Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2018 11:15 Staðan er oftar en ekki svona í síðdegisumferðinni. Vísir/Hanna Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. Breyta þurfi ferðavenjum vegfarenda svo tafir vegfarenda á einkabílum aukist ekki töluvert í takt við íbúafjölgun næstu ára. Þetta sýna sviðsmyndir verkfræðistofunnar VSÓ ráðgjöf. Ýmsar einstakar vegaframkvæmdir hafa verið nefndar til sögunnar undanfarin ár svo greiða megi úr umferð á höfuðborgarsvæðinu. Má nefna sem dæmi mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Sundabraut en nýjasta dæmið eru hugmyndir borgarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um að byggja hringtorg á umferðarþungum gatnamótum þar sem gjarnan myndast flöskuhálsar. Sviðsmyndir VSÓ ráðgjafar, sem sjá má hér, meta hvernig umferðin verður árið 2030 miðað við áætlaða fólksfjölgun og mögulegar framkvæmdir.Dugar ekki að bæta gestaherbergjum við húsið Smári Ólafsson, verkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf ræddi þessar sviðsmyndir í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gær þar sem hann hann líkti vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu við hús. Íbúum þess væri að fjölga svo mikið að ekki væri nóg að byggja gestaherbergi til þess að hýsa þá sem munu bætast við, það þyrfti nýtt hús.„Ég er að reyna að búa til líkingu um að við þurfum að horfa á heildarmyndina,“ segir Smári í samtali við Vísi. „Það að leysa einhvern einn hnút, einhver ein gatnamót í borgarumhverfi, þá leiðir það til þess við færum bara tafirnar annað.“Sviðsmyndir VSO eru byggðar á umferðarlíkani sem verkfræðistofan hefur þróað. Eru þær fimm talsins og spá fyrir um umferðarflæði árið 2030 miðað við mismunandi stig framkvæmda og að íbúar höfuðborgarsvæðisins verði orðnir 260 þúsund árið 2030. Gera spárnar ýmist ráð fyrir því að ferðavenjur breytist eða ekki, en með því er átt við að hlutfall þeirra sem gangi, hjóli eða noti almenningssamgöngur aukist á tímabilinuÞetta kort er miðað við að ráðist hafi verið í 100 milljarða framkvæmdir á vegum árið 2030 en ferðavenjur breytist ekki. Lititnar sýna svokallaða umferðarmettun en rauði liturinn gefur til kynna hvar mestar líkur séu á umferðartöfum. Miklar líkur eru á töfum á Hafnarfjarðarvegi og Kringlumýrarbraut auk Ártúnsbrekku.Mynd/VSÓ ráðgjöfHvað var skoðað?Kostur 0 (1) gerir einungis ráð fyrir ráð fyrir þeim samgöngubótum sem þegar hafa verið framkvæmdar auk flæðisbætandi minni framkvæmda fyrir um 10 milljarða.Kostur A (2) gerir ráð fyrir 20 milljarða samgöngubótum á vegakerfi höfuðborgarsvæðisins sem þegar hafa verið ákveðnar eða eru ráðgerðar á næstu árum, svo sem tvöföldun Reykjanesbrautar suður í Hvassahraun, auk þess sem að gert er ráð fyrir breyttum ferðavenjum vegfarenda.Kostur B gerir ráð fyrir 50 milljarða samgöngubótum sem þegar hafa verið ákveðnar eða eru ráðgerðar auk aðgerða sem taldar eru mikilvægastar til að mæta áætluðum uppbyggingaráformum. Einnig voru skoðuð þau áhrif sem óbreyttar ferðavenjur (3), sem og breyttar ferðavenjur (4), hafi á þessasviðsmynd.KosturC (5) gerir ráð fyrir 100 milljarða samgöngubótum, þar með talinni Sundabraut, og er þá miðað við að flestar stærri vegaframkvæmdir sem eru í samgöngu- eða skipulagsáætlunum sveitarfélaganna verði að veruleika. Þá er einnig gert ráð fyrir í þessari sviðsmynd að ferðavenjur vegfarenda breytist ekki.Taflan sýnir áætlaðan fjölda ferða allra íbúa höfuðborgarsvæðisðins miðað við breyttar ferðavenjur og óbreyttar.Mynd/VSÓ ráðgjöfBetra að gera lítið sem ekkert og breyta ferðavenjum en byggja mikið og halda ferðavenjum óbreyttum Smári segir niðurstöðu sviðsmyndagreiningar gefa skýrt til kynna að þær sviðsmyndir þar sem gert er ráð fyrir breyttum ferðavenjum vegfarenda skili minni umferðatöfum fyrir einkabílinn en þar sem einungis er gert ráð fyrir framkvæmdum. Sem dæmi um það sýnir greiningin að heildartafir við litlar eða engar framkvæmdir til ársins 2030 ásamt breyttum ferðavenjum verði minni heldur en við síðasta kostinn þar sem gert er ráð fyrir óbreyttum ferðavenjum en 100 milljarða samgöngubótum. „Það eru miklu meiri tafir fyrir einkabílinn í þessum sviðsmyndum þar sem við erum ekki að breyta ferðavenjum. Það er bara svo mikill munur á ferðafjölda, þetta er það mikil íbúaaukning sem er yfirvofandi að við náum ekki að halda í við þetta með gatnakerfinu,“ segir Smári.Nýleg könnun sýnir að 217 þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins fari samtals 890 þúsund ferðir á hefðbundnum virkum degi. Miðað við útreikninga VSÓ fer þessi tala upp í tæplega 1,1 milljón ferðir á dag árið 2030 takist ekki að breyta ferðavenjum en ferðirnar verði 911 þúsund takist að breyta ferðavenjum. Líkt og áður segir er reiknað með að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 30-40 þúsund á höfuðborgarsvæðinu fram til ársins 2030. Þeim fjölgi sem sæki inn á sömu svæði innan höfuðborgarsvæðisins og það sé ólíklegt til að breytast. „Það er ekki líklegt til að breytast eitthvað verulega, að miðbærinn sé ekki í miðbænum og stóru atvinnusvæðin þar sem þau eru núna, þannig að þó að við lögum eitthvað á jaðarsvæðum er svo mikil aðsókn inn á miðssvæðið,“ segir Smári.Sama gildir um þessa mynd og myndina hér fyrir ofan. Myndin gerir ráð fyrir 50 milljarða framkvæmdum auk breyttra ferðavenja. Minni líkur eru á jafn miklum töfum á myndinni hér fyrir ofan þrátt fyrir minni framkvæmdir.Mynd/VSÓ ráðgjöf.Snýst ekki bara um borgarlínuna Meginniðurstaða greiningarinnar sýni því að besta leiðin til þess að koma í veg fyrir auknar tafir fyrir vegfarendur sem ferðist um á einkabíl sé að auka hlutfall þeirra sem ferðist ekki um á bíl. Töluvert hefur verið rætt um hina svo kölluðu borgarlínu í þessum efnum en segir Smári að hún sé bara hluti af því að fá vegfarendur til þess að breyta um ferðamáta. „Ég vil líkja leggja áherslu á það að þetta er ekki spurning um borgarlínu. Þetta er spurning um breyttar ferðavenjur. Það er miklu meira en borgarlína sem þarf að koma þar inn í. Við þurfum að halda áfram að styrkja hjólreiðar, og gangandi og almenningssamgöngur almennt.“ Borgarlína Samgöngur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. Breyta þurfi ferðavenjum vegfarenda svo tafir vegfarenda á einkabílum aukist ekki töluvert í takt við íbúafjölgun næstu ára. Þetta sýna sviðsmyndir verkfræðistofunnar VSÓ ráðgjöf. Ýmsar einstakar vegaframkvæmdir hafa verið nefndar til sögunnar undanfarin ár svo greiða megi úr umferð á höfuðborgarsvæðinu. Má nefna sem dæmi mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Sundabraut en nýjasta dæmið eru hugmyndir borgarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um að byggja hringtorg á umferðarþungum gatnamótum þar sem gjarnan myndast flöskuhálsar. Sviðsmyndir VSÓ ráðgjafar, sem sjá má hér, meta hvernig umferðin verður árið 2030 miðað við áætlaða fólksfjölgun og mögulegar framkvæmdir.Dugar ekki að bæta gestaherbergjum við húsið Smári Ólafsson, verkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf ræddi þessar sviðsmyndir í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gær þar sem hann hann líkti vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu við hús. Íbúum þess væri að fjölga svo mikið að ekki væri nóg að byggja gestaherbergi til þess að hýsa þá sem munu bætast við, það þyrfti nýtt hús.„Ég er að reyna að búa til líkingu um að við þurfum að horfa á heildarmyndina,“ segir Smári í samtali við Vísi. „Það að leysa einhvern einn hnút, einhver ein gatnamót í borgarumhverfi, þá leiðir það til þess við færum bara tafirnar annað.