Krefjast þess að Zuma láti af forsetaembætti Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Flokksfélagar Jakobs Zuma vilja losna við hann. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. VÍSIR/EPA Suður-Afríka Afríska þjóðarráðið hefur formlega krafist þess að Jakob Zuma, forseti Suður-Afríku, segi af sér. Þetta staðfestir háttsettur flokksmaður í samtali við fréttastofu BBC. Ákvörðunin um að krefjast afsagnar var tekin í kjölfar maraþonfundar í forystu flokksins. Zuma er 75 ára gamall. Hann hefur samþykkt að víkja úr embætti á næstu þremur til sex mánuðum. Hann hefur verið við völd í Suður-Afríku frá árinu 2009. Undanfarið hefur hann sætt ásökunum um spillingu í embætti. Í desember síðastliðnum tók Cyril Ramaphosa við sem leiðtogi Afríska þjóðarráðsins. Allt frá þeim tíma hefur verið þrýstingur á Zuma að láta af embætti forseta. Ace Magazchule, framkvæmdastjóri þjóðarráðsins, sagði fréttamönnum að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að afsögn Zuma ætti að verða sem fyrst. „Það er augljóst að við viljum að Ramaphosa taki við sem forseti Suður-Afríku,“ bætti hann við.Sjá einnig: Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Ramaphosa er sagður hafa yfirgefið fund flokksins og haldið á fund Zuma á heimili hans. Þar er hann sagður hafa tilkynnt Zuma að hann yrði settur af ef hann myndi ekki láta sjálfur af embætti. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. Til að mynda komst hæstiréttur Suður-Afríku að þeirri niðurstöðu árið 2016 að Zuma hefði brotið gegn stjórnarskránni þegar hann lét fyrirfarast að endurgreiða opinbert fé sem notað var til þess að gera endurbætur á einkaheimili hans. Í fyrra komst áfrýjunardómstóll einnig að þeirri niðurstöðu að réttað skyldi í máli gegn honum vegna ásakana í átján liðum um spillingu, svik og peningaþvætti í tengslum við vopnaviðskipti árið 1999. Upp á síðkastið hafa síðan heyrst ásakanir um óeðlileg hagsmunatengsl milli Zuma og hinnar vellauðugu indverskættuðu Gupta-fjölskyldu. Fjölskyldan er sögð hafa haft óeðlileg áhrif á ríkisstjórn Zuma, en bæði forsetinn og fjölskyldan neita slíkum ásökunum. Stjórnmálaskýrendur segja að það yrði ákaflega erfitt fyrir Zuma að neita kröfu frá forystu flokksins um að segja af sér. Honum beri hins vegar ekki lagaleg skylda til þess að gera það. Tæknilega séð gæti hann haldið áfram að gegna störfum forseta þótt hann hefði ekki lengur stuðning flokks síns. Á hinn bóginn er vantrauststillaga á Zuma í farvatninu. Hún hefur verið tímasett 22. febrúar, en gæti komið fram fyrr. Zuma hefur áður staðið af sér slíkar atkvæðagreiðslur, en reiknað er með að hann myndi ekki standast slíka núna. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04 Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Suður-Afríka Afríska þjóðarráðið hefur formlega krafist þess að Jakob Zuma, forseti Suður-Afríku, segi af sér. Þetta staðfestir háttsettur flokksmaður í samtali við fréttastofu BBC. Ákvörðunin um að krefjast afsagnar var tekin í kjölfar maraþonfundar í forystu flokksins. Zuma er 75 ára gamall. Hann hefur samþykkt að víkja úr embætti á næstu þremur til sex mánuðum. Hann hefur verið við völd í Suður-Afríku frá árinu 2009. Undanfarið hefur hann sætt ásökunum um spillingu í embætti. Í desember síðastliðnum tók Cyril Ramaphosa við sem leiðtogi Afríska þjóðarráðsins. Allt frá þeim tíma hefur verið þrýstingur á Zuma að láta af embætti forseta. Ace Magazchule, framkvæmdastjóri þjóðarráðsins, sagði fréttamönnum að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að afsögn Zuma ætti að verða sem fyrst. „Það er augljóst að við viljum að Ramaphosa taki við sem forseti Suður-Afríku,“ bætti hann við.Sjá einnig: Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Ramaphosa er sagður hafa yfirgefið fund flokksins og haldið á fund Zuma á heimili hans. Þar er hann sagður hafa tilkynnt Zuma að hann yrði settur af ef hann myndi ekki láta sjálfur af embætti. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. Til að mynda komst hæstiréttur Suður-Afríku að þeirri niðurstöðu árið 2016 að Zuma hefði brotið gegn stjórnarskránni þegar hann lét fyrirfarast að endurgreiða opinbert fé sem notað var til þess að gera endurbætur á einkaheimili hans. Í fyrra komst áfrýjunardómstóll einnig að þeirri niðurstöðu að réttað skyldi í máli gegn honum vegna ásakana í átján liðum um spillingu, svik og peningaþvætti í tengslum við vopnaviðskipti árið 1999. Upp á síðkastið hafa síðan heyrst ásakanir um óeðlileg hagsmunatengsl milli Zuma og hinnar vellauðugu indverskættuðu Gupta-fjölskyldu. Fjölskyldan er sögð hafa haft óeðlileg áhrif á ríkisstjórn Zuma, en bæði forsetinn og fjölskyldan neita slíkum ásökunum. Stjórnmálaskýrendur segja að það yrði ákaflega erfitt fyrir Zuma að neita kröfu frá forystu flokksins um að segja af sér. Honum beri hins vegar ekki lagaleg skylda til þess að gera það. Tæknilega séð gæti hann haldið áfram að gegna störfum forseta þótt hann hefði ekki lengur stuðning flokks síns. Á hinn bóginn er vantrauststillaga á Zuma í farvatninu. Hún hefur verið tímasett 22. febrúar, en gæti komið fram fyrr. Zuma hefur áður staðið af sér slíkar atkvæðagreiðslur, en reiknað er með að hann myndi ekki standast slíka núna.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04 Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35
Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04
Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53