Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 19:39 Fjöldamorðið í framhaldsskólanum á Flórída hefur vakið óhug í Bandaríkjunum. Nemendur skólans hafa vakið athygli fyrir málflutning sinn fyrir hertri byssulöggjöf í kjölfar ódæðisins. Vísir/AFP Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti styðji þverpólitískt frumvarp um að bæta bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn. Nemendur sem lifðu af fjöldamorð í skóla á Flórída ætla að boða til kröfugöngu fyrir hertri byssulöggjöf í Washington í vor. Sautján létu lífið í skotárás ungs byssumanns í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag. Morðinginn notaði hríðskotabyssu í árásinni. Nemendur við skólann og víðar hafa látið duglega í sér heyra og krafist aðgerða til að koma í veg fyrir fleiri fjöldamorð með skotvopnum af þessu tagi í Bandaríkjunum. Lítið hefur hins vegar orðið um aðgerðir stjórnvalda þrátt fyrir mikla reiði eftir fyrri skotárásir í skólum og víðar. Sumir nemendanna hafa því boðað til fjöldagöngu í Washington-borg 24. mars, að því er CNN-fréttastöðin greinir frá. Ætlun þeirra er að setja þrýstingin á ráðamenn til að þeir geti ekki lengur vikið sér undan því að breyta reglum um skotvopn. Repúblikanar andsnúnir hertri löggjöf Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump forseti styðji frumvarp sem öldungadeildarþingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi eru með í smíðum. Því er ætlað að bæta eftirlit alríkisstjórnarinnar með því hverjir fá að kaupa skotvopn sem nú þegar er kveðið á um í lögum. Frumvarpið var upphaflega lagt fram í nóvember eftir að byssumaður skaut á þriðja tug kirkjugesta til bana í Texas. John Cornyn, annar flutningsmanna frumvarpsins, segir að alríkisstofnanir hafi framfylgt lögunum um bakgrunnseftirlit slælega, að því er segir í frétt Reuters. Repúblikanaflokkur Trump hefur verið algerlega andsnúinn hertri löggjöf um skotvopnaeign sem repúblikanar telja vera stjórnarskrárvarinn rétt Bandaríkjamanna. Trump hefur sjálfur talað fyrir réttindum byssueigenda og naut stuðnings Skotvopnasamtaka Bandaríkjanna (NRA) fyrir kosningarnar árið 2016. Tilraunir demókrata til herða byssulöggjöfina eftir fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012 þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir með skotvopnum fóru út um þúfur vegna andstöðu repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti styðji þverpólitískt frumvarp um að bæta bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn. Nemendur sem lifðu af fjöldamorð í skóla á Flórída ætla að boða til kröfugöngu fyrir hertri byssulöggjöf í Washington í vor. Sautján létu lífið í skotárás ungs byssumanns í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag. Morðinginn notaði hríðskotabyssu í árásinni. Nemendur við skólann og víðar hafa látið duglega í sér heyra og krafist aðgerða til að koma í veg fyrir fleiri fjöldamorð með skotvopnum af þessu tagi í Bandaríkjunum. Lítið hefur hins vegar orðið um aðgerðir stjórnvalda þrátt fyrir mikla reiði eftir fyrri skotárásir í skólum og víðar. Sumir nemendanna hafa því boðað til fjöldagöngu í Washington-borg 24. mars, að því er CNN-fréttastöðin greinir frá. Ætlun þeirra er að setja þrýstingin á ráðamenn til að þeir geti ekki lengur vikið sér undan því að breyta reglum um skotvopn. Repúblikanar andsnúnir hertri löggjöf Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump forseti styðji frumvarp sem öldungadeildarþingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi eru með í smíðum. Því er ætlað að bæta eftirlit alríkisstjórnarinnar með því hverjir fá að kaupa skotvopn sem nú þegar er kveðið á um í lögum. Frumvarpið var upphaflega lagt fram í nóvember eftir að byssumaður skaut á þriðja tug kirkjugesta til bana í Texas. John Cornyn, annar flutningsmanna frumvarpsins, segir að alríkisstofnanir hafi framfylgt lögunum um bakgrunnseftirlit slælega, að því er segir í frétt Reuters. Repúblikanaflokkur Trump hefur verið algerlega andsnúinn hertri löggjöf um skotvopnaeign sem repúblikanar telja vera stjórnarskrárvarinn rétt Bandaríkjamanna. Trump hefur sjálfur talað fyrir réttindum byssueigenda og naut stuðnings Skotvopnasamtaka Bandaríkjanna (NRA) fyrir kosningarnar árið 2016. Tilraunir demókrata til herða byssulöggjöfina eftir fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012 þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir með skotvopnum fóru út um þúfur vegna andstöðu repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45