Ölvuðum áhorfendum verður ekki hleypt inn á leikina á HM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 11:30 Stuðningsfólk íslenska landsliðsins. Vísir/EPA Sendiráð Íslands í Moskvu hefur tekið saman skjal með helstu þáttum sem huga þarf að ef stefnan er sett á heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram. Stuðningsmenn íslenska fótboltalandsliðsins munu væntanlega fjölmenna til Rússlands í sumar en fyrir þá ferð þarf að huga að mörgu. Það er gott að vita að mjög ströng öryggisgæsla verður í kringum leikina á HM í Rússlandi en það þýðir jafnframt að íslensku stuðningsmennirnir verða að vera með allt sitt á hreinu í sumar. Öryggismálin verða áberandi á meðan á HM stendur en allt kapp verður lagt á að mótið verði stóráfallalaust. Því má búast við gríðarlega mikilli öryggisgæslu í kringum alla keppnisstaði og á stöðum þar sem fólk kemur til með að safnast saman. Hér fyrir neðan fer brot úr skjalinu sem kemur að öryggismálunum. Áhorfendur ættu að búa sig undir það að sækja leiki og komast inn á leikvangana verði líkast því að fara um alþjóðlega flugvelli, með mikilli öryggisgæslu, vopnaleit, skilríkjaeftirliti og áberandi vopnaðri gæslu allt í kring. Öryggisgæsla verður einnig mjög áberandi innan leikvanganna og meiri en Íslendingar eiga að venjast. Sinn er siður í landi hverju og mega áhorfendur búast við mikilli formfestu og ströngum reglum í kringum útgáfu og meðhöndlun skilríkja og annarra leyfa. Þetta ætti ekki að koma áhorfendum í koll en mikilvægt er að kynna sér reglur og fara eftir þeim. Stuðningsfólk íslenska landsliðsins ætti að hafa í huga líkt og allir ferðamenn að sýna almenna kurteisi og virðingu fyrir sögu og menningu lands og þjóðar. Ósæmileg eða ógnandi hegðun eða drykkjulæti verða bönnuð í kringum og á leikvöngunum. Ölvuðum áhorfendum verður ekki hleypt inn á leikvanginn. Þetta er hluti af öryggisgæslunni og ekki frábrugðið því sem áhorfendur kynntust í kringum suma leiki á EM í Frakklandi 2016. Mögulega verða hömlur á áfengissölu hertar ef þurfa þykir af öryggisástæðum en heilt yfir litið verður heimilt að kaupa bjór ásamt annarri hressingu í þar til gerðum sjoppum innan „Fan Zone“ og leikvangsins. Það má lesa meira úr skjalinu Spurt og svarað um HM 2018 með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira
Sendiráð Íslands í Moskvu hefur tekið saman skjal með helstu þáttum sem huga þarf að ef stefnan er sett á heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram. Stuðningsmenn íslenska fótboltalandsliðsins munu væntanlega fjölmenna til Rússlands í sumar en fyrir þá ferð þarf að huga að mörgu. Það er gott að vita að mjög ströng öryggisgæsla verður í kringum leikina á HM í Rússlandi en það þýðir jafnframt að íslensku stuðningsmennirnir verða að vera með allt sitt á hreinu í sumar. Öryggismálin verða áberandi á meðan á HM stendur en allt kapp verður lagt á að mótið verði stóráfallalaust. Því má búast við gríðarlega mikilli öryggisgæslu í kringum alla keppnisstaði og á stöðum þar sem fólk kemur til með að safnast saman. Hér fyrir neðan fer brot úr skjalinu sem kemur að öryggismálunum. Áhorfendur ættu að búa sig undir það að sækja leiki og komast inn á leikvangana verði líkast því að fara um alþjóðlega flugvelli, með mikilli öryggisgæslu, vopnaleit, skilríkjaeftirliti og áberandi vopnaðri gæslu allt í kring. Öryggisgæsla verður einnig mjög áberandi innan leikvanganna og meiri en Íslendingar eiga að venjast. Sinn er siður í landi hverju og mega áhorfendur búast við mikilli formfestu og ströngum reglum í kringum útgáfu og meðhöndlun skilríkja og annarra leyfa. Þetta ætti ekki að koma áhorfendum í koll en mikilvægt er að kynna sér reglur og fara eftir þeim. Stuðningsfólk íslenska landsliðsins ætti að hafa í huga líkt og allir ferðamenn að sýna almenna kurteisi og virðingu fyrir sögu og menningu lands og þjóðar. Ósæmileg eða ógnandi hegðun eða drykkjulæti verða bönnuð í kringum og á leikvöngunum. Ölvuðum áhorfendum verður ekki hleypt inn á leikvanginn. Þetta er hluti af öryggisgæslunni og ekki frábrugðið því sem áhorfendur kynntust í kringum suma leiki á EM í Frakklandi 2016. Mögulega verða hömlur á áfengissölu hertar ef þurfa þykir af öryggisástæðum en heilt yfir litið verður heimilt að kaupa bjór ásamt annarri hressingu í þar til gerðum sjoppum innan „Fan Zone“ og leikvangsins. Það má lesa meira úr skjalinu Spurt og svarað um HM 2018 með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira