Fjöldi spillingarmála varð „Teflonforsetanum“ að falli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. febrúar 2018 11:00 Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, sagði af sér í skugga yfirvofandi vantraustsyfirlýsingar. Nordicphotos/AFP Stærstu ógnirnar sem steðja að ríkinu okkar eru glæpir, atvinnuleysi og spilling.“ Þessi orð hafa lengi verið eignuð Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku. Blaðamaður gengur ekki svo langt að fullyrða að orðin séu hans í raun og veru en ef svo er mætti ætla að Mandela snúi sér í gröfinni þessa stundina vegna atburða liðinnar viku. Jacob Zuma sagði af sér forsetaembætti Suður-Afríku á miðvikudaginn eftir að ljóst var að bæði stjórn og stjórnarandstaða myndu styðja vantraust á hendur honum á fimmtudeginum. Ástæðan er spillingarmál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu.Erfiður ferill Jacob Zuma varð forseti í maí 2009 og entist hann því rétt tæplega níu ár í starfi. Áður hafði hann verið varaforseti og þá var hann einnig forseti Afríska þjóðarráðsins (ANC), leiðandi stjórnmálaflokks Suður-Afríku, í tvö ár áður en hann varð forseti og var raunar allt fram í desember þegar Cyril Ramaphosa steypti honum af stóli. Sá hefur nú einnig tekið við forsetaembættinu af Zuma. Stjórnmálaferill Zuma hefur alla tíð verið þyrnum stráður. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum á tvítugsaldri þegar hann gekk í þjóðarráðið árið 1959. Þegar suðurafríska ríkisstjórnin bannaði þjóðarráðið 1961 gekk Zuma í Umkhonto we Sizwe og þaðan í flokk suðurafrískra kommúnista árið 1963. Síðar sama ár var Zuma handtekinn ásamt 45 samflokksmönnum, grunaður um samsæri gegn Apartheid-stjórninni. Var hann dæmdur í tíu ára fangelsi á Robben-eyju þar sem hann sat meðal annars inni með fyrrnefndum Mandela. Eftir að hann var leystur úr fangelsi var hann lykilmaður í uppbyggingu hins bannaða þjóðarráðs áður en hann fór í útlegð. Þegar banninu var aflétt 1990 sneri Zuma aftur heim og var hann einn fyrstu leiðtoga ANC til að snúa aftur. Sautján árum síðar var komið að því að velja nýjan forseta þjóðarráðsins. Þann 18. desember 2007 fékk Zuma 2.329 atkvæði gegn 1.505 atkvæðum Thabo Mbeki, fráfarandi forseta, sem sóttist eftir endurkjöri í leiðtogasæti flokksins.Ákærður í gríð og erg Einungis tíu dagar liðu á milli þess að Zuma var kjörinn forseti ANC og þar til ríkissaksóknaraembætti Suður-Afríku gaf út ákæru á hendur honum þar sem Zuma var meðal annars sakaður um spillingu, fjárdrátt og peningaþvætti. Þetta var þó langt frá því að vera fyrsta hneykslismál þessa mikilsvirta leiðtoga þjóðarráðsins. Má til dæmis nefna réttarhöldin yfir Schabir Shaik árið 2004. Shaik var fjármálaráðgjafi Zuma. Hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi eftir árslöng réttarhöld, meðal annars fyrir að hafa fyrir hönd Zuma sankað að sér um fjórum milljónum króna í mútur. Málið varð til þess að Zuma var rekinn úr embætti varaforseta. Sagði Mbeki, þáverandi forseti, að „með hagsmuni varaforsetans, ríkisstjórnarinnar, lýðræðisins og ríkisins í huga væri best að víkja Jacob Zuma úr starfi“. Zuma sagði einnig af sér þingmennsku vegna málsins. Zuma var einnig ákærður fyrir spillingu í tengslum við milljarða Bandaríkjadala vopnasölusamning frá árinu 1999. Ákæran var gefin út 2005 en felld niður stuttu áður en hann varð forseti 2009. Þá var hann ákærður fyrir að hafa nauðgað fjölskylduvini árið 2005 en sýknaður 2006. Málin eru fleiri. Árið 2016 fyrirskipaði dómstóll að ákæra skyldi Zuma í átján liðum fyrir spillingu í tengslum við fyrrnefndan vopnasölusamning. Því hefur Zuma áfrýjað og er málið í nokkurri kyrrstöðu. Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu þetta sama ár að Zuma hefði rofið embættiseið sinn þegar hann varði almannafé í endurbætur á heimili sínu í Nkandla. Þann pening endurgreiddi Zuma ríkissjóði.Málið sem felldi Zuma Málið sem felldi Zuma tengist hins vegar Gupta-fjölskyldunni. Sú fjölskylda á eitt umfangsmesta viðskiptaveldi Suður-Afríku og teygir það anga sína inn í flesta geira. Bræðurnir Ajay, Atul og Rajesh fara fyrir veldinu en þeir fluttust til Suður-Afríku árið 1993 frá Indlandi. Haukarnir, sérsveit suðurafrísku lögreglunnar, gerðu áhlaup á heimili fjölskyldunnar á miðvikudaginn og handtóku þrjá. Gupta-fjölskyldan liggur undir grun í umfangsmiklu spillingarmáli og er Zuma talinn viðriðinn það mál. Um er að ræða málið sem felldi Zuma, trúlega kornið sem fyllti mælinn. Í yfirlýsingu frá Haukunum á miðvikudag sagði að áhlaupið tengdist rannsókn á Estina-búgarði fjölskyldunnar nærri Vrede í Suður-Afríku. Markmið þessa verkefnis Gupta-fjölskyldunnar var að aðstoða fátæka, svarta bændur en fjölskyldan er ásökuð um að hafa látið milljarða króna renna í eigin vasa. Vert er að taka fram að fjölskyldan hafnar öllum slíkum ásökunum. Fjölskyldan tengist Zuma nánum böndum og hafa sonur, dóttir og ein eiginkvenna forsetans fyrrverandi unnið fyrir Gupta-bræður. Áhrif fjölskyldunnar á valdamenn voru dregin fram í sviðsljósið árið 2016 þegar þáverandi varafjármálaráðherra, Mcebisi Jonas, greindi frá því að honum hefðu verið boðnir fimm milljarðar króna fyrir að hlýða Gupta-fjölskyldunni. Í kjölfarið fylgdi skýrsla frá umboðsmanni suðurafrísks almennings þar sem fjölskyldan og Zuma voru sökuð um ólöglegt samráð við gerð útboðssamninga. Enn syrti í álinn fyrir Zuma og Gupta-bræður í fyrra þegar rúmlega 100.000 tölvupóstar láku á netið sem virtust sýna hversu óeðlilega langt angar viðskiptaveldisins teygðu sig. Bentu póstarnir til þess að um væri að ræða flókinn vef illa fenginna útboðssamninga sem og mútugreiðslur og peningaþvætti.Mandela enginn dýrlingur Hvort sem tilvitnunin hér í upphafi í Mandela er uppspuni eða sannleikur þykir ljóst að Mandela var enginn dýrlingur þegar kemur að spillingarmálum. Sást það til dæmis þegar Mandela veitti Mohamed Suharto, þáverandi forseta Indónesíu, æðstu virðingarorðu Suður-Afríku árið 1997. Suharto var flæktur í mikinn fjölda spillingarmála. Í ársskýrslu Transparency International, alþjóðlegra gegnsæissamtaka, var hann til að mynda valinn spilltasti þjóðarleiðtoginn. Talinn hafa stolið tugum milljóna dala frá indónesíska ríkinu.Þetta ár veitti Mandela öðrum spilltum stjórnmálamanni sömu orðu. Muammar Gaddafi, þáverandi leiðtogi Líbíu, var í náðinni hjá Mandela. Orðuveitingarnar tvær voru ekki vinsælar á meðal stjórnarandstæðinga. „Þessar orðuveitingar til Gaddafis og Suhartos marka sorgardag í sögu lýðræðis okkar og minnka trúverðugleika okkar í baráttunni fyrir virðingu fyrir mannréttindum,“ hafði suðurafríski miðillinn Mail&Guardian eftir stjórnarandstæðingnum Tony Leon árið 1997. Sá munur er hins vegar á Mandela og Zuma að sá fyrrnefndi flæktist ekki í spillingarmál sjálfur, þótt það hafi samflokksmenn og samferðamenn hans sannarlega gert. Það er að segja ekki fyrr en eftir dauða sinn árið 2013. Óháð félagasamtök greindu frá því í desember síðastliðnum að embættismenn hefðu dregið til sín fé, ætlað jarðarförinni og uppbyggingu í nafni Mandela. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Stærstu ógnirnar sem steðja að ríkinu okkar eru glæpir, atvinnuleysi og spilling.“ Þessi orð hafa lengi verið eignuð Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku. Blaðamaður gengur ekki svo langt að fullyrða að orðin séu hans í raun og veru en ef svo er mætti ætla að Mandela snúi sér í gröfinni þessa stundina vegna atburða liðinnar viku. Jacob Zuma sagði af sér forsetaembætti Suður-Afríku á miðvikudaginn eftir að ljóst var að bæði stjórn og stjórnarandstaða myndu styðja vantraust á hendur honum á fimmtudeginum. Ástæðan er spillingarmál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu.Erfiður ferill Jacob Zuma varð forseti í maí 2009 og entist hann því rétt tæplega níu ár í starfi. Áður hafði hann verið varaforseti og þá var hann einnig forseti Afríska þjóðarráðsins (ANC), leiðandi stjórnmálaflokks Suður-Afríku, í tvö ár áður en hann varð forseti og var raunar allt fram í desember þegar Cyril Ramaphosa steypti honum af stóli. Sá hefur nú einnig tekið við forsetaembættinu af Zuma. Stjórnmálaferill Zuma hefur alla tíð verið þyrnum stráður. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum á tvítugsaldri þegar hann gekk í þjóðarráðið árið 1959. Þegar suðurafríska ríkisstjórnin bannaði þjóðarráðið 1961 gekk Zuma í Umkhonto we Sizwe og þaðan í flokk suðurafrískra kommúnista árið 1963. Síðar sama ár var Zuma handtekinn ásamt 45 samflokksmönnum, grunaður um samsæri gegn Apartheid-stjórninni. Var hann dæmdur í tíu ára fangelsi á Robben-eyju þar sem hann sat meðal annars inni með fyrrnefndum Mandela. Eftir að hann var leystur úr fangelsi var hann lykilmaður í uppbyggingu hins bannaða þjóðarráðs áður en hann fór í útlegð. Þegar banninu var aflétt 1990 sneri Zuma aftur heim og var hann einn fyrstu leiðtoga ANC til að snúa aftur. Sautján árum síðar var komið að því að velja nýjan forseta þjóðarráðsins. Þann 18. desember 2007 fékk Zuma 2.329 atkvæði gegn 1.505 atkvæðum Thabo Mbeki, fráfarandi forseta, sem sóttist eftir endurkjöri í leiðtogasæti flokksins.Ákærður í gríð og erg Einungis tíu dagar liðu á milli þess að Zuma var kjörinn forseti ANC og þar til ríkissaksóknaraembætti Suður-Afríku gaf út ákæru á hendur honum þar sem Zuma var meðal annars sakaður um spillingu, fjárdrátt og peningaþvætti. Þetta var þó langt frá því að vera fyrsta hneykslismál þessa mikilsvirta leiðtoga þjóðarráðsins. Má til dæmis nefna réttarhöldin yfir Schabir Shaik árið 2004. Shaik var fjármálaráðgjafi Zuma. Hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi eftir árslöng réttarhöld, meðal annars fyrir að hafa fyrir hönd Zuma sankað að sér um fjórum milljónum króna í mútur. Málið varð til þess að Zuma var rekinn úr embætti varaforseta. Sagði Mbeki, þáverandi forseti, að „með hagsmuni varaforsetans, ríkisstjórnarinnar, lýðræðisins og ríkisins í huga væri best að víkja Jacob Zuma úr starfi“. Zuma sagði einnig af sér þingmennsku vegna málsins. Zuma var einnig ákærður fyrir spillingu í tengslum við milljarða Bandaríkjadala vopnasölusamning frá árinu 1999. Ákæran var gefin út 2005 en felld niður stuttu áður en hann varð forseti 2009. Þá var hann ákærður fyrir að hafa nauðgað fjölskylduvini árið 2005 en sýknaður 2006. Málin eru fleiri. Árið 2016 fyrirskipaði dómstóll að ákæra skyldi Zuma í átján liðum fyrir spillingu í tengslum við fyrrnefndan vopnasölusamning. Því hefur Zuma áfrýjað og er málið í nokkurri kyrrstöðu. Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu þetta sama ár að Zuma hefði rofið embættiseið sinn þegar hann varði almannafé í endurbætur á heimili sínu í Nkandla. Þann pening endurgreiddi Zuma ríkissjóði.Málið sem felldi Zuma Málið sem felldi Zuma tengist hins vegar Gupta-fjölskyldunni. Sú fjölskylda á eitt umfangsmesta viðskiptaveldi Suður-Afríku og teygir það anga sína inn í flesta geira. Bræðurnir Ajay, Atul og Rajesh fara fyrir veldinu en þeir fluttust til Suður-Afríku árið 1993 frá Indlandi. Haukarnir, sérsveit suðurafrísku lögreglunnar, gerðu áhlaup á heimili fjölskyldunnar á miðvikudaginn og handtóku þrjá. Gupta-fjölskyldan liggur undir grun í umfangsmiklu spillingarmáli og er Zuma talinn viðriðinn það mál. Um er að ræða málið sem felldi Zuma, trúlega kornið sem fyllti mælinn. Í yfirlýsingu frá Haukunum á miðvikudag sagði að áhlaupið tengdist rannsókn á Estina-búgarði fjölskyldunnar nærri Vrede í Suður-Afríku. Markmið þessa verkefnis Gupta-fjölskyldunnar var að aðstoða fátæka, svarta bændur en fjölskyldan er ásökuð um að hafa látið milljarða króna renna í eigin vasa. Vert er að taka fram að fjölskyldan hafnar öllum slíkum ásökunum. Fjölskyldan tengist Zuma nánum böndum og hafa sonur, dóttir og ein eiginkvenna forsetans fyrrverandi unnið fyrir Gupta-bræður. Áhrif fjölskyldunnar á valdamenn voru dregin fram í sviðsljósið árið 2016 þegar þáverandi varafjármálaráðherra, Mcebisi Jonas, greindi frá því að honum hefðu verið boðnir fimm milljarðar króna fyrir að hlýða Gupta-fjölskyldunni. Í kjölfarið fylgdi skýrsla frá umboðsmanni suðurafrísks almennings þar sem fjölskyldan og Zuma voru sökuð um ólöglegt samráð við gerð útboðssamninga. Enn syrti í álinn fyrir Zuma og Gupta-bræður í fyrra þegar rúmlega 100.000 tölvupóstar láku á netið sem virtust sýna hversu óeðlilega langt angar viðskiptaveldisins teygðu sig. Bentu póstarnir til þess að um væri að ræða flókinn vef illa fenginna útboðssamninga sem og mútugreiðslur og peningaþvætti.Mandela enginn dýrlingur Hvort sem tilvitnunin hér í upphafi í Mandela er uppspuni eða sannleikur þykir ljóst að Mandela var enginn dýrlingur þegar kemur að spillingarmálum. Sást það til dæmis þegar Mandela veitti Mohamed Suharto, þáverandi forseta Indónesíu, æðstu virðingarorðu Suður-Afríku árið 1997. Suharto var flæktur í mikinn fjölda spillingarmála. Í ársskýrslu Transparency International, alþjóðlegra gegnsæissamtaka, var hann til að mynda valinn spilltasti þjóðarleiðtoginn. Talinn hafa stolið tugum milljóna dala frá indónesíska ríkinu.Þetta ár veitti Mandela öðrum spilltum stjórnmálamanni sömu orðu. Muammar Gaddafi, þáverandi leiðtogi Líbíu, var í náðinni hjá Mandela. Orðuveitingarnar tvær voru ekki vinsælar á meðal stjórnarandstæðinga. „Þessar orðuveitingar til Gaddafis og Suhartos marka sorgardag í sögu lýðræðis okkar og minnka trúverðugleika okkar í baráttunni fyrir virðingu fyrir mannréttindum,“ hafði suðurafríski miðillinn Mail&Guardian eftir stjórnarandstæðingnum Tony Leon árið 1997. Sá munur er hins vegar á Mandela og Zuma að sá fyrrnefndi flæktist ekki í spillingarmál sjálfur, þótt það hafi samflokksmenn og samferðamenn hans sannarlega gert. Það er að segja ekki fyrr en eftir dauða sinn árið 2013. Óháð félagasamtök greindu frá því í desember síðastliðnum að embættismenn hefðu dregið til sín fé, ætlað jarðarförinni og uppbyggingu í nafni Mandela.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira