Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. febrúar 2018 15:45 Jón Ólafsson, prófessor og formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu, segir það sjálfsagt mál að upplýsingar um kjör þingmanna séu upplýst. „Þetta er algjörlega bráðnauðsynleg breyting á reglum þingsins,“ Segir Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki og formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu. „Það er engin ástæða fyrir því að greiðslum af þessu tagi sé haldið leyndu fyrir almenningi.“ Í gær tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, að til skoðunar hefur verið á undanförnum mánuðum, og rætt í forsætisnefnd Alþingis, að auka upplýsingagjöf um kjör og starfskostnaðargreiðslur alþingismanna þannig að aðgangur að þeim verði öllum auðveldur og þær birtar á vef þingsins. Markmiðið sé að engin leynd sé yfir neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki.Sjá: „Markmiðið er að ekki sé leynd yfir neinu“ „Það sem við höfum kannski séð betur og betur á síðustu mánuðum og árum er að gagnsæi um þessa hluti hefur áhrif á hegðun,“ segir Jón. „Tilfellið er að jafnvel þó að við séum ekki beinlínis að saka fólk um einhverskonar siðleysi að þá er það ósköp fyrirsjáanleg afleiðing af leynd að fólk stendur frammi fyrir ákveðnum freistnivanda. Það er meiri freisting fyrir fólk að nýta sér allskonar leiðir til að fá greiðslur ef það getur gengið að því vísu að það kemur aldrei fyrir sjónir almennings.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, boðar að upplýsingar um starfskostnaðargreiðslur verði birtar á vef Alþingis.Vísir/ValliHingað til hafa starfskostnaðargreiðslur þingmanna ekki verið birtar opinberlega þar til forseti þingsins upplýsti í svari við fyrirspurn um tíu hæstu upphæðirnar sem endurgreiddar hafa verið þingmönnum vegna aksturs. Þær upplýsingar voru þó ekki persónurekjanlegar en fjölmiðlar hafa oft kallað á eftir upplýsingum af þessum toga. „Þessi tilhneiging hér á landi er svo furðurleg,“ segir Jón. „Maður hefur séð hvernig fyrirspurnum fjölmiðla hefur verið mætt af vandlætingu meðal sumra þingmanna. Talað hefur verið um það að það sé óeðlilegt að óska eftir upplýsingum af þessu tagi.“ Hann segir að margir taki því sem svo að óskir fjölmiðla um upplýsingar séu árásir á opinberar persónur. „Þessu er oft tekið eins og það sé verið að ráðast á persónur, snuðra og þar fram eftir götum. Maður getur vonað að það viðhorf fari nú kannski að breytast og fólk fari að taka því sem eðlilegum hlut að fjölmiðlar reyni eftir bestu getu að fá og veita sem flestar upplýsingar,“ segir Jón. Stj.mál Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Þetta er algjörlega bráðnauðsynleg breyting á reglum þingsins,“ Segir Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki og formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu. „Það er engin ástæða fyrir því að greiðslum af þessu tagi sé haldið leyndu fyrir almenningi.“ Í gær tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, að til skoðunar hefur verið á undanförnum mánuðum, og rætt í forsætisnefnd Alþingis, að auka upplýsingagjöf um kjör og starfskostnaðargreiðslur alþingismanna þannig að aðgangur að þeim verði öllum auðveldur og þær birtar á vef þingsins. Markmiðið sé að engin leynd sé yfir neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki.Sjá: „Markmiðið er að ekki sé leynd yfir neinu“ „Það sem við höfum kannski séð betur og betur á síðustu mánuðum og árum er að gagnsæi um þessa hluti hefur áhrif á hegðun,“ segir Jón. „Tilfellið er að jafnvel þó að við séum ekki beinlínis að saka fólk um einhverskonar siðleysi að þá er það ósköp fyrirsjáanleg afleiðing af leynd að fólk stendur frammi fyrir ákveðnum freistnivanda. Það er meiri freisting fyrir fólk að nýta sér allskonar leiðir til að fá greiðslur ef það getur gengið að því vísu að það kemur aldrei fyrir sjónir almennings.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, boðar að upplýsingar um starfskostnaðargreiðslur verði birtar á vef Alþingis.Vísir/ValliHingað til hafa starfskostnaðargreiðslur þingmanna ekki verið birtar opinberlega þar til forseti þingsins upplýsti í svari við fyrirspurn um tíu hæstu upphæðirnar sem endurgreiddar hafa verið þingmönnum vegna aksturs. Þær upplýsingar voru þó ekki persónurekjanlegar en fjölmiðlar hafa oft kallað á eftir upplýsingum af þessum toga. „Þessi tilhneiging hér á landi er svo furðurleg,“ segir Jón. „Maður hefur séð hvernig fyrirspurnum fjölmiðla hefur verið mætt af vandlætingu meðal sumra þingmanna. Talað hefur verið um það að það sé óeðlilegt að óska eftir upplýsingum af þessu tagi.“ Hann segir að margir taki því sem svo að óskir fjölmiðla um upplýsingar séu árásir á opinberar persónur. „Þessu er oft tekið eins og það sé verið að ráðast á persónur, snuðra og þar fram eftir götum. Maður getur vonað að það viðhorf fari nú kannski að breytast og fólk fari að taka því sem eðlilegum hlut að fjölmiðlar reyni eftir bestu getu að fá og veita sem flestar upplýsingar,“ segir Jón.
Stj.mál Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44