Maradona um mótherja Íslands á HM: Lið eru ekki hrædd við Argentínu lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 13:00 Lionel Messi, páfinn og Diego Maradona. Vísir/Getty Diego Maradona er ekki alltof bjartsýnn fyrir hönd Argentínumanna á HM í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti mótherji argentínska liðsins verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu. Maradona segir lið ekki óttast argentínska landsliðið lengur og að það séu mörg alvarleg vandamál í liðinu í dag. Að hans mati gæti þó frammistaða Lionel Messi á HM séð til þess að liðinu takist að fela alla gallana. Argentínska liðið var í vandræðum með að komast á HM en þrenna frá Lionel Messi á móti Ekvador í lokaumferðinni gulltryggði farseðilinn. Liðið tapaði síðan 4-2 fyrir Nígeríu í æfingaleik í Rússlandi í nóvember þrátt fyrir að komast í 2-0. Nígería verður einmitt með Íslandi og Argentínu í riðli á HM í fóbolta en fjórða og síðasta liðið eru góðkunningjar Íslands frá Króatíu. Diego Maradona leiddi Argentínu til síðasta heimsmeistaratitil liðsins árið 1986 en fyrir fjórum árum töpuðu Messi og félagar í úrslitaleiknum á móti Þýskalandi. „Við eigum enga menn sem geta með réttu kallað sig miðjumenn í landsliðsklassa. Með fullri virðingu hefði ég aldrei getað séð fyrir að maður eins og [Lucas] Biglia fengi að klæðast landsliðstreyjunni,“ sagði Diego Maradona í viðtali við El Popular.En una entrevista imperdible, #Maradona le tira flores a un aliado impensado: el @TanoAngelici https://t.co/QaN1NRmLpN | Por: @Sebabielsistapic.twitter.com/lm1YZG1V5G — Popular (@populardiario) February 10, 2018 „Fyrir utan Messi, þá hefur fólk misst virðingu sína fyrir argentínska landsliðinu. Enginn er hræddur við okkur lengur. Sjáið bara síðasta leikinn á móti Nígeríu. Við fengum næstum því á okkur átta mörk,“ sagði Maradona. „Sampaoli er samt heppinn. Ef óskabarnið okkar [Messi] er í stuði þá bætir hann fyrir öll mistökin,“ sagði Maradona. „Það eru 60 prósent líkur á því að við verðum heimsmeistarar. Ástæðan. Aðrar þjóðir geta safnað upp í góða kóra en þeir geta aldrei fundið söngvara eins og Messi. Hann er eini einsöngvarinn,“ sagði Maradona í miklu stuði í líkingamálinu. Maradona er líka mjög svartsýnn fyrir stöðu mála í framtíðinni. „Við erum á slæmri leið og ég sé þetta ekki enda vel. Eftir Messi, hvað er þá? Það er engin framtíð eftir Messi,“ sagði Maradona. Maradona er ekki hrifinn af Mauro Icardi hjá Internazionale sem þjálfarinn Jorge Sampaoli velur frekar en Gonzalo Higuain hjá Juventus. „Það er vandræðalegt fyrir okkur að þurfa treysta á Icardi. Pipa [Higuain] er tíu sinnum betri en Icardi,“ sagði Maradona og hann telur einnig að liðið þurfi að nýta krafta Carlos Tevez. „Við erum að skrapa botninn á tunnunni til að finna níuna okkar. Auðvitað eigum við að nota Tevez. Við höfum ekkert annað,“ sagði Maradona. Ísland og Argentína mætast í Moskvu 16. júní næstkomandi. Það verður fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti í fótbolta.#EstadiosRusia2018 Nombre: Otkrytie Arena Sede: Moscú Capacidad: 45.000 En este estadio se jugarán 4 partidos de fase de grupos: Argentina vs Islandia Polonia vs Senegal Bélgica vs Túnez Serbia vs Brasil pic.twitter.com/d2G0EDX0ZW — Datos y Curiosidades Rusia 2018 (@DatosRusia) February 2, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira
Diego Maradona er ekki alltof bjartsýnn fyrir hönd Argentínumanna á HM í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti mótherji argentínska liðsins verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu. Maradona segir lið ekki óttast argentínska landsliðið lengur og að það séu mörg alvarleg vandamál í liðinu í dag. Að hans mati gæti þó frammistaða Lionel Messi á HM séð til þess að liðinu takist að fela alla gallana. Argentínska liðið var í vandræðum með að komast á HM en þrenna frá Lionel Messi á móti Ekvador í lokaumferðinni gulltryggði farseðilinn. Liðið tapaði síðan 4-2 fyrir Nígeríu í æfingaleik í Rússlandi í nóvember þrátt fyrir að komast í 2-0. Nígería verður einmitt með Íslandi og Argentínu í riðli á HM í fóbolta en fjórða og síðasta liðið eru góðkunningjar Íslands frá Króatíu. Diego Maradona leiddi Argentínu til síðasta heimsmeistaratitil liðsins árið 1986 en fyrir fjórum árum töpuðu Messi og félagar í úrslitaleiknum á móti Þýskalandi. „Við eigum enga menn sem geta með réttu kallað sig miðjumenn í landsliðsklassa. Með fullri virðingu hefði ég aldrei getað séð fyrir að maður eins og [Lucas] Biglia fengi að klæðast landsliðstreyjunni,“ sagði Diego Maradona í viðtali við El Popular.En una entrevista imperdible, #Maradona le tira flores a un aliado impensado: el @TanoAngelici https://t.co/QaN1NRmLpN | Por: @Sebabielsistapic.twitter.com/lm1YZG1V5G — Popular (@populardiario) February 10, 2018 „Fyrir utan Messi, þá hefur fólk misst virðingu sína fyrir argentínska landsliðinu. Enginn er hræddur við okkur lengur. Sjáið bara síðasta leikinn á móti Nígeríu. Við fengum næstum því á okkur átta mörk,“ sagði Maradona. „Sampaoli er samt heppinn. Ef óskabarnið okkar [Messi] er í stuði þá bætir hann fyrir öll mistökin,“ sagði Maradona. „Það eru 60 prósent líkur á því að við verðum heimsmeistarar. Ástæðan. Aðrar þjóðir geta safnað upp í góða kóra en þeir geta aldrei fundið söngvara eins og Messi. Hann er eini einsöngvarinn,“ sagði Maradona í miklu stuði í líkingamálinu. Maradona er líka mjög svartsýnn fyrir stöðu mála í framtíðinni. „Við erum á slæmri leið og ég sé þetta ekki enda vel. Eftir Messi, hvað er þá? Það er engin framtíð eftir Messi,“ sagði Maradona. Maradona er ekki hrifinn af Mauro Icardi hjá Internazionale sem þjálfarinn Jorge Sampaoli velur frekar en Gonzalo Higuain hjá Juventus. „Það er vandræðalegt fyrir okkur að þurfa treysta á Icardi. Pipa [Higuain] er tíu sinnum betri en Icardi,“ sagði Maradona og hann telur einnig að liðið þurfi að nýta krafta Carlos Tevez. „Við erum að skrapa botninn á tunnunni til að finna níuna okkar. Auðvitað eigum við að nota Tevez. Við höfum ekkert annað,“ sagði Maradona. Ísland og Argentína mætast í Moskvu 16. júní næstkomandi. Það verður fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti í fótbolta.#EstadiosRusia2018 Nombre: Otkrytie Arena Sede: Moscú Capacidad: 45.000 En este estadio se jugarán 4 partidos de fase de grupos: Argentina vs Islandia Polonia vs Senegal Bélgica vs Túnez Serbia vs Brasil pic.twitter.com/d2G0EDX0ZW — Datos y Curiosidades Rusia 2018 (@DatosRusia) February 2, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira