séu óeðlilegar í sjálfu sér. „Það á ekki að vera hægt að þagga niður mikilvægar umfjallanir fjölmiðla í lýðræðisríki eins og okkar,“ segir hann.Nægar ástæður sem réttlætu birtingu skrifanna Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Stundarinnar hefði ekki gengið nær einkalífi þeirra einstaklinga sem um ræddi en óhjákvæmilegt hefði verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi um málefni sem varðaði almenning og að nægar ástæður hafi þar af leiðandi verið fyrir hendi sem réttlættu birtingu þessara skrifa. Hvernig gögnin komust í hendur blaðamanna Stundarinnar og sú staðreynd að í þeim væru upplýsingar sem féllu undir bankaleynd samkvæmt lögum breytti því ekki. Kröfum Glitnis Holdco um staðfestingu lögbannsins sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði lagt á og öðrum kröfum félagsins á hendur stefndu var því hafnað en kröfum félagsins um afhendingu gagna eða afrita af þeim var vísað frá. Þá voru í dóminum gerðar athugasemdir við meðferð sýslumanns á lögbannsbeiðninni. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur í heild sinni. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Glitnir HoldCo gæti tafið fyrir að lögbanni á fréttaflutning Stundarinnar verði aflétt í allt að ár með því að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði blaðið af kröfum félagsins í dag. Annar ritstjóra Stundarinnar segir erfitt að fagna aðstæðum sem séu óeðlilegar í sjálfu sér. Þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi sýknað Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo verður lögbannið áfram í gildi í að minnsta kosti þrjár vikur þar til áfrýjunarfrestur rennur út. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, segir að Glitnir geti tafið það í allt að ár með því að áfrýja til næsta dómstigs. Henni kæmi ekki á óvart að Glitnir áfrýi. „Við vonum auðvitað ekki. Það er náttúrulega búið að úrskurða að þetta var ólögmæt aðgerð. Vonandi láta þeir þar við sitja,“ segir Ingibjörg Dögg.Ekki hægt að þagga niður í umfjöllun fjölmiðla Lögbannið var lagt á í október í fyrra, aðeins rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar. Stundin hafði þá fjallað mikið um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, og vennslamanna hans skömmu fyrir hrunið 2008. Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri blaðsins, segir erfitt að fagna niðurstöðunni því aðstæðurnar séu óeðlilegar í sjálfu sér. „Það á ekki að vera hægt að þagga niður mikilvægar umfjallanir fjölmiðla í lýðræðisríki eins og okkar,“ segir hann.Nægar ástæður sem réttlætu birtingu skrifanna Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Stundarinnar hefði ekki gengið nær einkalífi þeirra einstaklinga sem um ræddi en óhjákvæmilegt hefði verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi um málefni sem varðaði almenning og að nægar ástæður hafi þar af leiðandi verið fyrir hendi sem réttlættu birtingu þessara skrifa. Hvernig gögnin komust í hendur blaðamanna Stundarinnar og sú staðreynd að í þeim væru upplýsingar sem féllu undir bankaleynd samkvæmt lögum breytti því ekki. Kröfum Glitnis Holdco um staðfestingu lögbannsins sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði lagt á og öðrum kröfum félagsins á hendur stefndu var því hafnað en kröfum félagsins um afhendingu gagna eða afrita af þeim var vísað frá. Þá voru í dóminum gerðar athugasemdir við meðferð sýslumanns á lögbannsbeiðninni. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur í heild sinni.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00