Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2018 19:30 Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. Gunnar var búinn að samþykkja að berjast við Englendinginn Darren Till en bardagi þeirra átti að vera aðalbardagi kvöldsins. Till var aftur á móti ekki klár og bar því við að hann væri veikur. Gunnar er ekki alveg að kaupa það. „Ég held að þeir hafi aldrei viljað þennan bardaga. Ég fékk það á tilfinninguna eftir að við vorum búnir að tala saman á Twitter. Það varð lítið úr því eftir á er kom að því að skrifa undir. Þá gerðist ekki neitt og þá gerði maður sér grein fyrir því að þeir voru ekkert að leita að þessum bardaga,“ segir Gunnar nokkuð svekktur enda hefði þetta verið bardagi gegn manni sem er ofar en hann á styrkleikalista UFC. Það eru mennirnir sem hann vill berjast við svo hann komist sjálfur ofar á listanum. Það hefur gengið illa hjá Gunnari að fá þá bardaga sem hann hefur viljað fá síðustu ár. Hann er því í kunnuglegri stöðu núna. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Fyrir síðustu tvo bardaga átti ég að fá gaur fyrir ofan mig en það varð ekkert úr því. Menn eru tregir til þess að berjast. Ég skil það alveg stundum og menn hafa sínar ástæður í einhverjum tilfellum. Það þýðir ekkert að pirra sig á þessu en það væri fínt ef þetta væri eins og á HM þar sem menn væru settir i riðla og fengu ekki um neitt valið. Það væri helvíti fínt.“ Það eru nánast engar líkur á því að Gunnar fái bardaga í mars gegn einhverjum af þeim sem hann vill berjast við. Hann gæti því neyðst til þess að sleppa bardagakvöldinu. „Ég er að vonast til að fá einhvern í topp fimmtán. Ef ég er ekki að fá neinn þar þá kannski doka ég aðeins og held áfram að æfa. Það væri skynsamlegri leið en við sjáum til. MMA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. Gunnar var búinn að samþykkja að berjast við Englendinginn Darren Till en bardagi þeirra átti að vera aðalbardagi kvöldsins. Till var aftur á móti ekki klár og bar því við að hann væri veikur. Gunnar er ekki alveg að kaupa það. „Ég held að þeir hafi aldrei viljað þennan bardaga. Ég fékk það á tilfinninguna eftir að við vorum búnir að tala saman á Twitter. Það varð lítið úr því eftir á er kom að því að skrifa undir. Þá gerðist ekki neitt og þá gerði maður sér grein fyrir því að þeir voru ekkert að leita að þessum bardaga,“ segir Gunnar nokkuð svekktur enda hefði þetta verið bardagi gegn manni sem er ofar en hann á styrkleikalista UFC. Það eru mennirnir sem hann vill berjast við svo hann komist sjálfur ofar á listanum. Það hefur gengið illa hjá Gunnari að fá þá bardaga sem hann hefur viljað fá síðustu ár. Hann er því í kunnuglegri stöðu núna. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Fyrir síðustu tvo bardaga átti ég að fá gaur fyrir ofan mig en það varð ekkert úr því. Menn eru tregir til þess að berjast. Ég skil það alveg stundum og menn hafa sínar ástæður í einhverjum tilfellum. Það þýðir ekkert að pirra sig á þessu en það væri fínt ef þetta væri eins og á HM þar sem menn væru settir i riðla og fengu ekki um neitt valið. Það væri helvíti fínt.“ Það eru nánast engar líkur á því að Gunnar fái bardaga í mars gegn einhverjum af þeim sem hann vill berjast við. Hann gæti því neyðst til þess að sleppa bardagakvöldinu. „Ég er að vonast til að fá einhvern í topp fimmtán. Ef ég er ekki að fá neinn þar þá kannski doka ég aðeins og held áfram að æfa. Það væri skynsamlegri leið en við sjáum til.
MMA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira