Ekkill þingkonunnar Jo Cox segir af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 23:45 Brendan Cox á minningarathöfn um eiginkonu sína árið 2016. Vísir/AFP Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt af þjóðernissinnuðum öfgamanni árið 2016, hefur sagt af sér úr stjórnum tveggja góðgerðarsamtaka. Cox steig til hliðar eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni, sem bornar voru á hendur honum árið 2015, voru aftur dregnar fram í dagsljósið. Brendan tilkynnti um afsögn sína á Twitter-reikningi sínum í gær. Í færslunum baðst hann afsökunar á gjörðum sínum, tók ábyrgð á þeim og viðurkenndi að hann hefði hagað sér á óviðeigandi hátt.Last week I decided to step down from my public roles to face up to mistakes I made several years ago while at Save the Children. I apologise to people I offended or upset at the time. My actions were never malicious but they were at times inappropriate.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 I take responsibility for my actions and will hold myself to a higher standard in the future.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 Um er að ræða stöður sem Brendan gegndi hjá bresku samtökunum More in Common annars vegar og The Jo Cox Foundation hins vegar en þau síðarnefndu voru stofnuð í minningu Jo eftir að hún var myrt.Tvær konur stigu fram Ásakanirnar sem urðu Brendan að falli komu fram árið 2015. Samstarfskona hans hjá þriðju góðgerðarsamtökunum, Save the Children, sakaði hann um kynferðislega áreitni en Brendan sagði af sér stuttu eftir að málið var tekið til rannsóknar innan samtakanna. Þá var hann einnig sakaður um að hafa beitt aðra konu kynferðisofbeldi á veitingastað á Harvard-torgi, sem stendur á lóð hins bandaríska Harvard-háskóla. Breska dagblaðið The Mail on Sunday var fyrst fjölmiðla til að draga ásakanirnar aftur fram í dagsljósið. Kim Leadbeater, systir Jo Cox, birti yfirlýsingu á heimasíðu Jo Cox-minningarsjóðsins, The Jo Cox Foundation, í dag. Í yfirlýsingunni kom fram að fjölskylda Jo fagni því að Brendan taki ábyrgð á gjörðum sínum og að hann njóti stuðnings og virðingar fjölskyldumeðlimanna. Brendan hafði unnið ötullega að því að halda minningu eiginkonu sinnar, einnar helstu vonarstjörnu breska Verkamannaflokksins, á lofti eftir að hún var myrt í júní 2016 í enska bænum Birstall. Morðingi Jo Cox, þjóðernissinnaður öfgamaður, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í nóvember sama ár. Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt af þjóðernissinnuðum öfgamanni árið 2016, hefur sagt af sér úr stjórnum tveggja góðgerðarsamtaka. Cox steig til hliðar eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni, sem bornar voru á hendur honum árið 2015, voru aftur dregnar fram í dagsljósið. Brendan tilkynnti um afsögn sína á Twitter-reikningi sínum í gær. Í færslunum baðst hann afsökunar á gjörðum sínum, tók ábyrgð á þeim og viðurkenndi að hann hefði hagað sér á óviðeigandi hátt.Last week I decided to step down from my public roles to face up to mistakes I made several years ago while at Save the Children. I apologise to people I offended or upset at the time. My actions were never malicious but they were at times inappropriate.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 I take responsibility for my actions and will hold myself to a higher standard in the future.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 Um er að ræða stöður sem Brendan gegndi hjá bresku samtökunum More in Common annars vegar og The Jo Cox Foundation hins vegar en þau síðarnefndu voru stofnuð í minningu Jo eftir að hún var myrt.Tvær konur stigu fram Ásakanirnar sem urðu Brendan að falli komu fram árið 2015. Samstarfskona hans hjá þriðju góðgerðarsamtökunum, Save the Children, sakaði hann um kynferðislega áreitni en Brendan sagði af sér stuttu eftir að málið var tekið til rannsóknar innan samtakanna. Þá var hann einnig sakaður um að hafa beitt aðra konu kynferðisofbeldi á veitingastað á Harvard-torgi, sem stendur á lóð hins bandaríska Harvard-háskóla. Breska dagblaðið The Mail on Sunday var fyrst fjölmiðla til að draga ásakanirnar aftur fram í dagsljósið. Kim Leadbeater, systir Jo Cox, birti yfirlýsingu á heimasíðu Jo Cox-minningarsjóðsins, The Jo Cox Foundation, í dag. Í yfirlýsingunni kom fram að fjölskylda Jo fagni því að Brendan taki ábyrgð á gjörðum sínum og að hann njóti stuðnings og virðingar fjölskyldumeðlimanna. Brendan hafði unnið ötullega að því að halda minningu eiginkonu sinnar, einnar helstu vonarstjörnu breska Verkamannaflokksins, á lofti eftir að hún var myrt í júní 2016 í enska bænum Birstall. Morðingi Jo Cox, þjóðernissinnaður öfgamaður, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í nóvember sama ár.
Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28
Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12
Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18