Sturla Snær Snorrason komst ekki í mark á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í nótt þegar hann keppti í stórsvigi. Marcel Hirscher stóð uppi sem sigurvegari.
Sturla Snær keyrði útaf, en hann tók af stað númer 61 af þeim keppendum sem tóku þátt. Sturla hefur þó ekki lokið sér af því á fimmtudaginn keppir hann í svigi.
Marcel Hirscher kom fyrstur í mark eins og áður segir, en þetta voru hans fyrstu gullverðlaun í stórsvigi á Ólympíuleikum. Hann kom í mark rúmri sekúndu á undan Norðmanninum Henrik Kristoffersen.
Þriðji varð Frakkinn Alexis Pinturault, en Hirscher var fyrstur eftir fyrri ferðina. Kristoffersen náði aðeins að saxa á forskotið eftir fyrri ferðina, en ekki nóg og Hirscher verðugur sigurvegari.
Sturla náði ekki að ljúka keppni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti



„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti
Fleiri fréttir
