Loksins, loksins Hörður Ægisson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Kyrrstaðan á bankamarkaði er að rofna. Rúmlega tuttugu verðbréfasjóðir, ásamt tveimur núverandi erlendum hluthöfum, hafa keypt yfir fimm prósenta hlut í Arion banka og þá er ríkið að losa um þrettán prósenta hlut sinn í bankanum. Alþjóðlegt útboð og tvíhliða skráning er handan við hornið sem mun marka fyrsta skrefið að því að koma á æskilegra eignarhaldi á íslenskt bankakerfi en verið hefur um alltof langt skeið. Lífeyrissjóðirnir ákváðu hins vegar ekki að fjárfesta í bankanum á þessu stigi. Fyrir Kaupþing, stærsta eiganda Arion banka, voru það án efa vonbrigði, en líklega fyrirsjáanleg. Skýringar lífeyrissjóðanna á afstöðu sinni hafa verið margs konar. Sumar réttmætar, en aðrar gefa það til kynna að ákvörðunin hafi grundvallast á öðrum sjónarmiðum en viðskiptalegum. Ákvörðun Kaupþings um að nýta sér kauprétt að hlut ríkisins í Arion banka þarf ekki að koma á óvart. Það er enda fremur til þess fallið að ýta undir áhuga erlendra fjárfesta á þátttöku í útboðinu að ríkið sé þar ekki fyrir í hluthafahópnum. Ákvæði kaupréttarins, sem grundvallast á hluthafasamkomulagi frá 2009, er afar skýrt en Kaupþing getur einhliða, hvenær sem er, leyst til sín hlutinn á fyrirfram ákveðnu verði. Kaupþing greiðir nú 23,4 milljarða fyrir eignarhlutinn en ríkið eignaðist hann samhliða því að leggja bankanum til 9,8 milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun hans í árslok 2009. Ríkissjóður hefur því fengið um ellefu prósenta árlega ávöxtun á eign sína og getur vel við unað. Hið sama verður ekki sagt um Kaupþing sem lagði til 66 milljarða þegar félagið gerðist eigandi að bankanum á sínum tíma með 87 prósenta hlut. Fyrir liggur að kröfuhafar þess hafa stórtapað á þeirri fjárfestingu og munu einungis endurheimta í kringum 40 milljarða eftir að búið verður að ganga frá sölu á öllum hlut félagsins í bankanum. Sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar þurftu að undirgangast er það íslenska ríkið sem fær langstærstan hluta söluandvirðis hlutarins í sinn hlut, líklega samtals rétt yfir 100 milljarða. Þótt ríkið sé nú farið úr hluthafahóp bankans þá hefur það því eftir sem áður ríka hagsmuni af að vel takist til við sölu á þeim hlut Kaupþings sem eftir stendur. Aðkoma ríkisins að fjármögnun bankanna 2009 kom til af nauðsyn. Öll þau ríki í Evrópu sem komu bönkum til aðstoðar í kjölfar fjármálakreppunnar hafa fyrir löngu hafist handa við að selja þá. Á Íslandi hefur því verið þveröfugt farið. Umsvif ríkisins á bankamarkaði hafa þvert á móti aukist. Það er því fagnaðarefni að nú loksins, í samræmi við yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar, sé verið að draga úr eignarhaldinu. Eigi bankarnir að standa af sér þá byltingu sem er að verða á fjármálaþjónustu, með uppgangi fjártæknifyrirtækja og aukinni samkeppni, þarf virka eigendur að þeim, rétt eins og nú er að gerast með Arion banka, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað þurfi að bæta. Ríkið hefur þar engu hlutverki að gegna heldur er salan á hlut þess í bankanum upphafið að lokahnykknum í endurreisn fjármálakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kyrrstaðan á bankamarkaði er að rofna. Rúmlega tuttugu verðbréfasjóðir, ásamt tveimur núverandi erlendum hluthöfum, hafa keypt yfir fimm prósenta hlut í Arion banka og þá er ríkið að losa um þrettán prósenta hlut sinn í bankanum. Alþjóðlegt útboð og tvíhliða skráning er handan við hornið sem mun marka fyrsta skrefið að því að koma á æskilegra eignarhaldi á íslenskt bankakerfi en verið hefur um alltof langt skeið. Lífeyrissjóðirnir ákváðu hins vegar ekki að fjárfesta í bankanum á þessu stigi. Fyrir Kaupþing, stærsta eiganda Arion banka, voru það án efa vonbrigði, en líklega fyrirsjáanleg. Skýringar lífeyrissjóðanna á afstöðu sinni hafa verið margs konar. Sumar réttmætar, en aðrar gefa það til kynna að ákvörðunin hafi grundvallast á öðrum sjónarmiðum en viðskiptalegum. Ákvörðun Kaupþings um að nýta sér kauprétt að hlut ríkisins í Arion banka þarf ekki að koma á óvart. Það er enda fremur til þess fallið að ýta undir áhuga erlendra fjárfesta á þátttöku í útboðinu að ríkið sé þar ekki fyrir í hluthafahópnum. Ákvæði kaupréttarins, sem grundvallast á hluthafasamkomulagi frá 2009, er afar skýrt en Kaupþing getur einhliða, hvenær sem er, leyst til sín hlutinn á fyrirfram ákveðnu verði. Kaupþing greiðir nú 23,4 milljarða fyrir eignarhlutinn en ríkið eignaðist hann samhliða því að leggja bankanum til 9,8 milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun hans í árslok 2009. Ríkissjóður hefur því fengið um ellefu prósenta árlega ávöxtun á eign sína og getur vel við unað. Hið sama verður ekki sagt um Kaupþing sem lagði til 66 milljarða þegar félagið gerðist eigandi að bankanum á sínum tíma með 87 prósenta hlut. Fyrir liggur að kröfuhafar þess hafa stórtapað á þeirri fjárfestingu og munu einungis endurheimta í kringum 40 milljarða eftir að búið verður að ganga frá sölu á öllum hlut félagsins í bankanum. Sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar þurftu að undirgangast er það íslenska ríkið sem fær langstærstan hluta söluandvirðis hlutarins í sinn hlut, líklega samtals rétt yfir 100 milljarða. Þótt ríkið sé nú farið úr hluthafahóp bankans þá hefur það því eftir sem áður ríka hagsmuni af að vel takist til við sölu á þeim hlut Kaupþings sem eftir stendur. Aðkoma ríkisins að fjármögnun bankanna 2009 kom til af nauðsyn. Öll þau ríki í Evrópu sem komu bönkum til aðstoðar í kjölfar fjármálakreppunnar hafa fyrir löngu hafist handa við að selja þá. Á Íslandi hefur því verið þveröfugt farið. Umsvif ríkisins á bankamarkaði hafa þvert á móti aukist. Það er því fagnaðarefni að nú loksins, í samræmi við yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar, sé verið að draga úr eignarhaldinu. Eigi bankarnir að standa af sér þá byltingu sem er að verða á fjármálaþjónustu, með uppgangi fjártæknifyrirtækja og aukinni samkeppni, þarf virka eigendur að þeim, rétt eins og nú er að gerast með Arion banka, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað þurfi að bæta. Ríkið hefur þar engu hlutverki að gegna heldur er salan á hlut þess í bankanum upphafið að lokahnykknum í endurreisn fjármálakerfisins.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun