Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. febrúar 2018 08:00 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. Vísir/Anton Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna mála Ásmundar Friðrikssonar og annarra þingmanna sem þegið hafa háar greiðslur á grundvelli akstursdagbókar. „Nei hún hefur ekki verið kölluð til og hún starfar ekki nema forsætisnefnd þingsins ákveði að hún taki einhver mál fyrir,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi alþingismaður og formaður ráðgefandi siðanefndar Alþingis, Aðspurð segir Ásta nefndina ekki hafa komið saman frá því hún var skipuð en nefndin hefur það hlutverk að vera forsætisnefnd Alþingis til ráðgjafar beini forsætisnefndin til hennar erindum um meint brot á siðareglum Alþingis. Hlutverk nefndarinnar er þá að láta í té álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni samkvæmt 5. gr. siðareglnanna. Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki hafa komið til umræðu að málið verði rætt frá sjónarmiði siðareglna Alþingis. „Það hefur enginn komið með ábendingu um að vísa málinu í þann farveg. En við verðum með málið til umræðu á fundi forsætisnefndar á mánudaginn,“ segir Steingrímur. Hann segir reglurnar hafi verið til umræðu frá því í janúar allt sé undir í þeirri umfjöllun, reglurnar sjálfar, eftirfylgni með þeim og upplýsingamiðlun um þessi mál.Varð ekki við tilmælum þingsins Siðareglur fyrir alþingismenn voru samþykktar á Alþingi vorið 2016. Í 1. gr. reglnanna er markmiðum þeirra svo lýst: „Siðareglur þessar taka til alþingismanna og starfa þeirra og fela í sér viðmið um hátterni þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. Tilgangur þeirra er að efla gagnsæi í störfum alþingismanna og ábyrgðarskyldu þeirra, svo og tiltrú og traust almennings á Alþingi.“ Í 5. gr. siðareglnanna kemur meðal annars fram að alþingismenn skuli, sem þjóðkjörnir fulltrúar, rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika; ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og nýta þá aðstöðu sem þeirm er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, Eins og fram hefur komið, hefur Ásmundur Friðriksson þegar gengist við því að hafa ekki orðið við tilmælum þingsins um að taka upp þann ferðamáta sem hagkvæmastur er fyrir þingið, það er að segja með notkun bílaleigubíls eins og reglur um þingfararkostnað kveða á um. Hefði Ásmundur farið að reglunum og tilmælum þingsins þar að lútandi hefði þingið sparað 2 milljónir árið 2017 og svipaða upphæð árlega frá því hann settist á þing árið 2013. Ásmundur játaði einnig eftir viðtal í Kastljósi á RÚV í fyrradag að hafa fengið endurgreiðslur frá Alþingi vegna aksturs í tengslum við gerð þáttar sem hann hafði umsjón með á sjónvarpsstöðinni ÍNN síðastliðið sumar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna mála Ásmundar Friðrikssonar og annarra þingmanna sem þegið hafa háar greiðslur á grundvelli akstursdagbókar. „Nei hún hefur ekki verið kölluð til og hún starfar ekki nema forsætisnefnd þingsins ákveði að hún taki einhver mál fyrir,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi alþingismaður og formaður ráðgefandi siðanefndar Alþingis, Aðspurð segir Ásta nefndina ekki hafa komið saman frá því hún var skipuð en nefndin hefur það hlutverk að vera forsætisnefnd Alþingis til ráðgjafar beini forsætisnefndin til hennar erindum um meint brot á siðareglum Alþingis. Hlutverk nefndarinnar er þá að láta í té álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni samkvæmt 5. gr. siðareglnanna. Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki hafa komið til umræðu að málið verði rætt frá sjónarmiði siðareglna Alþingis. „Það hefur enginn komið með ábendingu um að vísa málinu í þann farveg. En við verðum með málið til umræðu á fundi forsætisnefndar á mánudaginn,“ segir Steingrímur. Hann segir reglurnar hafi verið til umræðu frá því í janúar allt sé undir í þeirri umfjöllun, reglurnar sjálfar, eftirfylgni með þeim og upplýsingamiðlun um þessi mál.Varð ekki við tilmælum þingsins Siðareglur fyrir alþingismenn voru samþykktar á Alþingi vorið 2016. Í 1. gr. reglnanna er markmiðum þeirra svo lýst: „Siðareglur þessar taka til alþingismanna og starfa þeirra og fela í sér viðmið um hátterni þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. Tilgangur þeirra er að efla gagnsæi í störfum alþingismanna og ábyrgðarskyldu þeirra, svo og tiltrú og traust almennings á Alþingi.“ Í 5. gr. siðareglnanna kemur meðal annars fram að alþingismenn skuli, sem þjóðkjörnir fulltrúar, rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika; ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og nýta þá aðstöðu sem þeirm er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, Eins og fram hefur komið, hefur Ásmundur Friðriksson þegar gengist við því að hafa ekki orðið við tilmælum þingsins um að taka upp þann ferðamáta sem hagkvæmastur er fyrir þingið, það er að segja með notkun bílaleigubíls eins og reglur um þingfararkostnað kveða á um. Hefði Ásmundur farið að reglunum og tilmælum þingsins þar að lútandi hefði þingið sparað 2 milljónir árið 2017 og svipaða upphæð árlega frá því hann settist á þing árið 2013. Ásmundur játaði einnig eftir viðtal í Kastljósi á RÚV í fyrradag að hafa fengið endurgreiðslur frá Alþingi vegna aksturs í tengslum við gerð þáttar sem hann hafði umsjón með á sjónvarpsstöðinni ÍNN síðastliðið sumar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
„Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44