Lögreglurannsóknir á vændi í skötulíki Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. febrúar 2018 06:00 Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Vísir/Getty „Maður myndi ætla að lögreglan brygðist við í samræmi við tilefnið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og vísar til opinberrar umfjöllunar um aukið umfang vændis hér á landi að undanförnu. Þrátt fyrir mikla umræðu og ummæli lögreglu um aukið umfang sýna tölur bæði frá ríkissaksóknara og frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fram á mikinn samdrátt í rannsóknum hjá lögreglu, ákærum og dómum fyrir vændiskaup á undanförnum þremur árum. „Það hefur verið töluverð umræða um þessi mál og bæði lögreglustjóri og lögreglumenn að tjá sig í fjölmiðlum um eðli vændiskaupa, að þau séu umfangsmikil og séu að aukast, og fyrir stuttu var um það rætt að það væri aukið ofbeldi tengt þessum brotum. Miðað við þessar tölur sýnist manni þó að það sé nú kannski ekki eins mikið að gerast í þessum málaflokki svona miðað við það umfang sem verið er að lýsa í fjölmiðlum,“ segir Helgi. Helgi bendir á að ákvæði í lögum um símhlustun hafi verið beitt er mest var ákært fyrir vændiskaup. „Þá voru menn að beita hlustunum þar sem grunur var um mansal eða milligöngu um vændi, með símahlustunum á símanúmerum meintra vændiskvenna.Fjöldi mála hja lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2007 til 2017 þar sem grunur var um kaup á vændi (206. gr.)Þannig var oft tiltölulega auðvelt að átta sig á hvað stóð til. Í þessum tilvikum um mansal og milligöngu um vændi er flóknari sönnun en um vændiskaup, þar þarf í rauninni ekkert annað en að lýsa yfir vilja til að kaupa vændi og hafa samband við vændiskonu og þá erum við allavega komin með tilraun,“ segir Helgi. Árið 2016 hafi ákvæði um símahlustun verið breytt. Nú sé heimild til símhlustunar vegna gruns um vændiskaup. Rannsókn þessara mála eigi því ekki að vera flókin. „Við höfum verið að einbeita okkur meira að mansalinu og þrátt fyrir að hafa ekki náð saksókn höfum við verið mjög virk í þeim og fengið margar tilkynningar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við: „Þannig að við höfum hreinlega ekki komist yfir þessi þessi hefðbundnu vændismál og eftirlit með þeim.“ Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Sigríður Björk segir einnig að mikil áhersla hafi verið lögð á að efla vitundarvakningu um mansal og vændi, samstarf við vinnumarkaðinn og uppbyggingu þekkingar meðal þeirra sem starfa í málaflokknum. Sigríður bendir einnig á að andstætt því sem tölurnar gefi til kynna þau ár sem þær eru hæstar sé í rauninni ekki um marga seljendur að ræða heldur sé um að ræða tiltölulega fá mál og marga kúnna hjá sama seljanda. „En við erum með eitt stórt mál í gangi núna og þar er verið að yfirheyra tugi kaupenda. En þarna erum við með viðurlög sem eru ekki há, miðað við vinnuna sem fer í þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
„Maður myndi ætla að lögreglan brygðist við í samræmi við tilefnið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og vísar til opinberrar umfjöllunar um aukið umfang vændis hér á landi að undanförnu. Þrátt fyrir mikla umræðu og ummæli lögreglu um aukið umfang sýna tölur bæði frá ríkissaksóknara og frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fram á mikinn samdrátt í rannsóknum hjá lögreglu, ákærum og dómum fyrir vændiskaup á undanförnum þremur árum. „Það hefur verið töluverð umræða um þessi mál og bæði lögreglustjóri og lögreglumenn að tjá sig í fjölmiðlum um eðli vændiskaupa, að þau séu umfangsmikil og séu að aukast, og fyrir stuttu var um það rætt að það væri aukið ofbeldi tengt þessum brotum. Miðað við þessar tölur sýnist manni þó að það sé nú kannski ekki eins mikið að gerast í þessum málaflokki svona miðað við það umfang sem verið er að lýsa í fjölmiðlum,“ segir Helgi. Helgi bendir á að ákvæði í lögum um símhlustun hafi verið beitt er mest var ákært fyrir vændiskaup. „Þá voru menn að beita hlustunum þar sem grunur var um mansal eða milligöngu um vændi, með símahlustunum á símanúmerum meintra vændiskvenna.Fjöldi mála hja lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2007 til 2017 þar sem grunur var um kaup á vændi (206. gr.)Þannig var oft tiltölulega auðvelt að átta sig á hvað stóð til. Í þessum tilvikum um mansal og milligöngu um vændi er flóknari sönnun en um vændiskaup, þar þarf í rauninni ekkert annað en að lýsa yfir vilja til að kaupa vændi og hafa samband við vændiskonu og þá erum við allavega komin með tilraun,“ segir Helgi. Árið 2016 hafi ákvæði um símahlustun verið breytt. Nú sé heimild til símhlustunar vegna gruns um vændiskaup. Rannsókn þessara mála eigi því ekki að vera flókin. „Við höfum verið að einbeita okkur meira að mansalinu og þrátt fyrir að hafa ekki náð saksókn höfum við verið mjög virk í þeim og fengið margar tilkynningar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við: „Þannig að við höfum hreinlega ekki komist yfir þessi þessi hefðbundnu vændismál og eftirlit með þeim.“ Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Sigríður Björk segir einnig að mikil áhersla hafi verið lögð á að efla vitundarvakningu um mansal og vændi, samstarf við vinnumarkaðinn og uppbyggingu þekkingar meðal þeirra sem starfa í málaflokknum. Sigríður bendir einnig á að andstætt því sem tölurnar gefi til kynna þau ár sem þær eru hæstar sé í rauninni ekki um marga seljendur að ræða heldur sé um að ræða tiltölulega fá mál og marga kúnna hjá sama seljanda. „En við erum með eitt stórt mál í gangi núna og þar er verið að yfirheyra tugi kaupenda. En þarna erum við með viðurlög sem eru ekki há, miðað við vinnuna sem fer í þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira