Innlent

Hrækti framan í þrjá opinbera starfsmenn á tíu vikum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hver sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Hver sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Vísir/Daníel
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur 24 ára gamalli konu fyrir að hafa ítrekað hrækt framan í og í augu opinberra starfsmanna við störf. Um er að ræða brot gegn valdstjórninni en brotin áttu sér staða í maí, júlí og ágúst árið 2016.

Konan hrækti framan í andlit og auga lögreglumanns á heimili sínu þann 27. maí fyrir tæpum tveimur árum. Rúmum mánuði síðar var hún á heimili sínu þegar lögregla þurfti að hafa afskipti af henni. Hrækti hún framan í andlit og auga lögreglumanns við skyldustörf.

Að morgni mánudagsins 1. ágúst í sjúkrabifreið á leið á Landspítala hrækti konan svo enn á ný í andlit sjúkraflutningamanns við skyldustörf. Teljast brotin varða 1. mgr. 106 greinar almennra hegningarlaga. Brotin varða allt að sex ára fangelsi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×