Fótbolti

Íslenskur koss í Valentínusardagskveðju UEFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenskt par á leik Íslands og Ungverjalands á EM í Frakklandi 2016.
Íslenskt par á leik Íslands og Ungverjalands á EM í Frakklandi 2016. Vísir/AFP
Ísland var í stóru hlutverki í kveðju Knattspyrnusambands Evrópu sem var send út á samfélagsmiðilinn Twitter í dag.

Í dag er Valentínusardagurinn og mörg pör halda hann hátíðlegan víðsvegar um Evrópu.

Þegar kom að því að velja flotta mynd í Valentínusardagskveðju UEFA þá fundu menn auðvitað góða mynd af stuðningsmönnum íslenska landsliðsins.

Íslenskir stuðningsmenn hafa unnið hug og hjörtu margra í Evrópu á stórmótum landsliðanna okkar síðustu ár og oftar en ekki hefur okkar fólk mætt málað á leikina.

Með gleðina að vopni hafa íslensku áhorfendurnir myndað flotta fjölskyldustemmningu á leikjum íslensku landsliðanna.

Svo var einnig í tilfelli íslenska parsins sem var á þessari flottu mynd þar sem konan gaf sínum manni einn góðan koss á kinnina fyrir framan ljósmyndarann.

Myndina og kveðju UEFA má sjá hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×