Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 13:47 Vigdís Finnbogadóttir er sennilega sá Íslendingur sem þekkti Hinrik best enda átti hún í töluverðum samskiptum við hann bæði meðan hún sat á forsetastóli og eftir það. Vísir/Ernir/AFP Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. Drottningin og synir hennar ásamt barnabörnum fylgdu líkbílnum eftir og mannfjöldi fylgdist með á götum úti. Vigdís Finnbogadóttir segir að drottningin hafi verið mjög vel gift. Klukkan átta í morgun var skotið úr fallbyssum á tveimur stöðum í Danmörku í fjörutíu mínútur til heiðurs Hinriki prins sem lést í fyrrakvöld 83 ára gamall. Klukkan níu að íslenskum tíma var síðan lagt af stað með kistu prinsins frá Fredensborgarhöll, þar sem hann lést, til Amalienborgarhallar í miðborg Kaupmannahafnar. Drottningin og synir hennar fylgdu á eftir í þremur viðhafnarbílum konungsfjölskyldunnar ásamt barnabörnum drottningar. Fjöldi manns fylgdist með á götum úti. Einn viðmælenda danska sjónvarpsins sagðist vilja sýna Hinriki þakklæti fyrir störf hans í þágu Danmerkur og þóttt prinsinn hafi ef til vill ekki vitað það sjálfur þá hafi hann verið konungur fólksins. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sennilega sá Íslendingur sem þekkti Hinrik best enda átti hún í töluverðum samskiptum við hann bæði meðan hún sat á forsetastóli og eftir það. Þau unnu meðal annars saman að alþjóðlegu átaki Norðurlandanna sem kallað var Skandinavia Today sem ætlað var að kynna menningu Norðurlandanna fyrir umheiminum. „Hann var mjög fróður maður og kunni vel á heimssöguna. Hann var jú alinn upp í Víetnam, Indókína sem var, þar sem Frakkar höfðu ítök. Hann var heimsmaður, það sem kallað er cosmopolite, heimsmaður,“ segir Vigdís. Henni þyki leiðinlegt að hnýtt hafi verið í Hinrik fyrir franskan hreim hans á dönskunni því hann hafi verið mikill tungumálamaður. Miklar hefðir fylgja konungsfjölskyldunni á opinberum vettvangi en mörgum þótti Hinrik oft brjóta þær hefðir, eins og hann gerði reyndar allt fram yfir gröf og dauða með því vilja ekki verða lagður til hvílu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þar sem drottningin mun hvíla þegar þar að kemur. Náðir þú að kynnast hinum óformlega Hinrik? „Já, já. Hann var bara venjulegur maður eins og þú og ég. Þegar hann var með svona, sem á dönskunni er kallað „meni mannen“, þá var hann bara venjulegur maður sjálfur og þau bæði. Margrét drottning er líka mjög skemmtileg þegar maður er einn með henni og mér fannst hún vera mjög vel gift,“ segir Vigdís Finnbogadóttir. Forseti Íslands Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. 14. febrúar 2018 20:31 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. Drottningin og synir hennar ásamt barnabörnum fylgdu líkbílnum eftir og mannfjöldi fylgdist með á götum úti. Vigdís Finnbogadóttir segir að drottningin hafi verið mjög vel gift. Klukkan átta í morgun var skotið úr fallbyssum á tveimur stöðum í Danmörku í fjörutíu mínútur til heiðurs Hinriki prins sem lést í fyrrakvöld 83 ára gamall. Klukkan níu að íslenskum tíma var síðan lagt af stað með kistu prinsins frá Fredensborgarhöll, þar sem hann lést, til Amalienborgarhallar í miðborg Kaupmannahafnar. Drottningin og synir hennar fylgdu á eftir í þremur viðhafnarbílum konungsfjölskyldunnar ásamt barnabörnum drottningar. Fjöldi manns fylgdist með á götum úti. Einn viðmælenda danska sjónvarpsins sagðist vilja sýna Hinriki þakklæti fyrir störf hans í þágu Danmerkur og þóttt prinsinn hafi ef til vill ekki vitað það sjálfur þá hafi hann verið konungur fólksins. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sennilega sá Íslendingur sem þekkti Hinrik best enda átti hún í töluverðum samskiptum við hann bæði meðan hún sat á forsetastóli og eftir það. Þau unnu meðal annars saman að alþjóðlegu átaki Norðurlandanna sem kallað var Skandinavia Today sem ætlað var að kynna menningu Norðurlandanna fyrir umheiminum. „Hann var mjög fróður maður og kunni vel á heimssöguna. Hann var jú alinn upp í Víetnam, Indókína sem var, þar sem Frakkar höfðu ítök. Hann var heimsmaður, það sem kallað er cosmopolite, heimsmaður,“ segir Vigdís. Henni þyki leiðinlegt að hnýtt hafi verið í Hinrik fyrir franskan hreim hans á dönskunni því hann hafi verið mikill tungumálamaður. Miklar hefðir fylgja konungsfjölskyldunni á opinberum vettvangi en mörgum þótti Hinrik oft brjóta þær hefðir, eins og hann gerði reyndar allt fram yfir gröf og dauða með því vilja ekki verða lagður til hvílu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þar sem drottningin mun hvíla þegar þar að kemur. Náðir þú að kynnast hinum óformlega Hinrik? „Já, já. Hann var bara venjulegur maður eins og þú og ég. Þegar hann var með svona, sem á dönskunni er kallað „meni mannen“, þá var hann bara venjulegur maður sjálfur og þau bæði. Margrét drottning er líka mjög skemmtileg þegar maður er einn með henni og mér fannst hún vera mjög vel gift,“ segir Vigdís Finnbogadóttir.
Forseti Íslands Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. 14. febrúar 2018 20:31 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10
Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. 14. febrúar 2018 20:31