16 ára piltur gripinn við sölu fíkniefna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 08:32 Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/KTD Klukkan hálf ellefu í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af 16 ára pilti sem grunaður var um að selja fíkniefni. Við leit á drengnum fann lögregla einnig eggvopn. Játaði pilturinn sölu fíkniefna og var faðir hans kallaður á lögreglustöðina. Óskað var eftir húsleitarheimild hjá piltinum en þegar í ljós kom að sú heimild yrði ekki veitt fyrr en í dag var piltinum sleppt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. Þá segir einnig að um klukkan hálf tólf hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna mjög ölvaðs manns á hóteli í vesturbæ Reykjavíkur. Var maðurinn með læti og var til ama svo gestir hótelsins höfðu ekki frið. Maðurinn var sjálfur gestur á ho´telinu en sökum ástands hans var óskað eftir því að hann yrði fjarlægður og var hann vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Rétt eftir klukkan tvö í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu að verslun í miðbænum. Mjög ölvaður maður var búinn að stinga inn á sig vörum og neitaði hann að greiða fyrir þær. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem átti að reyna að ganga frá málinu með skýrslu. Það gekk ekki og var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan hálf eitt í nótt var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði og klukkutíma síðar var tilkynnt um innbrot í verslun uppi á Höfða. Á þriðja tímanum var tilkynnt um að tveir menn væru að reyna að brjóta upp skáp við hlið eldsneytisdælu við bensínstöð í Hraunbæ. Tveir menn voru handteknir og við leit fundust fíkniefni á öðrum þeirra. Mennirnir fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Klukkan hálf ellefu í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af 16 ára pilti sem grunaður var um að selja fíkniefni. Við leit á drengnum fann lögregla einnig eggvopn. Játaði pilturinn sölu fíkniefna og var faðir hans kallaður á lögreglustöðina. Óskað var eftir húsleitarheimild hjá piltinum en þegar í ljós kom að sú heimild yrði ekki veitt fyrr en í dag var piltinum sleppt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. Þá segir einnig að um klukkan hálf tólf hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna mjög ölvaðs manns á hóteli í vesturbæ Reykjavíkur. Var maðurinn með læti og var til ama svo gestir hótelsins höfðu ekki frið. Maðurinn var sjálfur gestur á ho´telinu en sökum ástands hans var óskað eftir því að hann yrði fjarlægður og var hann vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Rétt eftir klukkan tvö í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu að verslun í miðbænum. Mjög ölvaður maður var búinn að stinga inn á sig vörum og neitaði hann að greiða fyrir þær. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem átti að reyna að ganga frá málinu með skýrslu. Það gekk ekki og var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan hálf eitt í nótt var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði og klukkutíma síðar var tilkynnt um innbrot í verslun uppi á Höfða. Á þriðja tímanum var tilkynnt um að tveir menn væru að reyna að brjóta upp skáp við hlið eldsneytisdælu við bensínstöð í Hraunbæ. Tveir menn voru handteknir og við leit fundust fíkniefni á öðrum þeirra. Mennirnir fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira