Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 16. febrúar 2018 21:45 Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Vísir/Stefán Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. Brynhildur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því er erfitt að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Brynhildur segir að Neytendasamtökin hafi sent erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku. „Við sendum erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku og við sendum líka erindi á ráðuneytið árið 2009 þar sem við fórum fram á að það yrði gripið til einhverra aðgerða,“ segir hún. „Síðan voru sett lög árið 2013 sem áttu að koma í veg fyrir það að svona lánafyrirtæki geti rukkað hvað sem er.“ Í kjölfarið voru sett lög um hversu mikið smálánafyrirtæki geti rukkað. Brynhildur segir þó að fyrirtækin komist ítrekað upp með að brjóta lögin og innheimti hærri kostnað en leyfilegt er án mikilla afleiðinga. „Vextirnir eru háir en til þess að geta tekið lán þá þarf að borga flýtigjald og í dag setja þau skilyrði um að þú kaupir rafbók. Þegar þessi kostnaður er tekinn saman er hann yfir leyfilegum mörkum,“ segir hún. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er enn boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Árið 2016 tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár. Eina úrræði Neytendastofu er að beita sektum. „Netendastofa hefur verið að úrskurða í þessum málum og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi fyrirtæki eru með of háan kostnað og að það sé verið að brjóta lög,“ segir hún. „Mál fór fyrir héraðsdóm í fyrra þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Þegar Neytendastofa kemst að þeirri niðurstöðu að verið er að brjóta lög þá fer fyrirtækið fyrir dómstóla en á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir geta þeir haldið áfram þessari háttsemi,“ segir hún.Í flestum tilfellum ungmenni sem nýta sér þjónustu smálánafyrirtækjaHlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Foreldrar þurfa oft að grípa inn í að sögn Brynhildar. „Þetta eru ungmenni í flestum tilfellum. Umboðsmaður skuldara sendi frá sér yfirlýsingu um að það sé orðið mjög algengt að það sé leitað til umboðsmanns skuldara með þessi lán á bakinu en að sem gerist er að viðkomandi lendir á vanskilaskrálista og í þeim málum sjáum við foreldrana grípa inn í og greiða upp lán fyrir börnin sín“, segir hún. „Ég velti fyrir mér af hverju fólk er ekki frekar að nota yfirdráttarlán ef það er í vanda. Þar eru háir vextir en samt langt í frá að vera eins og smálán sem hljóta að vera verstu lán sem þú getur tekið. Eitthvað sem fólk ætti að forðast í lengstu lög.“„Það er verið að hafa okkur að fíflum“Brynhildur segir að úrræðaleysið sé talsvert hjá stjórnvöldum. „Þessi fyrirtæki eru ítrekað að brjóta lög. Löggjafinn er búinn að segja að við heimilum ekki okurvexti en úrræðin virðast duga skammt og það er það sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þeir eru búnir að tapa einu dómsmáli. Segjum að þeir tapi næsta. Þá breyta þeir bara eitthvað aðeins skilmálunum og byrja svo aftur sama rúntinn,“ segir hún. „Við gerum þá kröfu að nú verði gripið inn í. Það er verið að hafa okkur að fíflum.“ Neytendur Smálán Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. Brynhildur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því er erfitt að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Brynhildur segir að Neytendasamtökin hafi sent erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku. „Við sendum erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku og við sendum líka erindi á ráðuneytið árið 2009 þar sem við fórum fram á að það yrði gripið til einhverra aðgerða,“ segir hún. „Síðan voru sett lög árið 2013 sem áttu að koma í veg fyrir það að svona lánafyrirtæki geti rukkað hvað sem er.“ Í kjölfarið voru sett lög um hversu mikið smálánafyrirtæki geti rukkað. Brynhildur segir þó að fyrirtækin komist ítrekað upp með að brjóta lögin og innheimti hærri kostnað en leyfilegt er án mikilla afleiðinga. „Vextirnir eru háir en til þess að geta tekið lán þá þarf að borga flýtigjald og í dag setja þau skilyrði um að þú kaupir rafbók. Þegar þessi kostnaður er tekinn saman er hann yfir leyfilegum mörkum,“ segir hún. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er enn boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Árið 2016 tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár. Eina úrræði Neytendastofu er að beita sektum. „Netendastofa hefur verið að úrskurða í þessum málum og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi fyrirtæki eru með of háan kostnað og að það sé verið að brjóta lög,“ segir hún. „Mál fór fyrir héraðsdóm í fyrra þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Þegar Neytendastofa kemst að þeirri niðurstöðu að verið er að brjóta lög þá fer fyrirtækið fyrir dómstóla en á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir geta þeir haldið áfram þessari háttsemi,“ segir hún.Í flestum tilfellum ungmenni sem nýta sér þjónustu smálánafyrirtækjaHlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Foreldrar þurfa oft að grípa inn í að sögn Brynhildar. „Þetta eru ungmenni í flestum tilfellum. Umboðsmaður skuldara sendi frá sér yfirlýsingu um að það sé orðið mjög algengt að það sé leitað til umboðsmanns skuldara með þessi lán á bakinu en að sem gerist er að viðkomandi lendir á vanskilaskrálista og í þeim málum sjáum við foreldrana grípa inn í og greiða upp lán fyrir börnin sín“, segir hún. „Ég velti fyrir mér af hverju fólk er ekki frekar að nota yfirdráttarlán ef það er í vanda. Þar eru háir vextir en samt langt í frá að vera eins og smálán sem hljóta að vera verstu lán sem þú getur tekið. Eitthvað sem fólk ætti að forðast í lengstu lög.“„Það er verið að hafa okkur að fíflum“Brynhildur segir að úrræðaleysið sé talsvert hjá stjórnvöldum. „Þessi fyrirtæki eru ítrekað að brjóta lög. Löggjafinn er búinn að segja að við heimilum ekki okurvexti en úrræðin virðast duga skammt og það er það sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þeir eru búnir að tapa einu dómsmáli. Segjum að þeir tapi næsta. Þá breyta þeir bara eitthvað aðeins skilmálunum og byrja svo aftur sama rúntinn,“ segir hún. „Við gerum þá kröfu að nú verði gripið inn í. Það er verið að hafa okkur að fíflum.“
Neytendur Smálán Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira