Hafnfirðingar skilað helmingi lóða vegna íþyngjandi skilmála Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 06:00 Skarðshlíðarhverfið á að byggja upp á næstu árum. Það hefur nánast verið tilbúið til uppbyggingar í um áratug Vísir/eyþór „Við höfum verið að fá ábendingar frá fólki um að þetta tengist íþyngjandi skilmálum sem þarna eru,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún og fleiri fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa lýst áhyggjum sínum af hversu mörgum lóðum, sem úthlutað var í Skarðshlíðarhverfi í haust, hefur verið skilað. Aðspurð segir Adda María að samantekt hennar á þeim málum sem tekin hafa verið fyrir í bæjarráði og varða einbýlis- og parhúsalóðir sem hefur verið skilað, sýni að það sé um helmingur lóðanna. „Það var um 20 lóðum úthlutað í september síðastliðnum en um tíu til ellefu þeirra var skilað.“ Einhverjum þeirra hefur síðan verið endurúthlutað til umsækjenda á biðlista en á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag var enn verið að taka fyrir skil á lóðum í hverfinu. Adda María segir þetta óvenjulegt og að vísbendingar séu um skýringar. Í einhverjum tilfellum geti verið um fjármögnunarvanda að ræða en ábendingar hafi borist um að skilmálar er varða meðal annars efnisval á hús og svokallaða djúpgáma hafi vegið þungt í mörgum tilfella.Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Djúpgámar eru sameiginlegar, innbyggðar og niðurgrafnar sorpgeymslur fyrir nokkur hús í sömu götu. Nokkuð sem fólki hafi greinilega fundist óþægilegt. „Þarna er um að ræða einbýlis- og parhús og fólk vill kannski losna við slíkt samkrull og vera út af fyrir sig. Það hafa verið athugasemdir gerðar við að utan um þessa gáma þurfi að stofna húsfélög, þetta sé aukinn kostnaður og fólk þurfi sjálft að standa straum af þrifum og þess háttar.“ Adda María segir meirihlutann hafa lýst því yfir að þessi mál séu í endurskoðun. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að ef þau ætla að endurskoða þessa skilmála núna sé það svolítið súrt í broti fyrir þá sem þegar eru búnir að skila lóðunum á þessum forsendum.“ Þá hafi verktaki skilað lóðum þar sem dregist hafi fram úr hófi að setja rafmagnslínur sem liggja yfir ysta hluta hverfisins í jörðu. „Þetta er mjög miður því okkur veitir sannarlega ekki af að úthluta lóðum því það hefur nánast ekkert gerst í þeim efnum í langan tíma og þetta hverfi var þannig séð tilbúið fyrir hrun.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Við höfum verið að fá ábendingar frá fólki um að þetta tengist íþyngjandi skilmálum sem þarna eru,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún og fleiri fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa lýst áhyggjum sínum af hversu mörgum lóðum, sem úthlutað var í Skarðshlíðarhverfi í haust, hefur verið skilað. Aðspurð segir Adda María að samantekt hennar á þeim málum sem tekin hafa verið fyrir í bæjarráði og varða einbýlis- og parhúsalóðir sem hefur verið skilað, sýni að það sé um helmingur lóðanna. „Það var um 20 lóðum úthlutað í september síðastliðnum en um tíu til ellefu þeirra var skilað.“ Einhverjum þeirra hefur síðan verið endurúthlutað til umsækjenda á biðlista en á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag var enn verið að taka fyrir skil á lóðum í hverfinu. Adda María segir þetta óvenjulegt og að vísbendingar séu um skýringar. Í einhverjum tilfellum geti verið um fjármögnunarvanda að ræða en ábendingar hafi borist um að skilmálar er varða meðal annars efnisval á hús og svokallaða djúpgáma hafi vegið þungt í mörgum tilfella.Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Djúpgámar eru sameiginlegar, innbyggðar og niðurgrafnar sorpgeymslur fyrir nokkur hús í sömu götu. Nokkuð sem fólki hafi greinilega fundist óþægilegt. „Þarna er um að ræða einbýlis- og parhús og fólk vill kannski losna við slíkt samkrull og vera út af fyrir sig. Það hafa verið athugasemdir gerðar við að utan um þessa gáma þurfi að stofna húsfélög, þetta sé aukinn kostnaður og fólk þurfi sjálft að standa straum af þrifum og þess háttar.“ Adda María segir meirihlutann hafa lýst því yfir að þessi mál séu í endurskoðun. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að ef þau ætla að endurskoða þessa skilmála núna sé það svolítið súrt í broti fyrir þá sem þegar eru búnir að skila lóðunum á þessum forsendum.“ Þá hafi verktaki skilað lóðum þar sem dregist hafi fram úr hófi að setja rafmagnslínur sem liggja yfir ysta hluta hverfisins í jörðu. „Þetta er mjög miður því okkur veitir sannarlega ekki af að úthluta lóðum því það hefur nánast ekkert gerst í þeim efnum í langan tíma og þetta hverfi var þannig séð tilbúið fyrir hrun.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira