Nístingskuldi á Nýbýlavegi Baldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Það tók mig 20 fjandans mínútur að aka niður hálfan Nýbýlaveginn í gær. Mér skilst að umferðin þennan hrollkalda janúarmorgun hafi verið á pari við andlega líðan mína eftir bílferðina; óvenju slæm. Síðastliðið sumar sótti að mér sú þrá að eignast jeppa. Eftir að hafa reynsluekið spánnýjum 5 milljóna Land Rover Discovery-jepplingi kom babb í bátinn. Ég átti ekki 5 milljónir. Úr varð að ég sættist á þá „málamiðlun“ að kaupa reiðhjól. Niðurlægingin var yfirþyrmandi og algjör. Á þeim stað var ég andlega eftir þessa sneypuför að mér fannst ég hafa unnið varnarsigur þegar ég laumaðist til að panta mér rafknúið reiðhjól. Annað okkar hjóna tók vanalega strætó í vinnuna, áður en hjólið kom til sögunnar. Mér reiknast til að ég borgi hjólið upp á rúmlega einu ári, ef ég hjóla alla daga í vinnuna. Frá því í ágúst hef ég hjólað í vinnuna daglega. Ég bý fyrir neðan Nýbýlaveg og hjóla niður Fossvogsdal, upp meðfram Kringlumýrarbraut og niður í Hlíðar. Ferðalagið tekur mig 10 til 12 mínútur – rafhjólum er nefnilega sama um vind og brekkur. Á þeim tíma sem það tók mig að aka niður hálfan Nýbýlaveginn hefði ég getað hjólað í vinnuna og heim aftur. Negld dekk, ljós á hjólið, góður hlífðarfatnaður og hæfileg hreyfing gerir ferðalagið á rafhjólinu beinlínis notalegt og nær úr manni morgunhrollinum, eins öfugsnúið og það kann að hljóma. Þar sem ég sat fastur í umferðarteppunni – og virti argur fyrir mér þreytulega og skjálfandi samborgara mína í næstu bílum – rann það upp fyrir mér að mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna hjólreiðastígar borgarinnar eru ekki fullir af rafhjólum. Þessi Land Rover má bara eiga sig sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun
Það tók mig 20 fjandans mínútur að aka niður hálfan Nýbýlaveginn í gær. Mér skilst að umferðin þennan hrollkalda janúarmorgun hafi verið á pari við andlega líðan mína eftir bílferðina; óvenju slæm. Síðastliðið sumar sótti að mér sú þrá að eignast jeppa. Eftir að hafa reynsluekið spánnýjum 5 milljóna Land Rover Discovery-jepplingi kom babb í bátinn. Ég átti ekki 5 milljónir. Úr varð að ég sættist á þá „málamiðlun“ að kaupa reiðhjól. Niðurlægingin var yfirþyrmandi og algjör. Á þeim stað var ég andlega eftir þessa sneypuför að mér fannst ég hafa unnið varnarsigur þegar ég laumaðist til að panta mér rafknúið reiðhjól. Annað okkar hjóna tók vanalega strætó í vinnuna, áður en hjólið kom til sögunnar. Mér reiknast til að ég borgi hjólið upp á rúmlega einu ári, ef ég hjóla alla daga í vinnuna. Frá því í ágúst hef ég hjólað í vinnuna daglega. Ég bý fyrir neðan Nýbýlaveg og hjóla niður Fossvogsdal, upp meðfram Kringlumýrarbraut og niður í Hlíðar. Ferðalagið tekur mig 10 til 12 mínútur – rafhjólum er nefnilega sama um vind og brekkur. Á þeim tíma sem það tók mig að aka niður hálfan Nýbýlaveginn hefði ég getað hjólað í vinnuna og heim aftur. Negld dekk, ljós á hjólið, góður hlífðarfatnaður og hæfileg hreyfing gerir ferðalagið á rafhjólinu beinlínis notalegt og nær úr manni morgunhrollinum, eins öfugsnúið og það kann að hljóma. Þar sem ég sat fastur í umferðarteppunni – og virti argur fyrir mér þreytulega og skjálfandi samborgara mína í næstu bílum – rann það upp fyrir mér að mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna hjólreiðastígar borgarinnar eru ekki fullir af rafhjólum. Þessi Land Rover má bara eiga sig sjálfur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun