Af og frá að þingmenn fái einhverjar druslur Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2018 13:30 Bergþór segir druslutal Ásmundar staðlausa stafi, fráleitt, úti í móta, tilhæfulaust með öllu. Hann er ekki sáttur. Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að viðtal við Ásmund Friðriksson þingmann, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, hafi orðið til að hækka verulega í sér blóðþrýstinginn. Hann segir Ásmund fara með staðlausa stafi en helst var á Ásmundi að skilja að þingmönnum byðust hálfgerðar druslur frá bílaleigum, keyrðar jafnvel tugi og uppí hundruð þúsunda kílómetra og því kysi hann að vera á sínum eigin bíl. „Þarna er farið með rangt mál. Okkar fyrirtæki, eins og vonandi flestir vita, er í fararbroddi í öryggis og gæðamálum í þessum bransa. Að heyra það að við séum með ónýta bíla keyrða einhverja hundrað þúsund kílómetra er bara rangt. Punktur,“ segir Bergþór. Og er verulega ósáttur við orð þingmannsins.Skilur ekki hvað Ásmundi gengur til Aksturskostnaður Ásmunds hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga en hann var á síðasta ári 4,6 milljónir. Samkvæmt útreikningum FÍB að gefnum forsendum má gera ráð fyrir því að raunkostnaður við reksturinn sé rúmlega tvær milljónir. Framkvæmdastjórinn segist ekki vita hvað Ásmundi gangi til með að halda þessu fram. Segir að það verði að spyrja hann um það en það megi furðu sæta að menn fari „með svona svakalega rangt mál. Menn velja mismunandi leiðir til að verja sig og stundum er gott að benda á einhvern annan. En það sem hann sagði er rangt og úti á túni.“Er hann þá að stilla þér og ykkur upp sem blórabögglum í vandræðum sínum? „Ég veit ekki hvað hann er að hugsa með að fara þessar leiðir. En, þetta er eins rangt og það verður og slæmt fyrir fyrirmyndarfyrirtæki að fá svona á sig,“ segir Bergþór. Og nefnir að hann taki þetta ekki inná sig einfaldlega vegna þess að hann viti betur.Engar druslur og engar kvartanir Bergþór kannast ekki við neinar kvartanir frá þingmönnum um það að bílarnir sem Bílaleiga Akureyrar útvegi þeim séu druslur. „Nei.“ Bergþór segir að haldið sé nákvæmt bókahald yfir það hvað viðskiptavinum finnist, bæði lof og last til að vita hvar fyrirtækið standi og ekkert slíkt sé að finna í þeirra bókum um neitt í þessa veru. „Ég þekki ekki eina einustu kvörtun,“ segir Bergþór. Hann segir þetta ekki margar bifreiðar sem þingmenn almennt eru að leigja. Og fari eftir þörfum hvers um sig. Þingmennirnir eru á smábílum uppí jepplinga. Stundum til langtíma og stundum skemmri tíma. „Mér finnst þetta bara sorglegt. Ég get boðið hverjum sem er að koma og sparka í dekk, lesa af kílómetramælum og prófa. Við erum að tala um bíla sem eru eknir 20 til 30 þúsund kílómetra. Kannski 40. Þetta er margföldun. Við erum ekki að tala um neinar druslur.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að viðtal við Ásmund Friðriksson þingmann, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, hafi orðið til að hækka verulega í sér blóðþrýstinginn. Hann segir Ásmund fara með staðlausa stafi en helst var á Ásmundi að skilja að þingmönnum byðust hálfgerðar druslur frá bílaleigum, keyrðar jafnvel tugi og uppí hundruð þúsunda kílómetra og því kysi hann að vera á sínum eigin bíl. „Þarna er farið með rangt mál. Okkar fyrirtæki, eins og vonandi flestir vita, er í fararbroddi í öryggis og gæðamálum í þessum bransa. Að heyra það að við séum með ónýta bíla keyrða einhverja hundrað þúsund kílómetra er bara rangt. Punktur,“ segir Bergþór. Og er verulega ósáttur við orð þingmannsins.Skilur ekki hvað Ásmundi gengur til Aksturskostnaður Ásmunds hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga en hann var á síðasta ári 4,6 milljónir. Samkvæmt útreikningum FÍB að gefnum forsendum má gera ráð fyrir því að raunkostnaður við reksturinn sé rúmlega tvær milljónir. Framkvæmdastjórinn segist ekki vita hvað Ásmundi gangi til með að halda þessu fram. Segir að það verði að spyrja hann um það en það megi furðu sæta að menn fari „með svona svakalega rangt mál. Menn velja mismunandi leiðir til að verja sig og stundum er gott að benda á einhvern annan. En það sem hann sagði er rangt og úti á túni.“Er hann þá að stilla þér og ykkur upp sem blórabögglum í vandræðum sínum? „Ég veit ekki hvað hann er að hugsa með að fara þessar leiðir. En, þetta er eins rangt og það verður og slæmt fyrir fyrirmyndarfyrirtæki að fá svona á sig,“ segir Bergþór. Og nefnir að hann taki þetta ekki inná sig einfaldlega vegna þess að hann viti betur.Engar druslur og engar kvartanir Bergþór kannast ekki við neinar kvartanir frá þingmönnum um það að bílarnir sem Bílaleiga Akureyrar útvegi þeim séu druslur. „Nei.“ Bergþór segir að haldið sé nákvæmt bókahald yfir það hvað viðskiptavinum finnist, bæði lof og last til að vita hvar fyrirtækið standi og ekkert slíkt sé að finna í þeirra bókum um neitt í þessa veru. „Ég þekki ekki eina einustu kvörtun,“ segir Bergþór. Hann segir þetta ekki margar bifreiðar sem þingmenn almennt eru að leigja. Og fari eftir þörfum hvers um sig. Þingmennirnir eru á smábílum uppí jepplinga. Stundum til langtíma og stundum skemmri tíma. „Mér finnst þetta bara sorglegt. Ég get boðið hverjum sem er að koma og sparka í dekk, lesa af kílómetramælum og prófa. Við erum að tala um bíla sem eru eknir 20 til 30 þúsund kílómetra. Kannski 40. Þetta er margföldun. Við erum ekki að tala um neinar druslur.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44