Sjálftaka þingmanna vegna endurgreiðslu á aksturskostnaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 13:39 Hanna Katrín segir að reglur um aksturskostnað séu ekki óskýrar. Vísir/Ernir Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segir margt benda til þess að ákveðin sjálftaka sé í gangi þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði þingmanna. Hún segir nauðsynlegt að auka gegnsæi þegar kemur að slíkum greiðslum. Hanna Katrín var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Eygló Harðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra. „Fyrir mér eru þessar reglur ekkert óskýrar og ef ég einhvers staðar lendi í vafa þá eru starfsmenn þingsins boðnir og búnir að útskýra þær fyrir mér. Við njótum þeirra forréttinda þingmenn að setja okkur þessar reglur sjálf. Það hefur komið í ljós að okkur er þá ekki almennilega treystandi til að fara eftir þeim eða breyta rétt þegar við erum í vafa,“ segir Hanna Katrín. „Það er einhver sjálftaka þarna í gangi virðist vera, samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Það er bara gríðarlega alvarlegt mál og það er líka tómt mál að tala um að þá komi til einhvers eftirlits frá fjölmiðlum og almenningi ef þeir hafa ekki aðgengi að upplýsingunum.“Ábyrgð þingmanna gríðarlega mikil Hún segir að leikreglur verið að vera skýrar svo að fólk túlki ekki upplýsingar sem komi fram á mismunandi hátt. „En útgangspunkturinn má ekki týnast og ábyrgð okkar þingmanna er gríðarlega mikil, vegna þess að það væri skelfilegt ef afleiðingin af öllum þessu yrði sú að það yrði farið að herða reglur og herða aðgengi almennings að þingmönnunum sínum.“ Eygló segist ekki hafa saknað akstursins þegar hún flutti sig úr Suðurkjördæmi.Vísir/Eyþór Eygló tekur undir með Hönnu Katrínu um að fara þurfi yfir reglurnar. Eygló var í sinni tíð á Alþingi bæði fulltrúi Suðu- og Suðvesturkjördæmis. Hún flutti sig yfir í Suðvesturkjördæmi árið 2013. „Eitt afþví sem ég saknaði svo sannarlega ekki þegar ég flutti mig var að aka jafn mikið og maður þurfti. Það var líka eitt af því sem manni fannst svolítið skrítið þegar ég færði mig var að þegar maður var þingmaður Suðurkjördæmis þá var mjög mikil krafa á mann að láta sjá sig, að vera í kjördæminu og vera mjög vel inni í hverju einasta stað í kjördæminu. Þegar maður var kominn í Suðvesturkjördæmi var eins og það kom svolítið á fólk þegar ég talaði um að ég væri þingmaður Suðvesturkjördæmis, að ég væri að tala máli þeirra sem kusu mig, sem voru kjósendur í Suðvesturkjördæminu,“ segir Eygló. „Ég vona að það verði farið yfir þessar reglur. Að menn einfaldlega birti þetta.“Þetta snýst náttúrulega að einhverju leyti um dómgreind?„Þetta gerir það. Reglur loka aldrei alveg öllum slíkum dyrum. Okkur verður að vera treystandi og hafa gildismat sem segir okkur hvenær nóg er nóg,“ segir Hanna Katrín. „Mörkin á milli þingmennsku og annarra pólitískra starfa geta alveg verið óljós en ég tel að það þurfi að skerpa á þeim og við þurfum að koma okkur saman um slíkar reglur og ég held að það, ég trúi ekki öðru en að okkur takist það. Mörkin milli eigin ferða, eigin starfsemi og þingmennsku eru hins vegar bara ekkert óljós. Punktur.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu fagnar því að forseti Alþingis vilja upplýsa um aukagreiðslur til þingmanna. 14. febrúar 2018 15:45 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segir margt benda til þess að ákveðin sjálftaka sé í gangi þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði þingmanna. Hún segir nauðsynlegt að auka gegnsæi þegar kemur að slíkum greiðslum. Hanna Katrín var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Eygló Harðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra. „Fyrir mér eru þessar reglur ekkert óskýrar og ef ég einhvers staðar lendi í vafa þá eru starfsmenn þingsins boðnir og búnir að útskýra þær fyrir mér. Við njótum þeirra forréttinda þingmenn að setja okkur þessar reglur sjálf. Það hefur komið í ljós að okkur er þá ekki almennilega treystandi til að fara eftir þeim eða breyta rétt þegar við erum í vafa,“ segir Hanna Katrín. „Það er einhver sjálftaka þarna í gangi virðist vera, samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Það er bara gríðarlega alvarlegt mál og það er líka tómt mál að tala um að þá komi til einhvers eftirlits frá fjölmiðlum og almenningi ef þeir hafa ekki aðgengi að upplýsingunum.“Ábyrgð þingmanna gríðarlega mikil Hún segir að leikreglur verið að vera skýrar svo að fólk túlki ekki upplýsingar sem komi fram á mismunandi hátt. „En útgangspunkturinn má ekki týnast og ábyrgð okkar þingmanna er gríðarlega mikil, vegna þess að það væri skelfilegt ef afleiðingin af öllum þessu yrði sú að það yrði farið að herða reglur og herða aðgengi almennings að þingmönnunum sínum.“ Eygló segist ekki hafa saknað akstursins þegar hún flutti sig úr Suðurkjördæmi.Vísir/Eyþór Eygló tekur undir með Hönnu Katrínu um að fara þurfi yfir reglurnar. Eygló var í sinni tíð á Alþingi bæði fulltrúi Suðu- og Suðvesturkjördæmis. Hún flutti sig yfir í Suðvesturkjördæmi árið 2013. „Eitt afþví sem ég saknaði svo sannarlega ekki þegar ég flutti mig var að aka jafn mikið og maður þurfti. Það var líka eitt af því sem manni fannst svolítið skrítið þegar ég færði mig var að þegar maður var þingmaður Suðurkjördæmis þá var mjög mikil krafa á mann að láta sjá sig, að vera í kjördæminu og vera mjög vel inni í hverju einasta stað í kjördæminu. Þegar maður var kominn í Suðvesturkjördæmi var eins og það kom svolítið á fólk þegar ég talaði um að ég væri þingmaður Suðvesturkjördæmis, að ég væri að tala máli þeirra sem kusu mig, sem voru kjósendur í Suðvesturkjördæminu,“ segir Eygló. „Ég vona að það verði farið yfir þessar reglur. Að menn einfaldlega birti þetta.“Þetta snýst náttúrulega að einhverju leyti um dómgreind?„Þetta gerir það. Reglur loka aldrei alveg öllum slíkum dyrum. Okkur verður að vera treystandi og hafa gildismat sem segir okkur hvenær nóg er nóg,“ segir Hanna Katrín. „Mörkin á milli þingmennsku og annarra pólitískra starfa geta alveg verið óljós en ég tel að það þurfi að skerpa á þeim og við þurfum að koma okkur saman um slíkar reglur og ég held að það, ég trúi ekki öðru en að okkur takist það. Mörkin milli eigin ferða, eigin starfsemi og þingmennsku eru hins vegar bara ekkert óljós. Punktur.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu fagnar því að forseti Alþingis vilja upplýsa um aukagreiðslur til þingmanna. 14. febrúar 2018 15:45 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu fagnar því að forseti Alþingis vilja upplýsa um aukagreiðslur til þingmanna. 14. febrúar 2018 15:45
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29