Nýtt hótel, veitingastaðir og íbúðir rísa á einu ári við Austurvöll Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2018 19:58 Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Mynd/Lindarvatn ehf. Miklar breytingar verða á ásýnd Austurvallar og Kirkjustrætis á næstu tólf mánuðum þegar nýtt hótel, íbúðir og þjónustustarfsemi ýmiss konar verða risin á Landssímareitnum. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar sættir sig þó ekki við áformin og kærði í dag deiliskipulag borgarinnar á svæðinu. Til hefur staðið í á annan áratug eða meira að breyta þeirri starfsemi sem fram fer í gamla Landsímahúsinu, Sjálfstæðishúsinu eða NASA og öðrum húsum þar í kring. Nú lítur út fyrir að framkvæmdir fari að hefjast. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar er þó ekki sátt við að byggt verði framan við Landsímahúsið við Kirkjustræti og segir deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekki hafi verið leitað álits Dómkirkjunnar, kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðherra við gerð þess. Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns sem á eignirnar á Landsímareitnum segir framkvæmdir hefjast inna tíðar. Eftir að þær séu hafnar muni þær taka um átján mánuði og því ljúka fyrir lok árs 2019.Mynd/Lindarvatn ehf„Við byrjum á því að hefja endurbyggingu á gamla NASA salnum. Þar sem var Sjálfstæðissalurinn á sínum tíma og það verður gert í upprunalegri mynd. Síðan mun þetta hafa sinn gang. Við erum auðvitað enn að bíða eftir eftir útgáfu byggingarleyfa en þau koma vonandi á næstu misserum. Þá fara framkvæmdir af stað fyrir alvöru,“ segir Jóhannes.Hótelið verður hluti af Icelandair hótelunumHótelið sem verður í húsunum verður hluti af Icelandair hótelunum undir nýju merki Hilton hótelanna. Og menn ætla sér ekki langan tíma til framkvæmda enda svæðið í hjarta borgarinnar, steinsnar frá Alþingi við Austurvöll og því viðkvæmt fyrir raski um langan tíma. „Þetta er líka flókið því við erum að samþætta eldri byggingar við nýjar. En ef allt gengur að óskum verður það árið 2019. Þá geta menn farið að reima á sig spariskóna og komið á tónleika á NASA aftur,“ segir Jóhannes. Hótelhlutinn með um 160 herbergjum verður í gamla Landsímahúsinu. En bláa viðbyggingin við Kirkjustræti sem var byggð árið 1967 verður rifin og ný bygging rís þar að Kirkjustræti, sem er hlutinn sem Dómkirkjan sættir sig verst við vegna gamla kirkjugarðsins. Almenningsrými, eins og veitingastaðir, verða síðan á jarðhæðum.húsanna. „Síðan verða íbúðir við Ingólfstorg og í NASA verður eins og ég sagði tónleika og samkomusalur. Þannig að þetta verður fjölbreytt starfsemi og mikið líf hér á besta stað í miðbænum,“ segir Jóhannes Stefánsson.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem rekur mál Dómkirkjunnar að hann vonaðist til að úrskurðarnefndin afgreiði kæru sóknarnefndarinnar hratt, en ólíklegt væri að kæran á deiliskipulaginu ein og sér tefði framkvæmdir á reitnum. Skipulag Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Miklar breytingar verða á ásýnd Austurvallar og Kirkjustrætis á næstu tólf mánuðum þegar nýtt hótel, íbúðir og þjónustustarfsemi ýmiss konar verða risin á Landssímareitnum. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar sættir sig þó ekki við áformin og kærði í dag deiliskipulag borgarinnar á svæðinu. Til hefur staðið í á annan áratug eða meira að breyta þeirri starfsemi sem fram fer í gamla Landsímahúsinu, Sjálfstæðishúsinu eða NASA og öðrum húsum þar í kring. Nú lítur út fyrir að framkvæmdir fari að hefjast. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar er þó ekki sátt við að byggt verði framan við Landsímahúsið við Kirkjustræti og segir deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekki hafi verið leitað álits Dómkirkjunnar, kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðherra við gerð þess. Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns sem á eignirnar á Landsímareitnum segir framkvæmdir hefjast inna tíðar. Eftir að þær séu hafnar muni þær taka um átján mánuði og því ljúka fyrir lok árs 2019.Mynd/Lindarvatn ehf„Við byrjum á því að hefja endurbyggingu á gamla NASA salnum. Þar sem var Sjálfstæðissalurinn á sínum tíma og það verður gert í upprunalegri mynd. Síðan mun þetta hafa sinn gang. Við erum auðvitað enn að bíða eftir eftir útgáfu byggingarleyfa en þau koma vonandi á næstu misserum. Þá fara framkvæmdir af stað fyrir alvöru,“ segir Jóhannes.Hótelið verður hluti af Icelandair hótelunumHótelið sem verður í húsunum verður hluti af Icelandair hótelunum undir nýju merki Hilton hótelanna. Og menn ætla sér ekki langan tíma til framkvæmda enda svæðið í hjarta borgarinnar, steinsnar frá Alþingi við Austurvöll og því viðkvæmt fyrir raski um langan tíma. „Þetta er líka flókið því við erum að samþætta eldri byggingar við nýjar. En ef allt gengur að óskum verður það árið 2019. Þá geta menn farið að reima á sig spariskóna og komið á tónleika á NASA aftur,“ segir Jóhannes. Hótelhlutinn með um 160 herbergjum verður í gamla Landsímahúsinu. En bláa viðbyggingin við Kirkjustræti sem var byggð árið 1967 verður rifin og ný bygging rís þar að Kirkjustræti, sem er hlutinn sem Dómkirkjan sættir sig verst við vegna gamla kirkjugarðsins. Almenningsrými, eins og veitingastaðir, verða síðan á jarðhæðum.húsanna. „Síðan verða íbúðir við Ingólfstorg og í NASA verður eins og ég sagði tónleika og samkomusalur. Þannig að þetta verður fjölbreytt starfsemi og mikið líf hér á besta stað í miðbænum,“ segir Jóhannes Stefánsson.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem rekur mál Dómkirkjunnar að hann vonaðist til að úrskurðarnefndin afgreiði kæru sóknarnefndarinnar hratt, en ólíklegt væri að kæran á deiliskipulaginu ein og sér tefði framkvæmdir á reitnum.
Skipulag Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira