Hún klæddist dásamlegum hvítum síðkjól úr smiðju Alexander McQueen, sama merki og hannaði brúðarkjólinn hennar en kjólinn fór henni einstaklega vel. Dramatískur með smá skikkju yfir öxlunum og silfur bróderingum í hálsmálinu. Eins og flestir vita þá er Katrín langt gengin með þriðja barn þeirra hjóna.
Tilvonandi svilkonurnar Katrín og Meghan Markle eru greinilega báðar hrifnar af breska tískuhúsinu Alexander McQueen en Markle var líka í buxnadragt frá merkinu í gær. Ætli brúðarkjólinn hennar verði líka úr smiðju þeirra?


