James skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í sigri síns liðs gegn liði Steph Curry. Alls skoruðu níu leikmenn í liði LeBron yfir 10 stig í leiknum.
Curry átti ekki sama stjörnuleikinn og LeBron því hann skoraði aðeins 11 stig og hitti aðeins úr fjórum af fjórtán skotum sínum í leiknum.
Leikurinn hefur þótt vera aðeins of leiðinlegur síðustu ár þar sem leikmenn spila nánast enga vörn en það var aðeins tekið meira á því núna en síðustu ár.
Hér að neðan má sjá fullt af myndböndum af tilþrifum leiksins.