Hvað er svona hættulegt við kannabis? Lára G. Sigurðardóttir. skrifar 1. febrúar 2018 10:00 Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Le sendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvað er svona hættulegt við kannabis?Svar: Kannabis er algengasta ólöglega fíkniefnið og flestir sem reykja kannabis er ungt fólk. Sumir telja það saklaust því í litlum skömmtum koma sjaldan fram alvarlegar aukaverkanir. En það er með kannabis eins og önnur fíkniefni, að ekki er hægt að sjá fyrir um hverjir hljóta skaða af neyslunni en almennt gildir að við mikla og langvarandi neyslu eykst hættan. Fólk undir áhrifum kannabis getur upplifað breytta skynjun (t.d. sjá bjartari liti), aukna matarlyst, kvíða, minnisskerðingu, ofskynjanir og geðrof. Mikil ógleði og uppköst geta einnig komið fram. Við langvarandi neyslu getur kannabis skert greind ungmenna. Þegar heilinn er að taka út þroska myndar hann sífellt ný taugamót og samkvæmt dýrarannsóknum truflar kannabis myndun nýrra taugamóta. Afleiðingarnar geta verið erfiðleikar með einbeitingu og að festa minningar í sessi. Sýnt hefur verið fram á að vitsmunagetan sem tapast kemur ekki aftur þegar kannabisneyslu er hætt. Þessi áhrif virðast ekki eiga við um fullorðið fólk. Kannabis getur valdið öndunarfæravandamálum líkt og tóbaksreykingar og einnig hröðum hjartslætti, sem getur aukið hættu á hjartaáfalli. Kannabis getur líka valdið ofsóknaræði og geðsjúkdómum eins og geðklofa, kvíða og þunglyndi og aukinni hættu á sjálfsvígum. Jafnframt eru þeir sem nota kannabis líklegri til að fá geðrofssjúkdóma eins og geðklofa. Ef kannabis er neytt á meðgöngu eða á tíma brjóstagjafa getur það valdið þroskavandamálum hjá barninu. Varhugavert er að styrkleiki vímugjafans THC í kannabis hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu áratugi, sem þýðir að sá sem byrjar að reykja kannabis í dag innbyrðir mun meira af THC en tíðkaðist t.d. á hippaárunum. Ljóst er að kannabis er skaðlegt efni sem getur haft óafturkræf og alvarleg áhrif á heilsuna. Hægt er að fá frekari upplýsingar á vefnum kannabis.is.NIÐURSTAÐA: Kannabis getur verið skaðlegt á nokkra vegu, meðal annars með því að auka líkur á geðsjúkdómum og valda óafturkræfri greindarskerð- ingu meðal ungmenna. Heilsa Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Le sendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvað er svona hættulegt við kannabis?Svar: Kannabis er algengasta ólöglega fíkniefnið og flestir sem reykja kannabis er ungt fólk. Sumir telja það saklaust því í litlum skömmtum koma sjaldan fram alvarlegar aukaverkanir. En það er með kannabis eins og önnur fíkniefni, að ekki er hægt að sjá fyrir um hverjir hljóta skaða af neyslunni en almennt gildir að við mikla og langvarandi neyslu eykst hættan. Fólk undir áhrifum kannabis getur upplifað breytta skynjun (t.d. sjá bjartari liti), aukna matarlyst, kvíða, minnisskerðingu, ofskynjanir og geðrof. Mikil ógleði og uppköst geta einnig komið fram. Við langvarandi neyslu getur kannabis skert greind ungmenna. Þegar heilinn er að taka út þroska myndar hann sífellt ný taugamót og samkvæmt dýrarannsóknum truflar kannabis myndun nýrra taugamóta. Afleiðingarnar geta verið erfiðleikar með einbeitingu og að festa minningar í sessi. Sýnt hefur verið fram á að vitsmunagetan sem tapast kemur ekki aftur þegar kannabisneyslu er hætt. Þessi áhrif virðast ekki eiga við um fullorðið fólk. Kannabis getur valdið öndunarfæravandamálum líkt og tóbaksreykingar og einnig hröðum hjartslætti, sem getur aukið hættu á hjartaáfalli. Kannabis getur líka valdið ofsóknaræði og geðsjúkdómum eins og geðklofa, kvíða og þunglyndi og aukinni hættu á sjálfsvígum. Jafnframt eru þeir sem nota kannabis líklegri til að fá geðrofssjúkdóma eins og geðklofa. Ef kannabis er neytt á meðgöngu eða á tíma brjóstagjafa getur það valdið þroskavandamálum hjá barninu. Varhugavert er að styrkleiki vímugjafans THC í kannabis hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu áratugi, sem þýðir að sá sem byrjar að reykja kannabis í dag innbyrðir mun meira af THC en tíðkaðist t.d. á hippaárunum. Ljóst er að kannabis er skaðlegt efni sem getur haft óafturkræf og alvarleg áhrif á heilsuna. Hægt er að fá frekari upplýsingar á vefnum kannabis.is.NIÐURSTAÐA: Kannabis getur verið skaðlegt á nokkra vegu, meðal annars með því að auka líkur á geðsjúkdómum og valda óafturkræfri greindarskerð- ingu meðal ungmenna.
Heilsa Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira