Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni ökumann sem ekið hafði bifreið sinni upp á hringtorg við Fitjar. Ökumaðurinn var grunaður um fíkniefnaakstur og viðurkenndi sjálfur neyslu slíkra efna.
Annar ökumaður sem var stöðvaður vegna aksturs án öryggisbeltis var einnig grunaður um fíkniefnaakstur eftir að lögregla hafði afskipti af honum. Þar að auki var ökumaðurinn án ökuskírteinis. Fram kemur í dagbók lögreglu að einnig voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum óskoðuðum eða ótryggðum bílum í umferðinni, og allmargir ökumenn stöðvaðir fyrir að nota ekki bílbelti eða að tala í farsíma undir stýri.

