Argentínumenn biðla til Messi um að spara sig fyrir Ísland og HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 12:30 Lionel Messi. Vísir/Getty Lionel Messi missir ekki af mörgum leikjum með Barcelona. Hann er stærsta stjarna liðsins og margir mæta á Barcelona-leiki til að sjá þenann frábæra fótboltamenn leika listir sínar í eigin persónu. Argentínumenn eru ekki eins hrifnir af því hvað Messi fær litla hvíld hjá Barcelona liðinu. Messi er algjör lykilmaður fyrir spænska liðið og liðið getur helst ekki verið án hans. Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins, hefur rætt þetta við Lionel Messi sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. Tapia vill að Messi spili færri leiki með Barcelona til að spara sig eitthvað fyrir HM í Rússlandi í sumar þar sem argentínska landsliðið mætir Íslandi í fyrsta leik 16. júní næstkomandi.AFA president Tapia: "I spoke with Messi for him to play less at Barcelona. To be careful, to play a little less." Worth noting Argentina coach Jorge Sampaoli also spoke with Messi in the past about him playing less this season in order to get to World Cup in ultimate shape. pic.twitter.com/5vheeIgvc5 — Roy Nemer (@RoyNemer) February 13, 2018 Messi hefur verið í byrjunarliði Barcelona í 33 af 39 leikjum liðsins og ef það er eitthvað sem þú gerir ekki þá er það að taka Messi af velli. Þjálfarinn Ernesto Valverde hvíldi Messi í fyrsta sinn í deildinni á tímabilinu í leik á móti Espanyol 4. febrúar. Hann kom hinsvegar inná og bjargaði stigi fyrir Barcelona liðið. Messi er með 27 mörk og 14 stoðsendingar í 36 leikjum í öllum keppnum með Barcelona á þessari leiktíð.Claudio Tapia (Argentina President): "I've talked to Messi several times. I told him to be careful and play as few games as he can, because it's a World Cup year." pic.twitter.com/YwQdudZfsp — BarcaSpiral (@BarcaSpiral_) February 13, 2018 Tapia er ekki aðeins að hafa áhyggjur af þreytu hjá Messi heldur óttast hann einnig að þessi langbesti leikmaður liðsins meiðist í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar. Argentínumenn þurfa að fá Lionel Messi ferskan og í miklu stuði inn á HM ætli liðið að ná langt á heimsmeistaramótinu í sumar. Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum en tapaði þá fyrir Þýskalandi í framlengingu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Lionel Messi missir ekki af mörgum leikjum með Barcelona. Hann er stærsta stjarna liðsins og margir mæta á Barcelona-leiki til að sjá þenann frábæra fótboltamenn leika listir sínar í eigin persónu. Argentínumenn eru ekki eins hrifnir af því hvað Messi fær litla hvíld hjá Barcelona liðinu. Messi er algjör lykilmaður fyrir spænska liðið og liðið getur helst ekki verið án hans. Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins, hefur rætt þetta við Lionel Messi sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. Tapia vill að Messi spili færri leiki með Barcelona til að spara sig eitthvað fyrir HM í Rússlandi í sumar þar sem argentínska landsliðið mætir Íslandi í fyrsta leik 16. júní næstkomandi.AFA president Tapia: "I spoke with Messi for him to play less at Barcelona. To be careful, to play a little less." Worth noting Argentina coach Jorge Sampaoli also spoke with Messi in the past about him playing less this season in order to get to World Cup in ultimate shape. pic.twitter.com/5vheeIgvc5 — Roy Nemer (@RoyNemer) February 13, 2018 Messi hefur verið í byrjunarliði Barcelona í 33 af 39 leikjum liðsins og ef það er eitthvað sem þú gerir ekki þá er það að taka Messi af velli. Þjálfarinn Ernesto Valverde hvíldi Messi í fyrsta sinn í deildinni á tímabilinu í leik á móti Espanyol 4. febrúar. Hann kom hinsvegar inná og bjargaði stigi fyrir Barcelona liðið. Messi er með 27 mörk og 14 stoðsendingar í 36 leikjum í öllum keppnum með Barcelona á þessari leiktíð.Claudio Tapia (Argentina President): "I've talked to Messi several times. I told him to be careful and play as few games as he can, because it's a World Cup year." pic.twitter.com/YwQdudZfsp — BarcaSpiral (@BarcaSpiral_) February 13, 2018 Tapia er ekki aðeins að hafa áhyggjur af þreytu hjá Messi heldur óttast hann einnig að þessi langbesti leikmaður liðsins meiðist í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar. Argentínumenn þurfa að fá Lionel Messi ferskan og í miklu stuði inn á HM ætli liðið að ná langt á heimsmeistaramótinu í sumar. Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum en tapaði þá fyrir Þýskalandi í framlengingu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira