Sálfræðiþjónusta í alla framhaldsskóla Steinn Jóhannsson og Bóas Valdórsson skrifar 2. febrúar 2018 10:00 Á Íslandi stunda um 20.000 nemendur nám á framhaldsskólastigi. Eins og gefur að skilja eru fjölmargir nemendur í þessum hópi að glíma við áskoranir í sínu lífi. Stundum er um að ræða eðlileg og krefjandi viðfangsefni sem allir þurfa að ganga í gegnum á þessu aldursskeiði samhliða vaxandi álagi í námi og auknu persónulegu sjálfstæði. Í þessum stóra hópi ungs fólks eru einnig nemendur sem glíma við andlega vanlíðan og áskoranir sem þau eiga erfitt með að takast á við án aðstoðar. Í því samhengi getur verið nauðsynlegt að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Það er ljóst að ef andleg líðan nemenda er ekki góð þá hefur það neikvæð áhrif á námsgengi þeirra, getur aukið líkur á brotthvarfi eða seinkað námslokum verulega. Sérfræðingar hafa bent á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar þegar um er að ræða andlega vanlíðan svo draga megi úr líkum þess að vandinn verði flóknari síðar á lífsleiðinni og dragi þannig úr lífsgæðum einstaklingsins og hafi í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. En hvað er til ráða fyrir stjórnvöld og framhaldsskólana? Lausnin gæti m.a. falist í því að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í öllum framhaldsskólum en með því að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu er líklegra að nemendur leiti sér aðstoðar fyrr og nái fyrr betri tökum á lífi sínu. Tilraunaverkefni Undanfarin misseri hafa nokkrir framhaldsskólar farið af stað með tilraunaverkefni sem byggja á því að auðvelda aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu innan skólanna og hefur reynslan af því verið mjög jákvæð. Nemendur hafa nýtt sér þessa þjónustu vel og greinilegt er að um raunverulega þörf er að ræða. Í sumum tilvikum hafa sálfræðingar verið ráðnir inn í framhaldsskóla með fasta viðveru en einnig hafa verið gerðir samstarfssamningar við sérfræðiþjónustu sveitarfélaga eða sjálfstætt starfandi sálfræðinga um afmörkuð verkefni. Þjónustan hefur meðal annars falið í sér persónulega sálfræðiráðgjöf og stuðning til nemenda, námskeiðahald og fyrirlestra um sálfræðileg málefni, samstarf við foreldra, frummat á vanda og tilvísun til viðeigandi meðferðaraðila innan heilbrigðiskerfisins ef þörf hefur verið á. Því má segja að hlutverk sálfræðinga í framhaldsskólum geti bæði tengst forvarnar- og fræðsluverkefnum í bland við persónulega og faglega þjónustu handa nemendum. Það er mikilvægt að foreldrar fylgist vel með andlegri líðan ungmenna sinna sem stunda nám á framhaldsskólastigi og bregðist tímanlega við verði þeir varir við breytingar á andlegri líðan. Það er ekki síður mikilvægt að ungt fólk eigi greiðan aðgang á eigin forsendum að úrræðum og þjónustu ef því líður illa eða þarf að ræða viðkvæm málefni. Það hentar nemendum vel að geta leitað sér sálfræðiþjónustu innan skólanna enda er unga fólkið okkar opið og meðvitað um mikilvægi þess að ræða eigin líðan og leita sér aðstoðar. Það eru mikil samfélagsleg tækifæri fólgin í því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur. Nemendurnir hafa ríka þörf fyrir slíka þjónustu og hafa meðtekið þau skilaboð hversu mikilvægt það er að sækja sér aðstoð ef eitthvað bjátar á. Það skiptir því höfuðmáli að slík þjónusta standi þeim til boða og innan skólanna er tilvalið tækifæri til að mæta þessari þörf með það fyrir augum að auka lífsgæði nemenda á framhaldsskólastigi og auka þar með líkurnar á farsælli skólagöngu og farsælli framtíð. Bóas Valdórsson er sálfræðingur MH. Steinn Jóhannsson er konrektor MH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinn