Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 19:39 Fjöldamorðið í framhaldsskólanum á Flórída hefur vakið óhug í Bandaríkjunum. Nemendur skólans hafa vakið athygli fyrir málflutning sinn fyrir hertri byssulöggjöf í kjölfar ódæðisins. Vísir/AFP Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti styðji þverpólitískt frumvarp um að bæta bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn. Nemendur sem lifðu af fjöldamorð í skóla á Flórída ætla að boða til kröfugöngu fyrir hertri byssulöggjöf í Washington í vor. Sautján létu lífið í skotárás ungs byssumanns í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag. Morðinginn notaði hríðskotabyssu í árásinni. Nemendur við skólann og víðar hafa látið duglega í sér heyra og krafist aðgerða til að koma í veg fyrir fleiri fjöldamorð með skotvopnum af þessu tagi í Bandaríkjunum. Lítið hefur hins vegar orðið um aðgerðir stjórnvalda þrátt fyrir mikla reiði eftir fyrri skotárásir í skólum og víðar. Sumir nemendanna hafa því boðað til fjöldagöngu í Washington-borg 24. mars, að því er CNN-fréttastöðin greinir frá. Ætlun þeirra er að setja þrýstingin á ráðamenn til að þeir geti ekki lengur vikið sér undan því að breyta reglum um skotvopn. Repúblikanar andsnúnir hertri löggjöf Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump forseti styðji frumvarp sem öldungadeildarþingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi eru með í smíðum. Því er ætlað að bæta eftirlit alríkisstjórnarinnar með því hverjir fá að kaupa skotvopn sem nú þegar er kveðið á um í lögum. Frumvarpið var upphaflega lagt fram í nóvember eftir að byssumaður skaut á þriðja tug kirkjugesta til bana í Texas. John Cornyn, annar flutningsmanna frumvarpsins, segir að alríkisstofnanir hafi framfylgt lögunum um bakgrunnseftirlit slælega, að því er segir í frétt Reuters. Repúblikanaflokkur Trump hefur verið algerlega andsnúinn hertri löggjöf um skotvopnaeign sem repúblikanar telja vera stjórnarskrárvarinn rétt Bandaríkjamanna. Trump hefur sjálfur talað fyrir réttindum byssueigenda og naut stuðnings Skotvopnasamtaka Bandaríkjanna (NRA) fyrir kosningarnar árið 2016. Tilraunir demókrata til herða byssulöggjöfina eftir fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012 þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir með skotvopnum fóru út um þúfur vegna andstöðu repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti styðji þverpólitískt frumvarp um að bæta bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn. Nemendur sem lifðu af fjöldamorð í skóla á Flórída ætla að boða til kröfugöngu fyrir hertri byssulöggjöf í Washington í vor. Sautján létu lífið í skotárás ungs byssumanns í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag. Morðinginn notaði hríðskotabyssu í árásinni. Nemendur við skólann og víðar hafa látið duglega í sér heyra og krafist aðgerða til að koma í veg fyrir fleiri fjöldamorð með skotvopnum af þessu tagi í Bandaríkjunum. Lítið hefur hins vegar orðið um aðgerðir stjórnvalda þrátt fyrir mikla reiði eftir fyrri skotárásir í skólum og víðar. Sumir nemendanna hafa því boðað til fjöldagöngu í Washington-borg 24. mars, að því er CNN-fréttastöðin greinir frá. Ætlun þeirra er að setja þrýstingin á ráðamenn til að þeir geti ekki lengur vikið sér undan því að breyta reglum um skotvopn. Repúblikanar andsnúnir hertri löggjöf Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump forseti styðji frumvarp sem öldungadeildarþingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi eru með í smíðum. Því er ætlað að bæta eftirlit alríkisstjórnarinnar með því hverjir fá að kaupa skotvopn sem nú þegar er kveðið á um í lögum. Frumvarpið var upphaflega lagt fram í nóvember eftir að byssumaður skaut á þriðja tug kirkjugesta til bana í Texas. John Cornyn, annar flutningsmanna frumvarpsins, segir að alríkisstofnanir hafi framfylgt lögunum um bakgrunnseftirlit slælega, að því er segir í frétt Reuters. Repúblikanaflokkur Trump hefur verið algerlega andsnúinn hertri löggjöf um skotvopnaeign sem repúblikanar telja vera stjórnarskrárvarinn rétt Bandaríkjamanna. Trump hefur sjálfur talað fyrir réttindum byssueigenda og naut stuðnings Skotvopnasamtaka Bandaríkjanna (NRA) fyrir kosningarnar árið 2016. Tilraunir demókrata til herða byssulöggjöfina eftir fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012 þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir með skotvopnum fóru út um þúfur vegna andstöðu repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45