Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Ritstjórn skrifar 19. febrúar 2018 11:00 Glamour/Getty Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru. BAFTA Mest lesið 9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu Glamour Kim og Kanye dvelja hvort á sínum staðnum Glamour Druslugangan 2017: Áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Lífið eftir Brad: Angelia Jolie opnar sig í forsíðuviðtali við Vanity Fair Glamour Taktu flugið með Chanel Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Er Harry Styles innblástur að línu Gucci? Glamour Grænt og vænt á heimilið Glamour Gucci kemur með perlurnar aftur Glamour
Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru.
BAFTA Mest lesið 9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu Glamour Kim og Kanye dvelja hvort á sínum staðnum Glamour Druslugangan 2017: Áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Lífið eftir Brad: Angelia Jolie opnar sig í forsíðuviðtali við Vanity Fair Glamour Taktu flugið með Chanel Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Er Harry Styles innblástur að línu Gucci? Glamour Grænt og vænt á heimilið Glamour Gucci kemur með perlurnar aftur Glamour