“Sviðsmyndir VSO eru byggðar á umferðarlíkani sem verkfræðistofan hefur þróað. Eru þær fimm talsins og spá fyrir um umferðarflæði árið 2030 miðað við mismunandi stig framkvæmda og að íbúar höfuðborgarsvæðisins verði orðnir 260 þúsund árið 2030. Gera spárnar ýmist ráð fyrir því að ferðavenjur breytist eða ekki, en með því er átt við að hlutfall þeirra sem gangi, hjóli eða noti almenningssamgöngur aukist á tímabilinuÞetta kort er miðað við að ráðist hafi verið í 100 milljarða framkvæmdir á vegum árið 2030 en ferðavenjur breytist ekki. Lititnar sýna svokallaða umferðarmettun en rauði liturinn gefur til kynna hvar mestar líkur séu á umferðartöfum. Miklar líkur eru á töfum á Hafnarfjarðarvegi og Kringlumýrarbraut auk Ártúnsbrekku.Mynd/VSÓ ráðgjöfHvað var skoðað?Kostur 0 (1) gerir einungis ráð fyrir ráð fyrir þeim samgöngubótum sem þegar hafa verið framkvæmdar auk flæðisbætandi minni framkvæmda fyrir um 10 milljarða.Kostur A (2) gerir ráð fyrir 20 milljarða samgöngubótum á vegakerfi höfuðborgarsvæðisins sem þegar hafa verið ákveðnar eða eru ráðgerðar á næstu árum, svo sem tvöföldun Reykjanesbrautar suður í Hvassahraun, auk þess sem að gert er ráð fyrir breyttum ferðavenjum vegfarenda.Kostur B gerir ráð fyrir 50 milljarða samgöngubótum sem þegar hafa verið ákveðnar eða eru ráðgerðar auk aðgerða sem taldar eru mikilvægastar til að mæta áætluðum uppbyggingaráformum. Einnig voru skoðuð þau áhrif sem óbreyttar ferðavenjur (3), sem og breyttar ferðavenjur (4), hafi á þessasviðsmynd.KosturC (5) gerir ráð fyrir 100 milljarða samgöngubótum, þar með talinni Sundabraut, og er þá miðað við að flestar stærri vegaframkvæmdir sem eru í samgöngu- eða skipulagsáætlunum sveitarfélaganna verði að veruleika. Þá er einnig gert ráð fyrir í þessari sviðsmynd að ferðavenjur vegfarenda breytist ekki.Taflan sýnir áætlaðan fjölda ferða allra íbúa höfuðborgarsvæðisðins miðað við breyttar ferðavenjur og óbreyttar.Mynd/VSÓ ráðgjöfBetra að gera lítið sem ekkert og breyta ferðavenjum en byggja mikið og halda ferðavenjum óbreyttum Smári segir niðurstöðu sviðsmyndagreiningar gefa skýrt til kynna að þær sviðsmyndir þar sem gert er ráð fyrir breyttum ferðavenjum vegfarenda skili minni umferðatöfum fyrir einkabílinn en þar sem einungis er gert ráð fyrir framkvæmdum. Sem dæmi um það sýnir greiningin að heildartafir við litlar eða engar framkvæmdir til ársins 2030 ásamt breyttum ferðavenjum verði minni heldur en við síðasta kostinn þar sem gert er ráð fyrir óbreyttum ferðavenjum en 100 milljarða samgöngubótum. „Það eru miklu meiri tafir fyrir einkabílinn í þessum sviðsmyndum þar sem við erum ekki að breyta ferðavenjum. Það er bara svo mikill munur á ferðafjölda, þetta er það mikil íbúaaukning sem er yfirvofandi að við náum ekki að halda í við þetta með gatnakerfinu,“ segir Smári.Nýleg könnun sýnir að 217 þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins fari samtals 890 þúsund ferðir á hefðbundnum virkum degi. Miðað við útreikninga VSÓ fer þessi tala upp í tæplega 1,1 milljón ferðir á dag árið 2030 takist ekki að breyta ferðavenjum en ferðirnar verði 911 þúsund takist að breyta ferðavenjum. Líkt og áður segir er reiknað með að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 30-40 þúsund á höfuðborgarsvæðinu fram til ársins 2030. Þeim fjölgi sem sæki inn á sömu svæði innan höfuðborgarsvæðisins og það sé ólíklegt til að breytast. „Það er ekki líklegt til að breytast eitthvað verulega, að miðbærinn sé ekki í miðbænum og stóru atvinnusvæðin þar sem þau eru núna, þannig að þó að við lögum eitthvað á jaðarsvæðum er svo mikil aðsókn inn á miðssvæðið,“ segir Smári.Sama gildir um þessa mynd og myndina hér fyrir ofan. Myndin gerir ráð fyrir 50 milljarða framkvæmdum auk breyttra ferðavenja. Minni líkur eru á jafn miklum töfum á myndinni hér fyrir ofan þrátt fyrir minni framkvæmdir.Mynd/VSÓ ráðgjöf.Snýst ekki bara um borgarlínuna Meginniðurstaða greiningarinnar sýni því að besta leiðin til þess að koma í veg fyrir auknar tafir fyrir vegfarendur sem ferðist um á einkabíl sé að auka hlutfall þeirra sem ferðist ekki um á bíl. Töluvert hefur verið rætt um hina svo kölluðu borgarlínu í þessum efnum en segir Smári að hún sé bara hluti af því að fá vegfarendur til þess að breyta um ferðamáta. „Ég vil líkja leggja áherslu á það að þetta er ekki spurning um borgarlínu. Þetta er spurning um breyttar ferðavenjur. Það er miklu meira en borgarlína sem þarf að koma þar inn í. Við þurfum að halda áfram að styrkja hjólreiðar, og gangandi og almenningssamgöngur almennt.“
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira