Mistök við lagasetningu alltof algeng Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Meðferð lagafrumvarpa og þingmála leiðir ítrekað af sér að mistök verða við lagasetningu. Breytingar á líftíma frumvarpa, innleiðing tölvutækni við vinnslu þingskjala auk auðkenningar á breytingartillögum er meðal þess sem tveir þingmenn sjá fyrir sér að gæti leyst úr vandanum. Fyrir helgi var lögð fram utan þingfundar breyting á lögum við meðferð sakamála. Við breytingar á lögum við stofnun millidómstigs leiddi handvömm til þess að ákvæði um innheimtu sakarkostnaðar féll úr lögum og hefur ekkert slíkt verið í gildi frá áramótum. Ár er frá því að Alþingi lagfærði afturvirkt mistök í almannatryggingalögum sem hefðu getað kostað ríkið 2,5 milljarða á mánuði. „Lagasetning á Íslandi er oft óttalegt fúsk sem unnin er í fljótheitum,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún nefnir ný útlendingalög sem samþykkt voru 2016 og tóku gildi 2017. „Þeim hefur verið breytt fimm sinnum þar sem gerð voru augljós mistök við setningu þeirra sem komu harkalega niður á hagsmunum fólks.“Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.VÍSIR/VILHELMHelga telur að það væri til bóta að þingmál myndu lifa út kjörtímabilið í stað þess að falla dauð niður í lok hvers þings. „Með því móti væri unnt að vanda betur til verka.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Það er oft gífurleg tímapressa á þinginu og lítill eða enginn fyrirsjáanleiki um hvaða mál verða kláruð hvenær. Þingmenn eru ítrekað settir í þá stöðu að kynna sér stór og viðamikil mál á stuttum tíma.“ Helgi segir litla virðingu borna fyrir vandamálinu. Þingmenn sem setið hafa lengi séu oft búnir að venjast fyrirkomulaginu og geti illa sett sig í spor þeirra sem finnst þetta vandamál. Hægt væri að skila lögum frá þinginu, sem ekki þyrfti sífellt að plástra, með breyttu fyrirkomulagi. „Það er þreytandi hvernig lítið er gert úr því þegar þingmenn kvarta yfir skorti á tíma og fyrirsjáanleika. Þetta er stofnun sem snýst um að fara með ágreiningsefni og því er undirliggjandi hvati til að láta eins og þetta sé ekki vandamál.“ Árið 2015 lagði Helgi fram þingsályktunartillögu um tölvutækt snið þingskjala og auðkenningu breytingartillagna. Sú fyrrnefnda varð að ályktun og vinnur starfshópur nú samkvæmt henni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Meðferð lagafrumvarpa og þingmála leiðir ítrekað af sér að mistök verða við lagasetningu. Breytingar á líftíma frumvarpa, innleiðing tölvutækni við vinnslu þingskjala auk auðkenningar á breytingartillögum er meðal þess sem tveir þingmenn sjá fyrir sér að gæti leyst úr vandanum. Fyrir helgi var lögð fram utan þingfundar breyting á lögum við meðferð sakamála. Við breytingar á lögum við stofnun millidómstigs leiddi handvömm til þess að ákvæði um innheimtu sakarkostnaðar féll úr lögum og hefur ekkert slíkt verið í gildi frá áramótum. Ár er frá því að Alþingi lagfærði afturvirkt mistök í almannatryggingalögum sem hefðu getað kostað ríkið 2,5 milljarða á mánuði. „Lagasetning á Íslandi er oft óttalegt fúsk sem unnin er í fljótheitum,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún nefnir ný útlendingalög sem samþykkt voru 2016 og tóku gildi 2017. „Þeim hefur verið breytt fimm sinnum þar sem gerð voru augljós mistök við setningu þeirra sem komu harkalega niður á hagsmunum fólks.“Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.VÍSIR/VILHELMHelga telur að það væri til bóta að þingmál myndu lifa út kjörtímabilið í stað þess að falla dauð niður í lok hvers þings. „Með því móti væri unnt að vanda betur til verka.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Það er oft gífurleg tímapressa á þinginu og lítill eða enginn fyrirsjáanleiki um hvaða mál verða kláruð hvenær. Þingmenn eru ítrekað settir í þá stöðu að kynna sér stór og viðamikil mál á stuttum tíma.“ Helgi segir litla virðingu borna fyrir vandamálinu. Þingmenn sem setið hafa lengi séu oft búnir að venjast fyrirkomulaginu og geti illa sett sig í spor þeirra sem finnst þetta vandamál. Hægt væri að skila lögum frá þinginu, sem ekki þyrfti sífellt að plástra, með breyttu fyrirkomulagi. „Það er þreytandi hvernig lítið er gert úr því þegar þingmenn kvarta yfir skorti á tíma og fyrirsjáanleika. Þetta er stofnun sem snýst um að fara með ágreiningsefni og því er undirliggjandi hvati til að láta eins og þetta sé ekki vandamál.“ Árið 2015 lagði Helgi fram þingsályktunartillögu um tölvutækt snið þingskjala og auðkenningu breytingartillagna. Sú fyrrnefnda varð að ályktun og vinnur starfshópur nú samkvæmt henni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira