Ósátt við að þurfa að lesa tíðindi af sveitarstjóra í fjölmiðlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2018 10:00 Arnar Þór Sævarsson hefur verið sveitarstjóri á Blönduósi frá árinu 2007. Minnihlutinn í sveitarstjórn Blönduósbæjar telur ekki heppilegt að sveitarstjórn þurfi að lesa um það fyrst í fjölmiðlum að sveitarstjóri hafi tekið að sér önnur störf samhliða vinnu sinni. Arnar Þór Sævarsson var þann 18. janúar tilkynntur sem nýr aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, en Arnar Þór hefur verið sveitarstjóri í rúman áratug. Hörður Ríkharðsson er fyrrverandi varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Hvorki eðlilegt né heppilegt Hörður Ríkharðsson, einn þriggja í minnihluta sveitarstjórnar, lagði fram bókun á fundi byggðarráðs undir liðnum önnur mál þann 24. janúar. Í bókuninni sagði: „Sveitarstjóri er ráðinn af sveitarstjórn, allar breytingar á starfi sveitarstjóra ættu því að ræðast í sveitarstjórn. Það getur ekki talist eðlilegt né heppilegt að sveitarstjórnarmenn fræðist um það í fjölmiðlum þegar breytingar verða á starfi sveitarstjóra eða hann tekur að sér opinber launuð aukastörf.“Á fundi sveitarstjórnar í gær var fjallað um starfslok Arnars Þórs sem sveitarstjóra. Var lagður fram starfsflokasamningur sem fjögurra manna meirihlutinn samþykkti en þriggja manna minnihlutinn sat hjá. Arnar Þór mun sinna starfinu samhliða því að aðstoða ráðherra út mars. Meirihlutinn lagði til að Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, yrði ráðinn sveitarstjóri til loka kjörtímabilsins. Formanni byggðarráðs var falið að ganga frá ráðningarsamningi við Valgarð sem lagður verður fyrir sveitarstjórn á fundi í mars.Frá Blönduósi.vísir/pjeturÁ tvöföldum launum Fráfarandi sveitarstjóri verður á tvöföldum launum ef svo má segja næstu misserin. Í samningi hans er skilyrði um sex mánaða biðlaun frá starfslokum, þ.e. til loka september miðað við að hann láti af störfum í lok mars. Þá þiggur hann um 1,2 milljónir króna á mánuði sem annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar Einars. „Við brotthvarf Arnars Þórs úr starfi sveitarstjóra á Blönduósi birtast okkur þau biðlaunaforréttindi sem ýmsir sveitarstjórar virðast njóta en þau felast í því að fá biðlaun enda þótt þeir fari í annað launað sambærilegt starf,“ segir Hörður. Almennt gildir um biðlaun að starfsmenn ríkisins fá sex mánaða biðlaun í þeim tilfellum sem starf þeirra er lagt niður. Þá eiga þingmenn rétt á biðlaunum, t.d. nítján í kjölfar síðustu kosninga til Alþingis. „Mig minnir að það hafi verið tekist á um þetta 2010 og þáverandi meirihluti komið þessum réttindum inn í samning hans.“ Blönduós Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Minnihlutinn í sveitarstjórn Blönduósbæjar telur ekki heppilegt að sveitarstjórn þurfi að lesa um það fyrst í fjölmiðlum að sveitarstjóri hafi tekið að sér önnur störf samhliða vinnu sinni. Arnar Þór Sævarsson var þann 18. janúar tilkynntur sem nýr aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, en Arnar Þór hefur verið sveitarstjóri í rúman áratug. Hörður Ríkharðsson er fyrrverandi varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Hvorki eðlilegt né heppilegt Hörður Ríkharðsson, einn þriggja í minnihluta sveitarstjórnar, lagði fram bókun á fundi byggðarráðs undir liðnum önnur mál þann 24. janúar. Í bókuninni sagði: „Sveitarstjóri er ráðinn af sveitarstjórn, allar breytingar á starfi sveitarstjóra ættu því að ræðast í sveitarstjórn. Það getur ekki talist eðlilegt né heppilegt að sveitarstjórnarmenn fræðist um það í fjölmiðlum þegar breytingar verða á starfi sveitarstjóra eða hann tekur að sér opinber launuð aukastörf.“Á fundi sveitarstjórnar í gær var fjallað um starfslok Arnars Þórs sem sveitarstjóra. Var lagður fram starfsflokasamningur sem fjögurra manna meirihlutinn samþykkti en þriggja manna minnihlutinn sat hjá. Arnar Þór mun sinna starfinu samhliða því að aðstoða ráðherra út mars. Meirihlutinn lagði til að Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, yrði ráðinn sveitarstjóri til loka kjörtímabilsins. Formanni byggðarráðs var falið að ganga frá ráðningarsamningi við Valgarð sem lagður verður fyrir sveitarstjórn á fundi í mars.Frá Blönduósi.vísir/pjeturÁ tvöföldum launum Fráfarandi sveitarstjóri verður á tvöföldum launum ef svo má segja næstu misserin. Í samningi hans er skilyrði um sex mánaða biðlaun frá starfslokum, þ.e. til loka september miðað við að hann láti af störfum í lok mars. Þá þiggur hann um 1,2 milljónir króna á mánuði sem annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar Einars. „Við brotthvarf Arnars Þórs úr starfi sveitarstjóra á Blönduósi birtast okkur þau biðlaunaforréttindi sem ýmsir sveitarstjórar virðast njóta en þau felast í því að fá biðlaun enda þótt þeir fari í annað launað sambærilegt starf,“ segir Hörður. Almennt gildir um biðlaun að starfsmenn ríkisins fá sex mánaða biðlaun í þeim tilfellum sem starf þeirra er lagt niður. Þá eiga þingmenn rétt á biðlaunum, t.d. nítján í kjölfar síðustu kosninga til Alþingis. „Mig minnir að það hafi verið tekist á um þetta 2010 og þáverandi meirihluti komið þessum réttindum inn í samning hans.“
Blönduós Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira