Harry Kane minnkaði muninn fyrir gestina á 35. mínútu en þetta var níunda mark enska markahróksins í Meistaradeildinni. Hann heldur áfram að setja ný viðmið í markaskorun.
Staðreyndin er sú að enginn í sögu Meistaradeildarinnar hefur skorað fleiri mörk í fyrstu níu leikjum sínum í Meistaradeildinni en Harry Kane.
Hann komst upp fyrir nokkra góða í gærkvöldi en fjórir leikmenn skoruðu átta mörk í fyrstu níu Meistaradeildarleikjum sínum; Diego Costa, Didier Drogba, Simone Inzaghi og sjálfur Ronaldinho
Christian Eriksen jafnaði metin fyrir Tottenham á 71. mínútu en í hinum leik gærkvöldsins pakkaði Manchester City Basel saman á útivelli, 4-0.
Öll mörk gærkvöldsins og allt það helsta úr leikjunum má finna hér að neðan.
Juventus - Tottenham 2-2