Jóhannsson Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi stunda um 20.000 nemendur nám á framhaldsskólastigi. Eins og gefur að skilja eru fjölmargir nemendur í þessum hópi að glíma við áskoranir í sínu lífi. Stundum er um að ræða eðlileg og krefjandi viðfangsefni sem allir þurfa að ganga í gegnum á þessu aldursskeiði samhliða vaxandi álagi í námi og auknu persónulegu sjálfstæði. Í þessum stóra hópi ungs fólks eru einnig nemendur sem glíma við andlega vanlíðan og áskoranir sem þau eiga erfitt með að takast á við án aðstoðar. Í því samhengi getur verið nauðsynlegt að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Það er ljóst að ef andleg líðan nemenda er ekki góð þá hefur það neikvæð áhrif á námsgengi þeirra, getur aukið líkur á brotthvarfi eða seinkað námslokum verulega. Sérfræðingar hafa bent á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar þegar um er að ræða andlega vanlíðan svo draga megi úr líkum þess að vandinn verði flóknari síðar á lífsleiðinni og dragi þannig úr lífsgæðum einstaklingsins og hafi í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. En hvað er til ráða fyrir stjórnvöld og framhaldsskólana? Lausnin gæti m.a. falist í því að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í öllum framhaldsskólum en með því að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu er líklegra að nemendur leiti sér aðstoðar fyrr og nái fyrr betri tökum á lífi sínu. Tilraunaverkefni Undanfarin misseri hafa nokkrir framhaldsskólar farið af stað með tilraunaverkefni sem byggja á því að auðvelda aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu innan skólanna og hefur reynslan af því verið mjög jákvæð. Nemendur hafa nýtt sér þessa þjónustu vel og greinilegt er að um raunverulega þörf er að ræða. Í sumum tilvikum hafa sálfræðingar verið ráðnir inn í framhaldsskóla með fasta viðveru en einnig hafa verið gerðir samstarfssamningar við sérfræðiþjónustu sveitarfélaga eða sjálfstætt starfandi sálfræðinga um afmörkuð verkefni. Þjónustan hefur meðal annars falið í sér persónulega sálfræðiráðgjöf og stuðning til nemenda, námskeiðahald og fyrirlestra um sálfræðileg málefni, samstarf við foreldra, frummat á vanda og tilvísun til viðeigandi meðferðaraðila innan heilbrigðiskerfisins ef þörf hefur verið á. Því má segja að hlutverk sálfræðinga í framhaldsskólum geti bæði tengst forvarnar- og fræðsluverkefnum í bland við persónulega og faglega þjónustu handa nemendum. Það er mikilvægt að foreldrar fylgist vel með andlegri líðan ungmenna sinna sem stunda nám á framhaldsskólastigi og bregðist tímanlega við verði þeir varir við breytingar á andlegri líðan. Það er ekki síður mikilvægt að ungt fólk eigi greiðan aðgang á eigin forsendum að úrræðum og þjónustu ef því líður illa eða þarf að ræða viðkvæm málefni. Það hentar nemendum vel að geta leitað sér sálfræðiþjónustu innan skólanna enda er unga fólkið okkar opið og meðvitað um mikilvægi þess að ræða eigin líðan og leita sér aðstoðar. Það eru mikil samfélagsleg tækifæri fólgin í því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur. Nemendurnir hafa ríka þörf fyrir slíka þjónustu og hafa meðtekið þau skilaboð hversu mikilvægt það er að sækja sér aðstoð ef eitthvað bjátar á. Það skiptir því höfuðmáli að slík þjónusta standi þeim til boða og innan skólanna er tilvalið tækifæri til að mæta þessari þörf með það fyrir augum að auka lífsgæði nemenda á framhaldsskólastigi og auka þar með líkurnar á farsælli skólagöngu og farsælli framtíð. Bóas Valdórsson er sálfræðingur MH. Steinn Jóhannsson er konrektor MH.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun