Barkley fór að skemmta sér eftir að hafa fengið þær fréttir að hann væri á leið til LA Lakers.
„Umboðsmaðurinn hringdi í mig einn morguninn og sagði mér að hann hefði komist að samkomulagi við Lakers. Ég var svo spenntur svo ég fór með tveimur félögum mínum fórum út og fögnuðum,“ sagði Barkley. Þetta símtal átti sér stað fyrir hádegi og var því hábjartur dagur þegar þeir félagarnir skelltu sér á ölhúsið.
„Nokkrum tímum seinna hringdi umboðsmaðurinn í mig og sagði að ekkert yrði af skiptunum.“
Barkley var á þeim tíma að spila með Philadelphia 76ers og liðið var að fara að spila leik um kvöldið.
„Ég man ekkert úr þeim leik. Ég var svo reiður en líka svo drukkinn,“ sagði Barkley.
Hann sagði þetta ekki hafa verið í fyrsta skiptið sem hann hafi spilað undir áhrifum því hann hafi spilað þunnur áður. Þó hafi þetta verið í eina skiptið sem hann drakk áður en hann spilaði leik.
Þetta skemmtilega viðtal má sjá hér að neðan.