Reuters segja frá því að þyrla sem innihélt bæði innanríkisráðherra Mexíkó, Alfonso Navarette, og ríkisstjóra Oaxaca-ríkis, Alejandro Murat, hafi verið á sveimi yfir skjálftasvæðinu þegar slysið varð. Þyrluflugstjórinn hafi verið að reyna lendingu eftir að hann missti stjórn á þyrlunni um 35 km frá upptökum skjálftans. Hinir látnu voru staddir á jörðu niðri. Innanríkisráðherrann og ríkisstjórann sakar ekki.
Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandsupptöku af áhrifum skjálftans innanhúss.
Breaking: Large tremors following magnitude 7.5 earthquake in South Mexico pic.twitter.com/rZO5uYJcP1
— PM Breaking News (@PMBreakingNews) February 17, 2018