Segja aðildarríki NATO enn verja of litlu til varnarmála Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2018 17:01 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, James Mattis og aðrir varnarmálaráðherrar NATO. Vísir/AFP James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, enn verja of litlu til varnarmála og þar þyrfti að bæta úr. Hann sagði varnarmálaráðherrum NATO að þeir ættu að fylgja fordæmi Bandaríkjanna, en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði nýverið til að fjárframlög til aðgerða ríkisins í Evrópu yrðu aukin um þrjátíu prósent. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan NATO. Þeir sögðu Mattis hafa minnt þá á ummæli Trump um að NATO-ríki yrðu að standa við skuldbindingar sínar ellegar eiga á hættu að missa stuðning Bandaríkjanna.Varnarmálaráðherra NATO funduðu í Brussel í dag um áætlanir aðildarríkja um hvernig þau ætla að leggja þau tvö prósent af vergri framleiðslu til varnarmála, sem þeim ber að gera samkomulagi sem samþykkt var á leiðtogafundi NATO árið 2014, og gera það fyrir árið 2024. Fimmtán af 28 ríkjum NATO hafa lagt fram áætlanir um hvernig því markmiði verði náð og verður farið yfir þær á leiðtogafundi NATO í sumar. Spánverjar hafa gefið út að þeir muni ekki vera komnir upp í tvö prósent árið 2024. Belgía, Lúxemborg, Ítalía, Portúgal, Noregur og Danmörk eru einnig á eftir áætlun og reiknað er með að Ungverjaland verði komið upp í tvö prósent árið 2026. Bretland, Grikkland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin verja þegar umræddum tveimur prósentum, eða nálægt því, til varnarmála og búist er við því að Frakkland og Tyrkland nái þeim áfanga á næstu árum. Einhverjir embættismenn sögðu á fundinum að taka þyrfti tillit til þess að ríki eins og Ítalí og Þýskaland væru þegar að leggja mikið til verkefna NATO eins og í Afganistan. „Þetta er ekki bara um hráar tölur. Þetta er einnig spurning um hver er að gera hvað,“ sagði Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands. Mattis var þó staðfastur á því að öll ríki NATO þyrftu að standa við skuldbindingar sínar. Bandaríkin NATO Noregur Rúmenía Tengdar fréttir Öryggismál í brennidepli á fundum Tillerson í Evrópu Rex Tillerson kemur til Brussel í dag. 4. desember 2017 10:27 Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, enn verja of litlu til varnarmála og þar þyrfti að bæta úr. Hann sagði varnarmálaráðherrum NATO að þeir ættu að fylgja fordæmi Bandaríkjanna, en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði nýverið til að fjárframlög til aðgerða ríkisins í Evrópu yrðu aukin um þrjátíu prósent. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan NATO. Þeir sögðu Mattis hafa minnt þá á ummæli Trump um að NATO-ríki yrðu að standa við skuldbindingar sínar ellegar eiga á hættu að missa stuðning Bandaríkjanna.Varnarmálaráðherra NATO funduðu í Brussel í dag um áætlanir aðildarríkja um hvernig þau ætla að leggja þau tvö prósent af vergri framleiðslu til varnarmála, sem þeim ber að gera samkomulagi sem samþykkt var á leiðtogafundi NATO árið 2014, og gera það fyrir árið 2024. Fimmtán af 28 ríkjum NATO hafa lagt fram áætlanir um hvernig því markmiði verði náð og verður farið yfir þær á leiðtogafundi NATO í sumar. Spánverjar hafa gefið út að þeir muni ekki vera komnir upp í tvö prósent árið 2024. Belgía, Lúxemborg, Ítalía, Portúgal, Noregur og Danmörk eru einnig á eftir áætlun og reiknað er með að Ungverjaland verði komið upp í tvö prósent árið 2026. Bretland, Grikkland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin verja þegar umræddum tveimur prósentum, eða nálægt því, til varnarmála og búist er við því að Frakkland og Tyrkland nái þeim áfanga á næstu árum. Einhverjir embættismenn sögðu á fundinum að taka þyrfti tillit til þess að ríki eins og Ítalí og Þýskaland væru þegar að leggja mikið til verkefna NATO eins og í Afganistan. „Þetta er ekki bara um hráar tölur. Þetta er einnig spurning um hver er að gera hvað,“ sagði Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands. Mattis var þó staðfastur á því að öll ríki NATO þyrftu að standa við skuldbindingar sínar.
Bandaríkin NATO Noregur Rúmenía Tengdar fréttir Öryggismál í brennidepli á fundum Tillerson í Evrópu Rex Tillerson kemur til Brussel í dag. 4. desember 2017 10:27 Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Öryggismál í brennidepli á fundum Tillerson í Evrópu Rex Tillerson kemur til Brussel í dag. 4. desember 2017 10:27
Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33
Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00